„Ég held hann hefði ekki getað hitt hann mikið betur“ Jón Már Ferro skrifar 24. júní 2023 16:59 Arnar var sáttur með sigurinn í Eyjum. Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson var ánægður en stóískur eftir þriggja marka sigur Vals gegn ÍBV í Bestu deild karla. Þrátt fyrir öruggan sigur að lokum fannst Arnari leikurinn vera jafnari en tölurnar gefa til kynna. „Já. Engin spurning. Við töluðum um fyrir leik að þetta yrði mjög erfiður leikur sem raunin varð. Þótt tölurnar segja 3-0 þá var þetta mjög jafn leikur og við áttum nokkur upphlaup í fyrri hálfleik, þar sem við vorum að spila á móti erfiðum vindi. Það lægði aðeins í seinni hálfleik og þá sýndum við smá hvað við getum gert. Stórglæsilegt þetta fyrsta mark. Svo var markið hjá Aroni Jó. Hann hittir hann ágætlega held ég. En þetta var leikur sem hefði getað fallið báðum megin. Sem betur fer vorum við vinnusamir, duglegir og sýndum þau gæði sem við höfum. Svo vorum við mjög duglegir varnarlega. Það er það sem skilaði þessu,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Vals. Það var rok í Vestmannaeyjum í dag eins og svo oft áður. Leikirnir þar verða oft mikill barningur og minna um fagurfræði. Barátta og vinnusemi í bland við gæði skilaði Hlíðarendapiltum þremur stigum. „Við töluðum um fyrir leikinn að það sem væri númer eitt, tvö og þrjú að menn myndu veru tilbúnir að leggja sig fram, hlaupa og djöflast. Þetta yrði ekkert fallegur fótbolti. Þetta yrði mikið um langa bolta og kýla boltanum fram en það kæmi eflaust einhver móment sem við gætum tekið boltann niður og gætum þá sýnt smá glefsur í það sem við getum. Það var ekki oft í dag vegna þess að völlurinn hvorki bíður upp á það né veðrið,“ segir Arnar. Aron Jóhannsson skoraði glæsilegt mark og sannaði gæði sín enn og aftur. „Ég held hann hefði ekki getað hitt hann mikið betur. Svo var hann þokkalega fastur líka. Þetta var alvöru! Kiddi hitti hann ekki eins fast, það var allavega nóg. Hann setti hann á lofti. Þessir strákar hafa gríðarleg fótboltaleg gæði. Ekki bara þessi heldur flestir í liðinu. Þess vegna skiptir máli ef við ætlum alla leið. Þá þurfa menn að vera duglegir og vinnusamir. Hlaupa og djöflast fyrir samherjan og ekki hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Það finnst mér alltaf vera meira og meira í okkar liði. Þess vegna erum við að safna stigum. Þegar menn átta sig á því að það er liðsheildin sem skiptir öllu máli og þegar þú ert með mikið af góðum einstaklingum í liðinu þá munu alltaf einhverjir skína. Það gerðu það svo sannarlega nokkrir í dag,“ segir Arnar að lokum. Valur ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthað er og unnu einkar öruggan sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 24. júní 2023 15:55 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Sjá meira
„Já. Engin spurning. Við töluðum um fyrir leik að þetta yrði mjög erfiður leikur sem raunin varð. Þótt tölurnar segja 3-0 þá var þetta mjög jafn leikur og við áttum nokkur upphlaup í fyrri hálfleik, þar sem við vorum að spila á móti erfiðum vindi. Það lægði aðeins í seinni hálfleik og þá sýndum við smá hvað við getum gert. Stórglæsilegt þetta fyrsta mark. Svo var markið hjá Aroni Jó. Hann hittir hann ágætlega held ég. En þetta var leikur sem hefði getað fallið báðum megin. Sem betur fer vorum við vinnusamir, duglegir og sýndum þau gæði sem við höfum. Svo vorum við mjög duglegir varnarlega. Það er það sem skilaði þessu,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Vals. Það var rok í Vestmannaeyjum í dag eins og svo oft áður. Leikirnir þar verða oft mikill barningur og minna um fagurfræði. Barátta og vinnusemi í bland við gæði skilaði Hlíðarendapiltum þremur stigum. „Við töluðum um fyrir leikinn að það sem væri númer eitt, tvö og þrjú að menn myndu veru tilbúnir að leggja sig fram, hlaupa og djöflast. Þetta yrði ekkert fallegur fótbolti. Þetta yrði mikið um langa bolta og kýla boltanum fram en það kæmi eflaust einhver móment sem við gætum tekið boltann niður og gætum þá sýnt smá glefsur í það sem við getum. Það var ekki oft í dag vegna þess að völlurinn hvorki bíður upp á það né veðrið,“ segir Arnar. Aron Jóhannsson skoraði glæsilegt mark og sannaði gæði sín enn og aftur. „Ég held hann hefði ekki getað hitt hann mikið betur. Svo var hann þokkalega fastur líka. Þetta var alvöru! Kiddi hitti hann ekki eins fast, það var allavega nóg. Hann setti hann á lofti. Þessir strákar hafa gríðarleg fótboltaleg gæði. Ekki bara þessi heldur flestir í liðinu. Þess vegna skiptir máli ef við ætlum alla leið. Þá þurfa menn að vera duglegir og vinnusamir. Hlaupa og djöflast fyrir samherjan og ekki hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Það finnst mér alltaf vera meira og meira í okkar liði. Þess vegna erum við að safna stigum. Þegar menn átta sig á því að það er liðsheildin sem skiptir öllu máli og þegar þú ert með mikið af góðum einstaklingum í liðinu þá munu alltaf einhverjir skína. Það gerðu það svo sannarlega nokkrir í dag,“ segir Arnar að lokum.
Valur ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthað er og unnu einkar öruggan sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 24. júní 2023 15:55 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthað er og unnu einkar öruggan sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 24. júní 2023 15:55