Icefjord and Olafsbay Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 23. júní 2023 14:30 Frá Ólafsvík bárust gleðileg tíðindi nýverið. Happy, happy, joy, joy! Þar var setur upp regnbogastígur sem sver sig í ætt við ófáa slíka stíga víðsvegar um landið. Það er vissulega gaman að fagna fjölbreytni þótt frumleikinn sé ekki í fyrirrúmi, svo apar maður sem aðrir apar. En það er auðvitað engan veginn gagnrýnivert enda erum við mannskepnur af öpum komnar. En ekki er nóg með að regnbogastígur fái að auka litaflóru bæjarins heldur var auk þess sett upp einkar sómasamlegt skilti við stíginn sem hvetur fólk til að láta vel hvort að öðru. Á því stendur „KISS PLEASE“. Nú skal ósagt látið hvers eðlis sá kossinn á að vera enda fylgir það ekki sögunni. Vekur hér auðvitað athygli að skilaboðin eru höfð á ensku. Sú staðreynd vekur vissulega til umhugsunar, eða gæti vakið einhverja til umhugsunar. Af hverju enska? Af hverju ekki íslenska? Og eftir smá vangaveltur verður það augljóst, kristaltært og fullskýrt, jafn augljóst og loftið sem við öndum að okkur. Mörlandinn hefir hingað til ekki verið þekktur fyrir heitar tilfinningar. Það er vart að það renni í honum blóðið blessuðum. Er því ekki að undra það að skilti hvar mælst er til að fólk láti vel að hvort öðru og kyssist, hvort sem það deilir þá munnvatni eður ei, sé á meira sexí máli en íslenskunni er nokkurn tímann fært að vera. Ég meina mál sem státar af jafn lítt kynþokkafullu orði og kynþokkafullur er klárlega ekki brúkhæft. Það er og mesta furða að Íslendingar hafi getað tímgast gegnum tíðna. Engin furða þótt svona mörg börn hafi komið undir í ölæði. Það er því fullkomlega eðlilegt að splæsa í skilti á ensku, því mmmm...lostfagra máli, enda afar lítill þokki af íslenskunni. Sannlega segi ég yður að ekki fyllist ég löngun til að kyssa mann og annan sé mælt til mín á frónlensku. En sé það gert á ensku fæ ég allt að því ballfró á staðnum. Segir mér hugur að skilti sem þetta sé einkar gott og auki ást og fegurð til muna í Ólafsvík, nei afsakið Olafsbay. Helvíti framsýnn bæjarstjóri þar á ferð. Ættum við á Vestfjörðum sannlega að taka okkur þennan mæta mann til fyrirmyndar og er því ráð að byrja á því leggja af hin lummulegu heiti Vestfirðir, Ísafjörður og Súðavík og byrja að notast við Westfjords, Icefjord and Ship´s side Bay. Það er ekki hægt að ætlast til þess að nokkur maður sé fær um að bera þessi orð fram nema sá hinn sami sé svo óheppinn að fæðast með íslenska og leim tungu. Biðst ég því og afsökunar á því að ég berji þennan texta saman á því tacky máli sem Icelandic er og lofa því að bæta mig í English héðan í frá. Höfundur er búsettur á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Snæfellsbær Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Frá Ólafsvík bárust gleðileg tíðindi nýverið. Happy, happy, joy, joy! Þar var setur upp regnbogastígur sem sver sig í ætt við ófáa slíka stíga víðsvegar um landið. Það er vissulega gaman að fagna fjölbreytni þótt frumleikinn sé ekki í fyrirrúmi, svo apar maður sem aðrir apar. En það er auðvitað engan veginn gagnrýnivert enda erum við mannskepnur af öpum komnar. En ekki er nóg með að regnbogastígur fái að auka litaflóru bæjarins heldur var auk þess sett upp einkar sómasamlegt skilti við stíginn sem hvetur fólk til að láta vel hvort að öðru. Á því stendur „KISS PLEASE“. Nú skal ósagt látið hvers eðlis sá kossinn á að vera enda fylgir það ekki sögunni. Vekur hér auðvitað athygli að skilaboðin eru höfð á ensku. Sú staðreynd vekur vissulega til umhugsunar, eða gæti vakið einhverja til umhugsunar. Af hverju enska? Af hverju ekki íslenska? Og eftir smá vangaveltur verður það augljóst, kristaltært og fullskýrt, jafn augljóst og loftið sem við öndum að okkur. Mörlandinn hefir hingað til ekki verið þekktur fyrir heitar tilfinningar. Það er vart að það renni í honum blóðið blessuðum. Er því ekki að undra það að skilti hvar mælst er til að fólk láti vel að hvort öðru og kyssist, hvort sem það deilir þá munnvatni eður ei, sé á meira sexí máli en íslenskunni er nokkurn tímann fært að vera. Ég meina mál sem státar af jafn lítt kynþokkafullu orði og kynþokkafullur er klárlega ekki brúkhæft. Það er og mesta furða að Íslendingar hafi getað tímgast gegnum tíðna. Engin furða þótt svona mörg börn hafi komið undir í ölæði. Það er því fullkomlega eðlilegt að splæsa í skilti á ensku, því mmmm...lostfagra máli, enda afar lítill þokki af íslenskunni. Sannlega segi ég yður að ekki fyllist ég löngun til að kyssa mann og annan sé mælt til mín á frónlensku. En sé það gert á ensku fæ ég allt að því ballfró á staðnum. Segir mér hugur að skilti sem þetta sé einkar gott og auki ást og fegurð til muna í Ólafsvík, nei afsakið Olafsbay. Helvíti framsýnn bæjarstjóri þar á ferð. Ættum við á Vestfjörðum sannlega að taka okkur þennan mæta mann til fyrirmyndar og er því ráð að byrja á því leggja af hin lummulegu heiti Vestfirðir, Ísafjörður og Súðavík og byrja að notast við Westfjords, Icefjord and Ship´s side Bay. Það er ekki hægt að ætlast til þess að nokkur maður sé fær um að bera þessi orð fram nema sá hinn sami sé svo óheppinn að fæðast með íslenska og leim tungu. Biðst ég því og afsökunar á því að ég berji þennan texta saman á því tacky máli sem Icelandic er og lofa því að bæta mig í English héðan í frá. Höfundur er búsettur á Ísafirði.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar