Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar kemur fram að lögreglu hafi verið tilkynnt um málið um fjögur leytið í nótt og hélt hún þegar á vettvang, en sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á slysadeild.
Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki við fleiru að bæta en kemur fram í tilkynningu lögreglu. Árásarmaðurinn er Íslendingur.
Þá er brotaþoli einnig karlmaður á þrítugsaldri, en ástand hans er mjög alvarlegt. Meintur árásarmaður var handtekinn skammt frá vettvangi, en krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum síðar í dag.
Rannsókn málsins er á frumstigi og segir lögregla ekki hægt veita frekar upplýsingar að svo stöddu. Lögregla muni gefa frá sér frekari upplýsingar þegar þær liggja fyrir.