„Neyðin er mikil hjá gæludýrum á Íslandi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. júní 2023 07:45 Formaður Dýrfinnu hvetur fólk í leit að gæludýrum á heimilið til þess að ættleiða eldri dýr. Dýraathvörf eru full af dýrum sem vantar ný heimili. Vísir/Vilhelm Dýraathvörf hérlendis fyrir heimilislaus dýr eru full og tilvikum þar sem gæludýr eru skilin eftir á vergangi fer fjölgandi. Þetta segir formaður Dýrfinnu, sem segir neyðina mikla og hvetur fjölskyldur til þess að íhuga frekar að taka að sér eldri dýr frekar en þau yngri. Húsnæðismarkaðurinn og strangar reglur um gæludýrahald spili stóran þátt í neyð dýranna. „Neyðin er mikil hjá gæludýrum á Íslandi og það vilja allir kettlinga og hvolpa á meðan dýr sem eru eldri en eins árs sitja eftir,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Fjölda dýra í athvörfum nú rekur hún til vinsælda gæludýra í heimsfaraldrinum en einnig til strangra reglna um gæludýrahald. „Við erum að sjá mikið meira um það núna að fólk er að losa sig við dýrin og fólk virðist meðal annars vera farið að skilja dýr eftir úti og eftir faraldurinn höfum við til dæmis fundið ketti á vergangi sem eru ógeldir, ómerktir og hafa ekki farið í neinar læknisheimsóknir sem brýtur auðvitað gegn kattasamþykktum allra sveitarfélaga.“ Hún segir gæludýrahald ekki leyfilegt í stærstum hluta leiguíbúða. „Og við vitum um dæmi þar sem fólk sem átt hefur gæludýr í leiguíbúð í mörg ár þarf skyndilega að gefa frá sér fjölskyldumeðlimi til þess að lenda hreinlega ekki á götunni. Erlendis gera leigusalar víða samning við leigutaka um greiðslu ef gæludýr valda skemmdum. Það væri breyting til batnaðar að sjá þetta hér af því að þetta eru engin villidýr, þetta eru gæludýr.“ Anna Margrét hvetur þá sem eru í leit að gæludýrum til þess að taka að sér eldri dýr.Vísir Hvetur fólk til að íhuga að taka að sér eldri dýr Anna hvetur fólk til þess að koma gæludýrum sínum fyrir á viðeigandi stað ef það er ekki lengur pláss fyrir þau á heimilum. Hægt sé að tala við hina ýmsu aðila líkt og Kattholt, Villiketti og Dýrahjálp Íslands þar sem alltaf sé vilji til að finna út úr málunum. „Það að taka að sér dýr sem er orðið eins árs eða eldra getur verið miklu auðveldara, meira gefandi go skemmtilegra en að taka að sér ungviði,“ segir Anna og segir fleiri upplýsingar fyrir hendi um það hvers konar karakter viðkomandi gæludýr sé. „Kettlingar til dæmis eiga enn eftir að mótast og eru oft teknir of snemma af læðunni og hafa þá ekki fengið alla kennsluna sem þeir þurfa. Þá lendir fólk í atferlisvandamálum þar sem kettlingar til að mynda stökkva á alla sem labba fram hjá og bíta í ökkla. Kettlingar þurfa gríðarlega mikla örvun og umhverfisþjálfun, sem er ekki fyrir alla.“ Eldri dýr þurfi ekki eins mikla yfirsetu og umsjá. „Og eru gjörn á að sýna þakklæti sitt og skila því margfalt til baka til nýrra eigenda.“ Gæludýr Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
„Neyðin er mikil hjá gæludýrum á Íslandi og það vilja allir kettlinga og hvolpa á meðan dýr sem eru eldri en eins árs sitja eftir,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Fjölda dýra í athvörfum nú rekur hún til vinsælda gæludýra í heimsfaraldrinum en einnig til strangra reglna um gæludýrahald. „Við erum að sjá mikið meira um það núna að fólk er að losa sig við dýrin og fólk virðist meðal annars vera farið að skilja dýr eftir úti og eftir faraldurinn höfum við til dæmis fundið ketti á vergangi sem eru ógeldir, ómerktir og hafa ekki farið í neinar læknisheimsóknir sem brýtur auðvitað gegn kattasamþykktum allra sveitarfélaga.“ Hún segir gæludýrahald ekki leyfilegt í stærstum hluta leiguíbúða. „Og við vitum um dæmi þar sem fólk sem átt hefur gæludýr í leiguíbúð í mörg ár þarf skyndilega að gefa frá sér fjölskyldumeðlimi til þess að lenda hreinlega ekki á götunni. Erlendis gera leigusalar víða samning við leigutaka um greiðslu ef gæludýr valda skemmdum. Það væri breyting til batnaðar að sjá þetta hér af því að þetta eru engin villidýr, þetta eru gæludýr.“ Anna Margrét hvetur þá sem eru í leit að gæludýrum til þess að taka að sér eldri dýr.Vísir Hvetur fólk til að íhuga að taka að sér eldri dýr Anna hvetur fólk til þess að koma gæludýrum sínum fyrir á viðeigandi stað ef það er ekki lengur pláss fyrir þau á heimilum. Hægt sé að tala við hina ýmsu aðila líkt og Kattholt, Villiketti og Dýrahjálp Íslands þar sem alltaf sé vilji til að finna út úr málunum. „Það að taka að sér dýr sem er orðið eins árs eða eldra getur verið miklu auðveldara, meira gefandi go skemmtilegra en að taka að sér ungviði,“ segir Anna og segir fleiri upplýsingar fyrir hendi um það hvers konar karakter viðkomandi gæludýr sé. „Kettlingar til dæmis eiga enn eftir að mótast og eru oft teknir of snemma af læðunni og hafa þá ekki fengið alla kennsluna sem þeir þurfa. Þá lendir fólk í atferlisvandamálum þar sem kettlingar til að mynda stökkva á alla sem labba fram hjá og bíta í ökkla. Kettlingar þurfa gríðarlega mikla örvun og umhverfisþjálfun, sem er ekki fyrir alla.“ Eldri dýr þurfi ekki eins mikla yfirsetu og umsjá. „Og eru gjörn á að sýna þakklæti sitt og skila því margfalt til baka til nýrra eigenda.“
Gæludýr Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira