Sáttin birt: Flokkuðu fjárfesta ranglega, tóku ekki upp símtöl og villtu um fyrir Bankasýslunni Árni Sæberg skrifar 26. júní 2023 09:23 Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Hún hefur sagst ekki íhuga stöðu sína hjá bankanum. Þá mun hún ekki ræða við fjölmiðla í dag heldur er fjölmiðlum beint á netfangið pr@islandsbanki.is. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn hefur birt samkomulag við Íslandsbanka um að ljúka máli bankans vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Meðal þess sem kemur fram í samkomulaginu er að stjórn bankans og bankastjóri hafi ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit með fullnægjandi hætti. Þá voru átta almennir fjárfestar flokkaðir sem sem fagfjárfestar með röngum hætti. Sáttina, sem er 96 blaðsíðna löng, má lesa hér. Í henni felst að Íslandsbanki greiðir 1.160 milljónir króna í sekt. Í samantekt segir að niðurstaða fjármálaeftirlitsins hafi verið að stjórn og bankastjóri Íslandsbanka hafi ekki með fullnægjandi hætti innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit sem tryggir skilvirka og varfærna stjórnun, sem birtist meðal annars í því að ekki var tryggt að bankinn uppfyllti lagakröfur sem gilda um veitingu fjárfestingarþjónustu og fylgni við innri reglur sem stjórn hans hefur sett. Skjalfesti ekki greiningu á hagsmunaárekstrum Meðal brota sem lýst er í sáttinni eru að Íslandsbanki hljóðritaði ekki símtöl, veitti viðskiptavinum rangar upplýsingar um skilmála útboðsins og fylgdi ekki skilyrðum laga við mat á umsóknum viðskiptavina um að teljast fagfjárfestar. Þá greip bankinn ekki til fullnægjandi ráðstafana til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra, svo sem í tengslum við þátttöku stjórnenda og starfsmanna bankans í útboðinu og með fullnægjandi aðskilnaði starfssviða, og bankinn gerði ekki áhættumat í tengslum við aðkomu sína að söluferlinu. Átta almennir fjárfestar fengu að taka þátt Líkt og flestir vita var seinna útboð Íslandsbanka lokað almennum fjárfestum og aðeins svokallaðir fagfjárfestar og stofnanafjárfestar máttu taka þátt í því. Íslandsbanki flokkaði átta viðskiptavini, sem voru almennir fjárfestar, sem fagfjárfesta án þess að skilyrði laga til þess hafi verið uppfyllt, hafði ýmist frumkvæði að og/eða hvatti viðskiptavini til að óska eftir því að fá stöðu fagfjárfestis og þar með afsala sér þeirri réttarvernd sem flokkun sem almennur fjárfestir veitir. Bankinn breytti jafnframt flokkun viðskiptavina sem tóku þátt í útboði sem einungis var ætlað hæfum fjárfestum eftir að það hófst og allt fram að uppgjöri viðskipta. Enn fremur vanrækti bankinn að framfylgja innri reglum og verklagi sem hann hefur sett sér við flokkun viðskiptavina. Hvorki hljóðritaði né varðveitti símtöl Íslandsbanki braut gegn lagaskyldum sem á honum hvíla þegar hann hvorki hljóðritaði né varðveitti símtalsupptökur ásamt því að hafa ekki gripið til allra tiltækra ráðstafana til að tryggja að starfsmenn ættu aðeins í samskiptum við viðskiptavini sem bankinn gæti varðveitt og afritað. Þá beitti bankinn ekki áhættumiðuðu eftirliti, hæfilegu að umfangi, með upptökum og skrám um viðskipti og fyrirmæli, en hlítni við reglur um hljóðupptökur hafði verið viðvarandi vandamál hjá málsaðila um langt skeið. Villtu um fyrir Bankasýslunni Íslandsbanki veitti Bankasýslu ríkisins villandi upplýsingar um fyrirliggjandi tilboð í tilboðsbókinni sem lögð var fyrir Bankasýsluna að kvöldi 22. mars 2022 með því að upplýsa ekki um að almennir fjárfestar stæðu að baki tilboði eignastýringar málsaðila og að tilboðin hefðu verið lögð fram með sama hætti og tilboð viðskiptavina verðbréfamiðlunar og fyrirtækjaráðgjafar. Þar af leiðandi fékk Bankasýslan ekki upplýsingar um nöfn þátttakenda og fjárhæð tilboða frá hverjum og einum þrátt fyrir að upplýsingar þess efnis lægju fyrir hjá bankanum. Bankasýslu ríkisins voru einnig veittar villandi upplýsingar um flokkun þátttakenda í útboðinu þar sem níu viðskiptavinir bankans sem stóðu að baki tilboðum í tilboðsbókinni sem lögð var til grundvallar rökstuddu mati Bankasýslunnar til fjármála- og efnahagsráðherra voru ekki flokkaðir sem fagfjárfestar á því tímamarki. Þá veitti bankinn viðskiptavinum eignastýringar rangar og villandi upplýsingar, gegn betri vitund, í níu tilfellum um að lágmarksfjárhæð tilboða í útboðinu væri tuttugu milljónir króna þegar ekki var um slíka skilmála að ræða. Starfaði ekki heiðarlega Í sáttinni segir segir að Íslandsbanki hafi ekki uppfyllt að öllu leyti skylduna til að starfa heiðarlega, af sanngirni og fagmennsku í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, með trúverðugleika fjármálamarkaðarins og hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi við undirbúning og framkvæmd útboðsins. Með þeirri háttsemi að bjóða almennum fjárfestum að taka þátt í útboði sem eingöngu var ætlað hæfum fjárfestum hafi bankinn ekki virt útboðsskilmála Bankasýslunnar og gætti því ekki að hagsmunum hennar af því að farið væri að skilmálum útboðsins. Um sölu á ríkiseign hafi verið að ræða og voru hlutabréf í bankanum sjálfum boðin til sölu, sem hefði átt að leiða til þess að málsaðili vandaði sérstaklega til verka við framkvæmd þess. „Háttsemi málsaðila er til þess fallin að hafa skaðleg áhrif á traust og trúverðugleika fjármálamarkaða. Háttsemi málsaðila sem lýst hefur verið felur í sér alvarleg brot á mikilvægum ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga og lögum um fjármálafyrirtæki.“ Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali við Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka. Bjarney Anna Bjarnadóttir, fjárfestatengill hjá bankanum, segir hvorki Birnu né nokkurn annan hjá bankanum munu tjá sig um sáttina í dag. Fyrirspurnum fjölmiðla skuli beint á netfangið pr@islandsbanki.is. Uppfært klukkan 13:48 Finnur Árnason, formaður stjórnar Íslandsbanka, hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna skýrslunnar það sem af er degi. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengd skjöl Samkomulag_um_satt_PDF4.6MBSækja skjal Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir það ekki Íslandsbanka að birta sáttina Birting sáttar sem Íslandsbanki gerði við Fjármálaeftirlitið strandar ekki á undirskrift stjórnenda bankans samkvæmt svörum frá samskiptastjóra. Skrifað var undir sáttina í gær og verður hún væntanlega gerð opinber á morgun. Þá skýrist meðal annars hvort kaup eiginmanns samskiptastjóra í bankanum hafi verið lögleg. 25. júní 2023 14:47 Skorar á stjórnendur Íslandsbanka að birta sáttina í dag Menningar- og viðskiptaráðherra skorar á stjórnendur Íslandsbanka að birta sátt sem bankinn gerði við Fjármálaeftirlitið, ekki síðar en í dag. Hún segir framkomu stjórnenda bankans í garð almennings einkennast af virðingarleysi. 25. júní 2023 12:03 Háttsemi ISB haft „skaðleg áhrif á traust og trúverðugleika“ fjármálamarkaða Stjórn og bankastjóri Íslandsbanka sýndi af sér „athafnaleysi vegna viðvarandi annmarka“ á skráningu og varðveislu símtala þegar hann seldi hluti ríkisins í sjálfum sér auk þess sem stjórnarhættir bankans bera „vott um skort á áhættuvitund,“ að mati fjármálaeftirlits Seðlabankans. Eftirlitið telur brot Íslandsbanka benda til „veikleika í innra eftirlitskerfi“ hans og að háttsemin sé til þess fallin að hafa „skaðleg áhrif á traust og trúverðugleika fjármálamarkaða.“ 26. júní 2023 09:59 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Sáttina, sem er 96 blaðsíðna löng, má lesa hér. Í henni felst að Íslandsbanki greiðir 1.160 milljónir króna í sekt. Í samantekt segir að niðurstaða fjármálaeftirlitsins hafi verið að stjórn og bankastjóri Íslandsbanka hafi ekki með fullnægjandi hætti innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit sem tryggir skilvirka og varfærna stjórnun, sem birtist meðal annars í því að ekki var tryggt að bankinn uppfyllti lagakröfur sem gilda um veitingu fjárfestingarþjónustu og fylgni við innri reglur sem stjórn hans hefur sett. Skjalfesti ekki greiningu á hagsmunaárekstrum Meðal brota sem lýst er í sáttinni eru að Íslandsbanki hljóðritaði ekki símtöl, veitti viðskiptavinum rangar upplýsingar um skilmála útboðsins og fylgdi ekki skilyrðum laga við mat á umsóknum viðskiptavina um að teljast fagfjárfestar. Þá greip bankinn ekki til fullnægjandi ráðstafana til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra, svo sem í tengslum við þátttöku stjórnenda og starfsmanna bankans í útboðinu og með fullnægjandi aðskilnaði starfssviða, og bankinn gerði ekki áhættumat í tengslum við aðkomu sína að söluferlinu. Átta almennir fjárfestar fengu að taka þátt Líkt og flestir vita var seinna útboð Íslandsbanka lokað almennum fjárfestum og aðeins svokallaðir fagfjárfestar og stofnanafjárfestar máttu taka þátt í því. Íslandsbanki flokkaði átta viðskiptavini, sem voru almennir fjárfestar, sem fagfjárfesta án þess að skilyrði laga til þess hafi verið uppfyllt, hafði ýmist frumkvæði að og/eða hvatti viðskiptavini til að óska eftir því að fá stöðu fagfjárfestis og þar með afsala sér þeirri réttarvernd sem flokkun sem almennur fjárfestir veitir. Bankinn breytti jafnframt flokkun viðskiptavina sem tóku þátt í útboði sem einungis var ætlað hæfum fjárfestum eftir að það hófst og allt fram að uppgjöri viðskipta. Enn fremur vanrækti bankinn að framfylgja innri reglum og verklagi sem hann hefur sett sér við flokkun viðskiptavina. Hvorki hljóðritaði né varðveitti símtöl Íslandsbanki braut gegn lagaskyldum sem á honum hvíla þegar hann hvorki hljóðritaði né varðveitti símtalsupptökur ásamt því að hafa ekki gripið til allra tiltækra ráðstafana til að tryggja að starfsmenn ættu aðeins í samskiptum við viðskiptavini sem bankinn gæti varðveitt og afritað. Þá beitti bankinn ekki áhættumiðuðu eftirliti, hæfilegu að umfangi, með upptökum og skrám um viðskipti og fyrirmæli, en hlítni við reglur um hljóðupptökur hafði verið viðvarandi vandamál hjá málsaðila um langt skeið. Villtu um fyrir Bankasýslunni Íslandsbanki veitti Bankasýslu ríkisins villandi upplýsingar um fyrirliggjandi tilboð í tilboðsbókinni sem lögð var fyrir Bankasýsluna að kvöldi 22. mars 2022 með því að upplýsa ekki um að almennir fjárfestar stæðu að baki tilboði eignastýringar málsaðila og að tilboðin hefðu verið lögð fram með sama hætti og tilboð viðskiptavina verðbréfamiðlunar og fyrirtækjaráðgjafar. Þar af leiðandi fékk Bankasýslan ekki upplýsingar um nöfn þátttakenda og fjárhæð tilboða frá hverjum og einum þrátt fyrir að upplýsingar þess efnis lægju fyrir hjá bankanum. Bankasýslu ríkisins voru einnig veittar villandi upplýsingar um flokkun þátttakenda í útboðinu þar sem níu viðskiptavinir bankans sem stóðu að baki tilboðum í tilboðsbókinni sem lögð var til grundvallar rökstuddu mati Bankasýslunnar til fjármála- og efnahagsráðherra voru ekki flokkaðir sem fagfjárfestar á því tímamarki. Þá veitti bankinn viðskiptavinum eignastýringar rangar og villandi upplýsingar, gegn betri vitund, í níu tilfellum um að lágmarksfjárhæð tilboða í útboðinu væri tuttugu milljónir króna þegar ekki var um slíka skilmála að ræða. Starfaði ekki heiðarlega Í sáttinni segir segir að Íslandsbanki hafi ekki uppfyllt að öllu leyti skylduna til að starfa heiðarlega, af sanngirni og fagmennsku í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, með trúverðugleika fjármálamarkaðarins og hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi við undirbúning og framkvæmd útboðsins. Með þeirri háttsemi að bjóða almennum fjárfestum að taka þátt í útboði sem eingöngu var ætlað hæfum fjárfestum hafi bankinn ekki virt útboðsskilmála Bankasýslunnar og gætti því ekki að hagsmunum hennar af því að farið væri að skilmálum útboðsins. Um sölu á ríkiseign hafi verið að ræða og voru hlutabréf í bankanum sjálfum boðin til sölu, sem hefði átt að leiða til þess að málsaðili vandaði sérstaklega til verka við framkvæmd þess. „Háttsemi málsaðila er til þess fallin að hafa skaðleg áhrif á traust og trúverðugleika fjármálamarkaða. Háttsemi málsaðila sem lýst hefur verið felur í sér alvarleg brot á mikilvægum ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga og lögum um fjármálafyrirtæki.“ Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali við Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka. Bjarney Anna Bjarnadóttir, fjárfestatengill hjá bankanum, segir hvorki Birnu né nokkurn annan hjá bankanum munu tjá sig um sáttina í dag. Fyrirspurnum fjölmiðla skuli beint á netfangið pr@islandsbanki.is. Uppfært klukkan 13:48 Finnur Árnason, formaður stjórnar Íslandsbanka, hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna skýrslunnar það sem af er degi. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengd skjöl Samkomulag_um_satt_PDF4.6MBSækja skjal
Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir það ekki Íslandsbanka að birta sáttina Birting sáttar sem Íslandsbanki gerði við Fjármálaeftirlitið strandar ekki á undirskrift stjórnenda bankans samkvæmt svörum frá samskiptastjóra. Skrifað var undir sáttina í gær og verður hún væntanlega gerð opinber á morgun. Þá skýrist meðal annars hvort kaup eiginmanns samskiptastjóra í bankanum hafi verið lögleg. 25. júní 2023 14:47 Skorar á stjórnendur Íslandsbanka að birta sáttina í dag Menningar- og viðskiptaráðherra skorar á stjórnendur Íslandsbanka að birta sátt sem bankinn gerði við Fjármálaeftirlitið, ekki síðar en í dag. Hún segir framkomu stjórnenda bankans í garð almennings einkennast af virðingarleysi. 25. júní 2023 12:03 Háttsemi ISB haft „skaðleg áhrif á traust og trúverðugleika“ fjármálamarkaða Stjórn og bankastjóri Íslandsbanka sýndi af sér „athafnaleysi vegna viðvarandi annmarka“ á skráningu og varðveislu símtala þegar hann seldi hluti ríkisins í sjálfum sér auk þess sem stjórnarhættir bankans bera „vott um skort á áhættuvitund,“ að mati fjármálaeftirlits Seðlabankans. Eftirlitið telur brot Íslandsbanka benda til „veikleika í innra eftirlitskerfi“ hans og að háttsemin sé til þess fallin að hafa „skaðleg áhrif á traust og trúverðugleika fjármálamarkaða.“ 26. júní 2023 09:59 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Segir það ekki Íslandsbanka að birta sáttina Birting sáttar sem Íslandsbanki gerði við Fjármálaeftirlitið strandar ekki á undirskrift stjórnenda bankans samkvæmt svörum frá samskiptastjóra. Skrifað var undir sáttina í gær og verður hún væntanlega gerð opinber á morgun. Þá skýrist meðal annars hvort kaup eiginmanns samskiptastjóra í bankanum hafi verið lögleg. 25. júní 2023 14:47
Skorar á stjórnendur Íslandsbanka að birta sáttina í dag Menningar- og viðskiptaráðherra skorar á stjórnendur Íslandsbanka að birta sátt sem bankinn gerði við Fjármálaeftirlitið, ekki síðar en í dag. Hún segir framkomu stjórnenda bankans í garð almennings einkennast af virðingarleysi. 25. júní 2023 12:03
Háttsemi ISB haft „skaðleg áhrif á traust og trúverðugleika“ fjármálamarkaða Stjórn og bankastjóri Íslandsbanka sýndi af sér „athafnaleysi vegna viðvarandi annmarka“ á skráningu og varðveislu símtala þegar hann seldi hluti ríkisins í sjálfum sér auk þess sem stjórnarhættir bankans bera „vott um skort á áhættuvitund,“ að mati fjármálaeftirlits Seðlabankans. Eftirlitið telur brot Íslandsbanka benda til „veikleika í innra eftirlitskerfi“ hans og að háttsemin sé til þess fallin að hafa „skaðleg áhrif á traust og trúverðugleika fjármálamarkaða.“ 26. júní 2023 09:59