Amazon sakað um bellibrögð með Prime-áskriftir Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2023 11:34 Viðskiptavinir Amazon skráðu sig stundum óafvitandi í áskrift að Prime en það var hægara sagt en gert að segja henni upp aftur samvæmt stefnu FTC. AP/Gene J. Puskar Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) stefndi tæknirisanum Amazon fyrir að blekkja viðskiptavini sína til þess að skrá sig í áskriftarþjónustu og gera þeim erfitt fyrir að segja henni upp. Fyrirtækið hafnar ásökununum alfarið. Amazon Prime, áskriftarþjónusta Amazon, veitir viðskiptavinum Amazon þjónustu eins og skemmri afhendingartíma gegn gjaldi. Í stefnu FTC er stórfyrirtækið sakað um að notað blekkjandi hönnun til þess að narra viðskiptavini til þess að gerast áskrifendur. Það hafi brotið lög um viðskiptahætti og lög um neytendarvernd í netverslun. Þannig er Amazon sagt hafa gert viðskiptavinum erfitt að kaupa vörur án þess að gerast áskrifendur að Prime. Í sumum tilfellum fengu viðskiptavinir upp hnapp til þess að ganga frá kaupum án þess að þeim væri ljóst að með því að smella á hann gerðust þeir áskrifendur að Prime. Kenndu uppsagnarferlið við langdregið umsátur um Tróju Flókið var fyrir viðskiptavini að segja áskriftinni upp og stjórnendur Amazon drógu lappirnar eða höfnuðu breytingum sem hefðu gert það auðveldara, að því er segir í stefnunni. Innanhúss var uppsagnarferlið kallað Ilíonskviða, forngrísku ljóði um lang umsátur um Trjóju, að sögn AP-fréttastofunnar. „Amazon gabbaði og festi fólk í áframhaldandi áskrift án samþykkis þess sem olli notendum ekki aðeins angri heldur kostaði þá umtalsverða fjármuni. Þessar óheiðarlegu aðferðir sköðuðu neytendur og löghlýðin fyrirtæki,“ sagði Line Khan, forstöðumaður FTC. Amazon segir ásakanir FTC rangar. Þvert á móti sagði Heather Layman, talskona Amazon, að viðskiptavinir „elskuðu“ Prime og að það væri bæði skýrt og einfalt að skrá sig í og úr áskrift. Fyrr í þessum mánuði samþykkti Amazon að greiða um 25 milljónir dollara í sekt vegna ásakana um að fyrirtækið hefði brotið gegn persónuvernd barna með því að geyma gögn úr Alexu, raddstýrðum hátalara, þrátt fyrir að foreldrar hefðu óskað eftir því. Sömuleiðis féllst fyrirtækið á að greiða sekt vegna starfsmanna sem skoðuðu upptökur úr dyrabjöllumyndavélum viðskiptavina og samstarfsmanna. Amazon Bandaríkin Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Amazon Prime, áskriftarþjónusta Amazon, veitir viðskiptavinum Amazon þjónustu eins og skemmri afhendingartíma gegn gjaldi. Í stefnu FTC er stórfyrirtækið sakað um að notað blekkjandi hönnun til þess að narra viðskiptavini til þess að gerast áskrifendur. Það hafi brotið lög um viðskiptahætti og lög um neytendarvernd í netverslun. Þannig er Amazon sagt hafa gert viðskiptavinum erfitt að kaupa vörur án þess að gerast áskrifendur að Prime. Í sumum tilfellum fengu viðskiptavinir upp hnapp til þess að ganga frá kaupum án þess að þeim væri ljóst að með því að smella á hann gerðust þeir áskrifendur að Prime. Kenndu uppsagnarferlið við langdregið umsátur um Tróju Flókið var fyrir viðskiptavini að segja áskriftinni upp og stjórnendur Amazon drógu lappirnar eða höfnuðu breytingum sem hefðu gert það auðveldara, að því er segir í stefnunni. Innanhúss var uppsagnarferlið kallað Ilíonskviða, forngrísku ljóði um lang umsátur um Trjóju, að sögn AP-fréttastofunnar. „Amazon gabbaði og festi fólk í áframhaldandi áskrift án samþykkis þess sem olli notendum ekki aðeins angri heldur kostaði þá umtalsverða fjármuni. Þessar óheiðarlegu aðferðir sköðuðu neytendur og löghlýðin fyrirtæki,“ sagði Line Khan, forstöðumaður FTC. Amazon segir ásakanir FTC rangar. Þvert á móti sagði Heather Layman, talskona Amazon, að viðskiptavinir „elskuðu“ Prime og að það væri bæði skýrt og einfalt að skrá sig í og úr áskrift. Fyrr í þessum mánuði samþykkti Amazon að greiða um 25 milljónir dollara í sekt vegna ásakana um að fyrirtækið hefði brotið gegn persónuvernd barna með því að geyma gögn úr Alexu, raddstýrðum hátalara, þrátt fyrir að foreldrar hefðu óskað eftir því. Sömuleiðis féllst fyrirtækið á að greiða sekt vegna starfsmanna sem skoðuðu upptökur úr dyrabjöllumyndavélum viðskiptavina og samstarfsmanna.
Amazon Bandaríkin Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira