Gæti verið valinn númer tvö þrátt fyrir að hafa verið hluti af morðrannsókn Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 22:16 Margir búast við því að Brandon Miller verði valinn númer tvö eða þrjú í nýliðavalinu í nótt. Vísir/Getty Brandon Miller tekur þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar í nótt. Margir telja að hann verði á meðal þeirra fyrstu að vera valinn, þrátt fyrir að það hafi ekki alltaf legið fyrir að Miller gæti tekið þátt í valinu. Nýliðavalið í NBA-deildinni fer fram í nótt og er beðið með mikilli eftirvæntingu líkt og vanalega. Öruggt er að hinn franski Victro Wembanyama verði valinn númer eitt af San Antonio Spurs en þessi 19 ára strákur þykir einn af þeim mest spennandi sem komið hafa inn í nýliðavalið á síðustu árum. Flestir telja líklegt að Brandon Miller verði valinn í öðru eða þriðja vali sem þýðir að annaðhvort Charlotte Hornets eða Portland Trailblazers næla í hann. Það hefur hins vegar ekki alltaf verið víst hvort Miller gæti tekið þátt í nýliðavalinu yfirhöfuð. Færði félaga sínum byssuna Í janúar síðastliðnum var Brandon Miller ásamt félögum sínum Darius Miles á hásólasvæðinu en þeir Miller og Miles voru liðsfélagar hjá körfuknattleiksliði Alabama háskólans. Miles hafði skilið byssu sína eftir í bíl Brandon Miller og bað Miles hann um að koma með hana til sín. Miles rétti æskuvini sínum Michael Davis síðan byssuna og sama kvöld skaut Davis hina 23 ára Jamea Harris til bana. Samkvæmt ESPN kom upp rifrildi á milli kærasta Harris og Davis sem fór úr böndunum. Það leiddi til þess að Davis skaut Harris sem lést af sárum sínum. Brandon Miller var á svæðinu en tók ekki þátt í rifrildinu. Þeir Miles og Davis voru báðir handteknir og hafa síðan þá verið ákærðir fyrir morð. Miller hefur allan tímann verið frjáls ferða sinna. „Hef lært mína lexíu“ Ýmsir hafa þó haft uppi efasemdir um rétt Miller til að taka þátt í nýliðavalinu. Háskólinn í Alabama segir Miller vera vitni sem aðstoðaði lögregluna og að hann hafi aldrei verið grunaður um lögbrot. Á blaðamannafundi útskýrði Miller hvað hann hefur sagt við þau félög sem hafa sýnt honum áhuga. „Ég hef sagt að ég hafi lært mína lexíu. Maður þarf alltaf að vera meðvitaður um umhverfi sitt og hverjir það eru sem eru í kringum þig. Mér líður eins og þetta kvöld hefði getað breytt ferli mínum á einu augabragði,“ sagði Miller. Alabamaháskólinn ákvað að Miller gæti áfram stundað nám sitt í skólanum og leikið með körfuboltaliði hans. Þetta byggði skólinn á þeim staðreyndum sem hann fékk á sitt borð. „Brandon hefur aðstoðað lögregluna frá upphafi. Þetta er sorglegt mál. Við getum ekki stjórnað því hvað leikmennirnir gera þegar þeir eru ekki á æfingum, enginn vissi að þetta myndi gerast. Nemendur í háskóla fara út á lífið,“ sagði Nate Oats þjálfari körfuknattleiksliðs Alabamaháskóla. „Brandon var ekki hluti af þessu máli, hann var bara á röngum stað á röngum tíma. Ég er viss um að njósnarar NBA-liðanna hafa unnið sína heimavinnu.“ NBA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjá meira
Nýliðavalið í NBA-deildinni fer fram í nótt og er beðið með mikilli eftirvæntingu líkt og vanalega. Öruggt er að hinn franski Victro Wembanyama verði valinn númer eitt af San Antonio Spurs en þessi 19 ára strákur þykir einn af þeim mest spennandi sem komið hafa inn í nýliðavalið á síðustu árum. Flestir telja líklegt að Brandon Miller verði valinn í öðru eða þriðja vali sem þýðir að annaðhvort Charlotte Hornets eða Portland Trailblazers næla í hann. Það hefur hins vegar ekki alltaf verið víst hvort Miller gæti tekið þátt í nýliðavalinu yfirhöfuð. Færði félaga sínum byssuna Í janúar síðastliðnum var Brandon Miller ásamt félögum sínum Darius Miles á hásólasvæðinu en þeir Miller og Miles voru liðsfélagar hjá körfuknattleiksliði Alabama háskólans. Miles hafði skilið byssu sína eftir í bíl Brandon Miller og bað Miles hann um að koma með hana til sín. Miles rétti æskuvini sínum Michael Davis síðan byssuna og sama kvöld skaut Davis hina 23 ára Jamea Harris til bana. Samkvæmt ESPN kom upp rifrildi á milli kærasta Harris og Davis sem fór úr böndunum. Það leiddi til þess að Davis skaut Harris sem lést af sárum sínum. Brandon Miller var á svæðinu en tók ekki þátt í rifrildinu. Þeir Miles og Davis voru báðir handteknir og hafa síðan þá verið ákærðir fyrir morð. Miller hefur allan tímann verið frjáls ferða sinna. „Hef lært mína lexíu“ Ýmsir hafa þó haft uppi efasemdir um rétt Miller til að taka þátt í nýliðavalinu. Háskólinn í Alabama segir Miller vera vitni sem aðstoðaði lögregluna og að hann hafi aldrei verið grunaður um lögbrot. Á blaðamannafundi útskýrði Miller hvað hann hefur sagt við þau félög sem hafa sýnt honum áhuga. „Ég hef sagt að ég hafi lært mína lexíu. Maður þarf alltaf að vera meðvitaður um umhverfi sitt og hverjir það eru sem eru í kringum þig. Mér líður eins og þetta kvöld hefði getað breytt ferli mínum á einu augabragði,“ sagði Miller. Alabamaháskólinn ákvað að Miller gæti áfram stundað nám sitt í skólanum og leikið með körfuboltaliði hans. Þetta byggði skólinn á þeim staðreyndum sem hann fékk á sitt borð. „Brandon hefur aðstoðað lögregluna frá upphafi. Þetta er sorglegt mál. Við getum ekki stjórnað því hvað leikmennirnir gera þegar þeir eru ekki á æfingum, enginn vissi að þetta myndi gerast. Nemendur í háskóla fara út á lífið,“ sagði Nate Oats þjálfari körfuknattleiksliðs Alabamaháskóla. „Brandon var ekki hluti af þessu máli, hann var bara á röngum stað á röngum tíma. Ég er viss um að njósnarar NBA-liðanna hafa unnið sína heimavinnu.“
NBA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjá meira