„Ummæli mín sverta ekki íslenska knattspyrnu, svona dómgæsla gerir það“ Aron Guðmundsson skrifar 23. júní 2023 15:39 Bríet Bragadóttir dæmdi leik Vals og ÍBV í síðasta mánuði og gagnrýndi Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, frammistöðu hennar. Vísir/Samsett mynd Knattspyrnudeild ÍBV hefur verið látið sæta sekt að upphæð 100 þúsund krónum vegna opinberra ummæla formanns knattspyrnudeildar félagsins, Daníels Geirs Moritz, sem eru talin vega að heiðarleika og heilindum dómarans í leik Vals og ÍBV í Bestu deild kvenna í síðasta mánuði. Umrædd ummæli lét Daníel Geir falla í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter og birti hann í þeirri færslu texta sem og myndband af atviki í leik Vals og ÍBV. „Olga Sevcoca er leikmaður ÍBV. Hún er frá Lettlandi. Allar götur síðan hún kom til Íslands hefur mátt sparka í hana af meiri krafti en aðra leikmenn. Í gær sleppir dómari af ásetningi vítaspyrnu þar sem Olga er spörkuð niður. Þetta er ekki tilviljun en algjörlega óþolandi," skrifaði Daníel Geir í umræddi færslu. Ummælin voru tekin fyrir á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 13. júní síðastliðinn og er það mat nefndarinnar að Daníel hafi með færslu sinni vegið að heiðarleika og heillindum dómara leiksins, Bríeti Bragadóttur, og séu til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu. Stendur við orð sín Í tengslum við ákvörðun sína tekur aga- og úrskurðarnefnd KSÍ meðal annars til greina bréf Daníels Geirs til nefndarinnar, bréf sem nefndarmenn segja ekki bera merki iðrunar vegna hinnar kærðu „ósæmilegu framkomu.“ Í bréfinu, sem birt er með úrskurði nefndarinnar, segist Daníel standa við orð sín þess efnis að dómari leiksins hafi af ásetningi sleppt því að dæma víti í umræddum leik. „Í dómari leiksins sér atvikið mjög vel en ákveður að dæma vitlaust gegn betri vitund. Þarna er ekki hægt að skýla sér á bakvið mistök, rétt eins og urðu í leik Stjörnunnar og ÍBV á dögunum þar sem dómari sá ekki atvik. Dómarinn sér þetta mjög vel en dæmir ekki víti.“ Daníel segir ummæli sín ekki sverta íslenska knattspyrnu. „En svona dómgæsla gerir það og hafði þetta neikvæð áhrif á það lið sem ég er í forsvari fyrir. Ég hlýt að mega benda á það.“ Úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ má lesa í heild sinni hér. Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Umrædd ummæli lét Daníel Geir falla í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter og birti hann í þeirri færslu texta sem og myndband af atviki í leik Vals og ÍBV. „Olga Sevcoca er leikmaður ÍBV. Hún er frá Lettlandi. Allar götur síðan hún kom til Íslands hefur mátt sparka í hana af meiri krafti en aðra leikmenn. Í gær sleppir dómari af ásetningi vítaspyrnu þar sem Olga er spörkuð niður. Þetta er ekki tilviljun en algjörlega óþolandi," skrifaði Daníel Geir í umræddi færslu. Ummælin voru tekin fyrir á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 13. júní síðastliðinn og er það mat nefndarinnar að Daníel hafi með færslu sinni vegið að heiðarleika og heillindum dómara leiksins, Bríeti Bragadóttur, og séu til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu. Stendur við orð sín Í tengslum við ákvörðun sína tekur aga- og úrskurðarnefnd KSÍ meðal annars til greina bréf Daníels Geirs til nefndarinnar, bréf sem nefndarmenn segja ekki bera merki iðrunar vegna hinnar kærðu „ósæmilegu framkomu.“ Í bréfinu, sem birt er með úrskurði nefndarinnar, segist Daníel standa við orð sín þess efnis að dómari leiksins hafi af ásetningi sleppt því að dæma víti í umræddum leik. „Í dómari leiksins sér atvikið mjög vel en ákveður að dæma vitlaust gegn betri vitund. Þarna er ekki hægt að skýla sér á bakvið mistök, rétt eins og urðu í leik Stjörnunnar og ÍBV á dögunum þar sem dómari sá ekki atvik. Dómarinn sér þetta mjög vel en dæmir ekki víti.“ Daníel segir ummæli sín ekki sverta íslenska knattspyrnu. „En svona dómgæsla gerir það og hafði þetta neikvæð áhrif á það lið sem ég er í forsvari fyrir. Ég hlýt að mega benda á það.“ Úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ má lesa í heild sinni hér.
Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira