Biðleikur hafinn í Rússlandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2023 12:02 Jón Ólafsson, prófessor, segir atburði gærdagsins sýna fram á óöryggi æðstu ráðamanna í Rússlandi. Vísir/Arnar Prófessor í Rússlandsfræðum, segir að endalok uppreisnar Wagner liða í Rússlandi í gær hafi verið allra hagur, bæði stjórnvalda í landinu sem og leiðtoga Wagner hópsins. Hann segir málinu ekki lokið, um sé að ræða biðleik. Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins tilkynnti síðdegis í gær að hópurinn hefði látið af uppreisn sinni í Rússlandi og sagðist hann hafa komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó forseta Belarús um að hann myndi flytjast til Belarús og þá yrði öllum liðsmönnum Wagner veitt sakaruppgjöf. Jón Ólafsson, prófessor í Rússlandsfræðum, var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið neðar í fréttinni. Jón segir niðurstöðu gærdagsins vera allra hag, bæði Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og leiðtoga Wagner hópsins. „Að því leytinu til að það urðu ekki átök, Prigozhin kemst upp með þetta í bili og Pútín vinnur tíma. Ef þetta hefði verið óleyst til dæmis í dag, skulum segja að Wagner liðar hefðu stoppað og komið sér fyrir og beðið átekta. Það hefði verið pattstaða til lengri tíma, það hefði verið gjörsamlega vonlaus staða fyrir Pútín.“ Of snemmt að segja til um framtíð Pútíns Jón segir viðbrögð Rússlandsforseta við uppreisninni í gær sýna óöryggi hans en forsetinn ávarpaði þjóðina í gærmorgun og sagði Wagner liða vera landráðamenn. „Hann sá greinilega nauðsyn þess að þjappa fólki saman og nota þau tæki sem hann er bestur í sem eru sjónvarpstæki þjóðarinnar. Það sýnir að hann tók þetta alvarlega.“ Ljóst sé að hann hafi ekki haft fullkomna stjórn á atburðarásinni. Of snemmt sé að segja að um sé að ræða upphaf að endalokum valdatíðar Pútíns. „En það er öryggisleysi á æðstu stöðum í Kreml og það er áhugavert að frá upphafi stríðsins hafa ekki orðið nein veruleg mannaskipti. Pútín hefur ekki farið í að gera hreinsanir af neinu tagi, heldur heldur sig við sama fólkið og þolað gagnrýni Prigozhin, sem sýnir að hans öryggi í því að stjórna liðinu í kringum sig er takmarkað. Leiðtogi sem hefði meira öryggi væri búinn að gera breytingar.“ Jón segir málinu ekki lokið þrátt fyrir að Wagner liðar hafi bundið enda á uppreisn sína í gær. „Þetta er hins vegar held ég ekki búið. Wagner hópurinn er enn að auglýsa eftir fólki og þeir eru ekki alveg að ganga inn á það að vera skráðir hjá varnarmálaráðuneytinu og hvað á Prigozhin að gera? Sitja í Minsk og ráðleggja Lukashenko? Þetta er ekki staða sem mun haldast, þetta er biðleikur.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins tilkynnti síðdegis í gær að hópurinn hefði látið af uppreisn sinni í Rússlandi og sagðist hann hafa komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó forseta Belarús um að hann myndi flytjast til Belarús og þá yrði öllum liðsmönnum Wagner veitt sakaruppgjöf. Jón Ólafsson, prófessor í Rússlandsfræðum, var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið neðar í fréttinni. Jón segir niðurstöðu gærdagsins vera allra hag, bæði Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og leiðtoga Wagner hópsins. „Að því leytinu til að það urðu ekki átök, Prigozhin kemst upp með þetta í bili og Pútín vinnur tíma. Ef þetta hefði verið óleyst til dæmis í dag, skulum segja að Wagner liðar hefðu stoppað og komið sér fyrir og beðið átekta. Það hefði verið pattstaða til lengri tíma, það hefði verið gjörsamlega vonlaus staða fyrir Pútín.“ Of snemmt að segja til um framtíð Pútíns Jón segir viðbrögð Rússlandsforseta við uppreisninni í gær sýna óöryggi hans en forsetinn ávarpaði þjóðina í gærmorgun og sagði Wagner liða vera landráðamenn. „Hann sá greinilega nauðsyn þess að þjappa fólki saman og nota þau tæki sem hann er bestur í sem eru sjónvarpstæki þjóðarinnar. Það sýnir að hann tók þetta alvarlega.“ Ljóst sé að hann hafi ekki haft fullkomna stjórn á atburðarásinni. Of snemmt sé að segja að um sé að ræða upphaf að endalokum valdatíðar Pútíns. „En það er öryggisleysi á æðstu stöðum í Kreml og það er áhugavert að frá upphafi stríðsins hafa ekki orðið nein veruleg mannaskipti. Pútín hefur ekki farið í að gera hreinsanir af neinu tagi, heldur heldur sig við sama fólkið og þolað gagnrýni Prigozhin, sem sýnir að hans öryggi í því að stjórna liðinu í kringum sig er takmarkað. Leiðtogi sem hefði meira öryggi væri búinn að gera breytingar.“ Jón segir málinu ekki lokið þrátt fyrir að Wagner liðar hafi bundið enda á uppreisn sína í gær. „Þetta er hins vegar held ég ekki búið. Wagner hópurinn er enn að auglýsa eftir fólki og þeir eru ekki alveg að ganga inn á það að vera skráðir hjá varnarmálaráðuneytinu og hvað á Prigozhin að gera? Sitja í Minsk og ráðleggja Lukashenko? Þetta er ekki staða sem mun haldast, þetta er biðleikur.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira