Innlent

Lög­regla skoðar upp­tökur af á­rásinni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögregla segir að skýrslutöku hins grunaða sé lokið.
Lögregla segir að skýrslutöku hins grunaða sé lokið. Vísir/Vilhelm

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu skoðar nú mynd­bands­upp­tökur skemmti­staðarins þar sem maður lést eftir líkams­á­rás í mið­borg Reykja­víkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna.

Ei­ríkur Val­berg, lög­reglu­full­trúi hjá mið­lægri rann­sóknar­deild, stað­festir í sam­tali við Vísi að búið sé að taka skýrslu af hinum grunaða í málinu. Áður hefur verið greint frá því að hinn látni hafi verið litáískur. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins.

Ei­ríkur segir að ekkert bendi til þess að á­rásina hafi mátt rekja til þjóð­ernis mannsins. Aðdragandinn sé enn til rannsóknar. 

Hann segir hinn látna hafa verið bú­settan hér á landi. Þá segist Eiríkur ekki geta stað­fest að að­eins eitt högg hafi orðið manninum að bana, líkt og DV full­yrðir, né heldur að sá grunaði sé hnefa­leika­kappi.

Enn sé lög­regla að ræða við vitni að á­rásinni. Ei­ríkur segir tölu­verðan fjölda hafa verið inni á skemmti­staðnum þegar á­rásin átti sér stað. Málið sé ó­líkt öðrum mann­dráps­málum sem lög­regla hafi til rann­sóknar.

Ei­ríkur stað­festir jafn­framt að lög­regla fari nú yfir mynd­bands­upp­tökur úr eftir­lits­mynda­véla­kerfi skemmti­staðarins. Frekari upp­lýsingar verði gefnar um rann­sóknina þegar þær liggi fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×