Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Máni Snær Þorláksson skrifar 22. júní 2023 22:25 Íslandsbanki hefur þegið boðið fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu með samkomulagi um sátt. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til kauphallarinnar. Þar segir að með sáttinni sé bankinn að fallast á mat fjármálaeftirlitsins um að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning framkvæmd útboðsins. Á það einkum við hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum sem sagt aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna. Innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi auk þess ekki verið fullnægjandi og skortur hafi verið á áhættumiðuðu eftirliti með hljóðritunum. Einnig telur fjármálaeftirlitið að Íslandsbanki hefði átt að gera sérstakt áhættumat í tengslum við útboðið. Þá hafi bankinn ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum við framkvæmd útboðsins. „Er það niðurstaða fjármálaeftirlitsins að brot bankans samkvæmt framangreindu hafi verið alvarleg,“ segir í tilkynningunni. Rúmur milljarður í sekt Með samkomulaginu fellst Íslandsbanki á greiða sekt að fjárhæð 1,16 milljarða króna. Þá gengst bankinn við því að hafa brotið gegn tilteknum ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga og laga um fjármálafyrirtæki í tengslum við söluferlið. Einnig skuldbindur Íslandsbanki sig til þess að gera nánar tilgreindar úrbætur og fela innri endurskoðanda og stjórn að staðfesta hvernig þeim er mætt með fullnægjandi hætti fyrir 1. nóvember 2023. Afkomuspár batna þrátt fyrir sektina Á öðrum ársfjórðungi 2023 mun Íslandsbanki gjaldfæra 860 milljónir króna vegna þessa en bankinn gjaldfærði 300 milljónir króna vegna sama atburðar í ársuppgjöri 2022. Þrátt fyrir þetta er áætlað að afkoma Íslandsbanka fyrir annan ársfjórðung verði frá 5,8 milljörðum króna upp í 6,5 milljarða. Fram kemur í annarri tilkynningu bankans til kauphallarinnar að það jafngildi arðsemi eigin fjár á bilinu 10,7 upp í 12,1 prósent á ársgrundvelli. Um er að ræða bætingu á afkomuspá Íslandsbanka, sem gerði upphaflega ráð fyrir arðsemi upp á tíu til ellefu prósent á árinu. Uppgjör bankans fyrir annan ársfjórðung ársins 2023 verður birt eftir lokun markaða þann 27. júlí næstkomandi. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Seðlabankinn Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til kauphallarinnar. Þar segir að með sáttinni sé bankinn að fallast á mat fjármálaeftirlitsins um að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning framkvæmd útboðsins. Á það einkum við hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum sem sagt aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna. Innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi auk þess ekki verið fullnægjandi og skortur hafi verið á áhættumiðuðu eftirliti með hljóðritunum. Einnig telur fjármálaeftirlitið að Íslandsbanki hefði átt að gera sérstakt áhættumat í tengslum við útboðið. Þá hafi bankinn ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum við framkvæmd útboðsins. „Er það niðurstaða fjármálaeftirlitsins að brot bankans samkvæmt framangreindu hafi verið alvarleg,“ segir í tilkynningunni. Rúmur milljarður í sekt Með samkomulaginu fellst Íslandsbanki á greiða sekt að fjárhæð 1,16 milljarða króna. Þá gengst bankinn við því að hafa brotið gegn tilteknum ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga og laga um fjármálafyrirtæki í tengslum við söluferlið. Einnig skuldbindur Íslandsbanki sig til þess að gera nánar tilgreindar úrbætur og fela innri endurskoðanda og stjórn að staðfesta hvernig þeim er mætt með fullnægjandi hætti fyrir 1. nóvember 2023. Afkomuspár batna þrátt fyrir sektina Á öðrum ársfjórðungi 2023 mun Íslandsbanki gjaldfæra 860 milljónir króna vegna þessa en bankinn gjaldfærði 300 milljónir króna vegna sama atburðar í ársuppgjöri 2022. Þrátt fyrir þetta er áætlað að afkoma Íslandsbanka fyrir annan ársfjórðung verði frá 5,8 milljörðum króna upp í 6,5 milljarða. Fram kemur í annarri tilkynningu bankans til kauphallarinnar að það jafngildi arðsemi eigin fjár á bilinu 10,7 upp í 12,1 prósent á ársgrundvelli. Um er að ræða bætingu á afkomuspá Íslandsbanka, sem gerði upphaflega ráð fyrir arðsemi upp á tíu til ellefu prósent á árinu. Uppgjör bankans fyrir annan ársfjórðung ársins 2023 verður birt eftir lokun markaða þann 27. júlí næstkomandi.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Seðlabankinn Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira