Innlent

Skjálftar í Kötlu

Eiður Þór Árnason skrifar
Ekki er óvenjulegt að skjálftar mælist í Mýrdalsjökli.
Ekki er óvenjulegt að skjálftar mælist í Mýrdalsjökli. VÍSIR/HARALDUR GUÐJÓNSSON

Óvenjumikil skjálftavirkni hefur verið í Kötlu í Mýrdalsjökli frá því í gær og hafa þrír skjálftar yfir 3,0 að stærð mælst þar á rúmum sólarhring. Minna hefur verið um skjálfta síðdegis í dag og er enginn gosórói sjáanlegur. Ekki er óalgengt að skjálftar finnist á þessu svæði.

Skjálfti að stærð 3,8 mældist um klukkan 8:12 í gærmorgun og fylgdu nokkrir skjálftar þar á eftir, sá stærsti 3,3 að stærð klukkan 8:23. Þá mældist einn 3,0 að stærð fyrr í dag. Ekki hefur verið vart við þessa skjálfta í byggð, að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Óljóst sé hvað valdi og áfram verði fylgst með svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×