Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2023 22:44 Sæmundur Ólason, trillukarl í Grímsey. Bátur hans, Óli Óla, sést við bryggjuna. Egill Aðalsteinsson Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. Í fréttum Stöðvar 2 var Grímsey heimsótt, nyrsta verstöð Íslands, en þar byggir samfélagið á sjósókn. Sæmundur Ólason er meðal þeirra sem stunda strandveiði sumarsins. „Maí er yfirleitt mjög lélegur og jafnvel fyrriparturinn af júní. Búið að vera mjög erfitt, bæði út af veðráttu, svo bara vantar fisk á slóðina. Hann er ekkert að ganga hingað fyrr en, eins og ég segi, um miðjan júní. En við kvörtum ekkert,“ segir Sæmundur. Horft yfir höfnina í Grímsey.Egill Aðalsteinsson Í Grímsey hafa menn áhyggjur af því að strandveiðikvótinn klárist of snemma. „Besti tíminn er framundan. Og það er svolítið súrt að heyra að það sé jafnvel bara fyrsta vikan í júlí, og jafnvel ekki. Við vitum ekkert hvenær stoppið kemur.“ Um tíu strandveiðibátar eru gerðir út frá Grímsey. Einnig kemur þangað fjöldi aðkomubáta, sennilega annar eins. Sæmundur segir að í gegnum tíðina hafi þetta einkum verið bátar af Eyjafjarðarsvæðinu, frá Dalvík, Grenivík, Ólafsfirði og jafnvel Siglufirði. Séð yfir meginhluta byggðarinnar.Egill Aðalsteinsson Íbúar Grímseyjar teljast núna 55 talsins. Sjálfur er Sæmundur uppalinn í eynni en segist hafa gert margar tilraunir til þess að fara. „Ég held ég sé þrisvar sinnum búinn að tæma húsið og farið í burtu. En það er eitthvað sem dregur mig alltaf til baka. Og ég er hættur að reyna að fara. Ég er bara búinn að gefast upp fyrir því og verð bara hérna,“ segir trillukarlinn Sæmundur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akureyri Sjávarútvegur Grímsey Tengdar fréttir Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var Grímsey heimsótt, nyrsta verstöð Íslands, en þar byggir samfélagið á sjósókn. Sæmundur Ólason er meðal þeirra sem stunda strandveiði sumarsins. „Maí er yfirleitt mjög lélegur og jafnvel fyrriparturinn af júní. Búið að vera mjög erfitt, bæði út af veðráttu, svo bara vantar fisk á slóðina. Hann er ekkert að ganga hingað fyrr en, eins og ég segi, um miðjan júní. En við kvörtum ekkert,“ segir Sæmundur. Horft yfir höfnina í Grímsey.Egill Aðalsteinsson Í Grímsey hafa menn áhyggjur af því að strandveiðikvótinn klárist of snemma. „Besti tíminn er framundan. Og það er svolítið súrt að heyra að það sé jafnvel bara fyrsta vikan í júlí, og jafnvel ekki. Við vitum ekkert hvenær stoppið kemur.“ Um tíu strandveiðibátar eru gerðir út frá Grímsey. Einnig kemur þangað fjöldi aðkomubáta, sennilega annar eins. Sæmundur segir að í gegnum tíðina hafi þetta einkum verið bátar af Eyjafjarðarsvæðinu, frá Dalvík, Grenivík, Ólafsfirði og jafnvel Siglufirði. Séð yfir meginhluta byggðarinnar.Egill Aðalsteinsson Íbúar Grímseyjar teljast núna 55 talsins. Sjálfur er Sæmundur uppalinn í eynni en segist hafa gert margar tilraunir til þess að fara. „Ég held ég sé þrisvar sinnum búinn að tæma húsið og farið í burtu. En það er eitthvað sem dregur mig alltaf til baka. Og ég er hættur að reyna að fara. Ég er bara búinn að gefast upp fyrir því og verð bara hérna,“ segir trillukarlinn Sæmundur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akureyri Sjávarútvegur Grímsey Tengdar fréttir Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10