Bandaríski blaðamaðurinn í rússnesku fangelsi út sumarið Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2023 14:26 Evan Gershkovich í glerbúri í réttarsal í Moskvu í morgun. Hann er fyrsti bandaríski blaðamaðurinn sem er handtekinn fyrir njósnir í Rússlandi frá lokum kalda stríðsins. AP/Dmitrí Serebrjakov Dómstóll í Moskvu staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Evan Gershkovich, bandarískum blaðamanni sem er sakaður um njósnir, fram í seinni hluta ágúst. Fréttamenn fengu ekki að vera viðstaddir þegar úrskurðurinn var kveðinn upp. Rússneska leyniþjónustan handtók Gershkovich, fréttaritara Wall Street Journal þegar hann var að afla frétta í nágrenni Katrínarborgar í mars. Hann var sakaður um njósnir og hnepptur í gæsluvarðhald. Dómstóll úrskurðaði hann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 30. ágúst í síðasta mánuði en hann áfrýjaði. Fréttamönnum var vísað úr dómsalnum áður en úrskurðurinn var kveðinn upp. Þeir fylgdust með uppkvaðningunni á sjónvarpsskjám annars staðar í dómshúsinu. Gershkovich og Wall Street Journal vísa ásökunum rússneskra stjórnvalda á bug. Bandaríkjastjórn segir blaðamanninn hafa verið handtekinn ólöglega. Rússar hafa ekki lagt fram rökstuðning eða sannanir fyrir ásökunum sínum til þessa. AP-fréttastofan segir að Lefortovo-fangelsið í Moskvu sé alræmt fyrir slæman aðbúnað fanga. Lögmaður Gershkovich segir að bandarískum erindrekum hafi í þrígang verið meinað að hitta hann frá því í apríl. Allt að eitt og hálft ár gæti tekið að ljúka rannsókn á málinu. Sérfræðingar telja ekki ósennilegt að stjórnvöld í Kreml hafi látið handtaka Gershkovich til þess að nota hann sem skiptimynt í fangaskiptum við Bandaríkjastjórn líkt og þeir gerðu með Brittney Griner, bandaríska körfuboltakonu, sem var handtekin fyrir minniháttar sakir í Rússlandi. Rússland Bandaríkin Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mannréttindi Tengdar fréttir Halda bandarískum blaðamanni áfram bak við lás og slá Rússneskur dómari úrskurðaði að Evan Gershkovich, bandarísku blaðamaður Wall Street Journal, verði áfram í varðhaldi eftir að hann var sakaður um njósnir í Rússlandi. Gershkovich og bandarísk stjórnvöld vísa ásökunum á bug. 18. apríl 2023 15:43 Rússar handtaka blaðamann Wall Street Journal fyrir njósnir Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið blaðamann bandaríska blaðsins Wall Street Journal fyrir meintar njósnir. Blaðamaðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi verði hann fundinn sekur um njósnir. 30. mars 2023 08:33 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Rússneska leyniþjónustan handtók Gershkovich, fréttaritara Wall Street Journal þegar hann var að afla frétta í nágrenni Katrínarborgar í mars. Hann var sakaður um njósnir og hnepptur í gæsluvarðhald. Dómstóll úrskurðaði hann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 30. ágúst í síðasta mánuði en hann áfrýjaði. Fréttamönnum var vísað úr dómsalnum áður en úrskurðurinn var kveðinn upp. Þeir fylgdust með uppkvaðningunni á sjónvarpsskjám annars staðar í dómshúsinu. Gershkovich og Wall Street Journal vísa ásökunum rússneskra stjórnvalda á bug. Bandaríkjastjórn segir blaðamanninn hafa verið handtekinn ólöglega. Rússar hafa ekki lagt fram rökstuðning eða sannanir fyrir ásökunum sínum til þessa. AP-fréttastofan segir að Lefortovo-fangelsið í Moskvu sé alræmt fyrir slæman aðbúnað fanga. Lögmaður Gershkovich segir að bandarískum erindrekum hafi í þrígang verið meinað að hitta hann frá því í apríl. Allt að eitt og hálft ár gæti tekið að ljúka rannsókn á málinu. Sérfræðingar telja ekki ósennilegt að stjórnvöld í Kreml hafi látið handtaka Gershkovich til þess að nota hann sem skiptimynt í fangaskiptum við Bandaríkjastjórn líkt og þeir gerðu með Brittney Griner, bandaríska körfuboltakonu, sem var handtekin fyrir minniháttar sakir í Rússlandi.
Rússland Bandaríkin Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mannréttindi Tengdar fréttir Halda bandarískum blaðamanni áfram bak við lás og slá Rússneskur dómari úrskurðaði að Evan Gershkovich, bandarísku blaðamaður Wall Street Journal, verði áfram í varðhaldi eftir að hann var sakaður um njósnir í Rússlandi. Gershkovich og bandarísk stjórnvöld vísa ásökunum á bug. 18. apríl 2023 15:43 Rússar handtaka blaðamann Wall Street Journal fyrir njósnir Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið blaðamann bandaríska blaðsins Wall Street Journal fyrir meintar njósnir. Blaðamaðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi verði hann fundinn sekur um njósnir. 30. mars 2023 08:33 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Halda bandarískum blaðamanni áfram bak við lás og slá Rússneskur dómari úrskurðaði að Evan Gershkovich, bandarísku blaðamaður Wall Street Journal, verði áfram í varðhaldi eftir að hann var sakaður um njósnir í Rússlandi. Gershkovich og bandarísk stjórnvöld vísa ásökunum á bug. 18. apríl 2023 15:43
Rússar handtaka blaðamann Wall Street Journal fyrir njósnir Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið blaðamann bandaríska blaðsins Wall Street Journal fyrir meintar njósnir. Blaðamaðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi verði hann fundinn sekur um njósnir. 30. mars 2023 08:33