Reglur um hljóðupptökur viðvarandi vandamál hjá Íslandsbanka Árni Sæberg skrifar 26. júní 2023 11:39 Upptökubúnaður er ekki notaður sem skyldi í höfuðstöðvum Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Í sátt um greiðslu sektar Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum kemur fram að bankinn hafi brotið ákvæði laga um markaði fyrir fjármálagerninga, með því að skrá ekki og varðveita símtalsupptökur vegna 162 símtala sem starfsmenn hans áttu í tengslum við útboðið. Í athugun fjármálaeftirlitsins var tekið til skoðunar hvort Íslandsbanki hafi uppfyllt skyldur um skráningu og varðveislu símtala og annarra rafrænna samskipta. Í sáttinni segir að slíkum reglum sé ætlað að efla vernd fjárfesta, bæta markaðseftirlit og auka réttarvissu í þágu verðbréfafyrirtækja og viðskiptavina þeirra. Með símtalsupptökum og öðrum skrám um samskipti sé hægt að færa sönnur á fyrirmæli viðskiptavina og gera eftirlitsaðilum kleift að sinna eftirliti með að farið hafi verið að lögum og reglum í starfseminni. Skyldan um varðveislu á símtalsupptökum og öðrum rafrænum samskiptum gildi um allan búnað sem verðbréfafyrirtæki lætur starfsmanni í té eða heimilar að nota. Verðbréfafyrirtæki eigi að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að notaður sé búnaður sem það hefur ekki heimilað notkun á. Aðeins tólf prósent símatala hljóðrituð Í hlutverki bankans sem umsjónaraðila í útboði Bankasýslu ríkisins vegna sölu á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í honum, fólst meðal annars að hafa samband við viðskiptavini og bjóða þeim að vera þátttakendur í útboðinu. Í því skyni áttu starfsmenn Íslandsbanka í samskiptum við viðskiptavini á degi útboðsins, hinn 22. mars 2022. Nánar tiltekið var tölvupóstur sendur á tiltekna viðskiptavini bankans þar sem vakin var athygli á útboðinu og þeim boðin þátttaka í því. Í kjölfarið áttu starfsmenn bankans símtöl við þessa viðskiptavini, oftast að frumkvæði bankans, til þess að vekja athygli á útboðinu og tölvupóstinum sem sendur var á viðskiptavinina vegna þess. „Af gögnum málsins má ráða að starfsmenn Verðbréfamiðlunar hringdu 86 símtöl á útboðsdegi til viðskiptavina og hugsanlegra þátttakenda í útboðinu. Af þeim símtölum voru þrjú hljóðrituð. Starfsmenn Eignastýringar áttu 88 samskonar símtöl og voru 19 af þeim hljóðrituð. Þá átti Fyrirtækjaráðgjöf 10 símtöl af þessu tagi og var ekkert þeirra hljóðritað,“ segir í sáttinni. Það gerir aðeins 22 af 184 símtölum, sem voru hljóðrituð eða aðeins tólf prósent. Ekkert breyttist þrátt fyrir ítrekaðar aðfinnslur regluvarðar Í áfangaskýrslu innri endurskoðanda Íslandsbanka er fjallað um langvarandi vandamál hjá bankanum vegna skorts á hlítni við ákvæði laga og innri reglna um rekjanleika samskipta vegna viðskipta með fjármálagerninga. Í kafla viðauka við skýrsluna, þar sem fjallað er um vanrækslu starfsmanna verðbréfamiðlunar og eignastýringar á því að tryggja að símtöl við viðskiptavini í útboðinu séu tekin upp, kemur fram að regluvarsla hafi reglulega bent á þennan veikleika. Tekið er fram að ítrekaðar ábendingar og fræðsla af hálfu regluvörslu virðist ekki hafa dugað til að breyta starfsháttunum. Fjármálaeftirlitið skoðaði ársskýrslur regluvörslu fyrir árin 2019, 2020 og 2021 þar sem fram koma ítrekaðar athugasemdir og úrbótakröfur sem varða símanotkun og símtalsupptökur. Regluvörður Íslandsbanka þegar útboðið fór fram, Rut Gunnarsdóttir, sagði starfi sínu lausu í mars þessa árs. Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Íslandsbanki Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Í athugun fjármálaeftirlitsins var tekið til skoðunar hvort Íslandsbanki hafi uppfyllt skyldur um skráningu og varðveislu símtala og annarra rafrænna samskipta. Í sáttinni segir að slíkum reglum sé ætlað að efla vernd fjárfesta, bæta markaðseftirlit og auka réttarvissu í þágu verðbréfafyrirtækja og viðskiptavina þeirra. Með símtalsupptökum og öðrum skrám um samskipti sé hægt að færa sönnur á fyrirmæli viðskiptavina og gera eftirlitsaðilum kleift að sinna eftirliti með að farið hafi verið að lögum og reglum í starfseminni. Skyldan um varðveislu á símtalsupptökum og öðrum rafrænum samskiptum gildi um allan búnað sem verðbréfafyrirtæki lætur starfsmanni í té eða heimilar að nota. Verðbréfafyrirtæki eigi að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að notaður sé búnaður sem það hefur ekki heimilað notkun á. Aðeins tólf prósent símatala hljóðrituð Í hlutverki bankans sem umsjónaraðila í útboði Bankasýslu ríkisins vegna sölu á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í honum, fólst meðal annars að hafa samband við viðskiptavini og bjóða þeim að vera þátttakendur í útboðinu. Í því skyni áttu starfsmenn Íslandsbanka í samskiptum við viðskiptavini á degi útboðsins, hinn 22. mars 2022. Nánar tiltekið var tölvupóstur sendur á tiltekna viðskiptavini bankans þar sem vakin var athygli á útboðinu og þeim boðin þátttaka í því. Í kjölfarið áttu starfsmenn bankans símtöl við þessa viðskiptavini, oftast að frumkvæði bankans, til þess að vekja athygli á útboðinu og tölvupóstinum sem sendur var á viðskiptavinina vegna þess. „Af gögnum málsins má ráða að starfsmenn Verðbréfamiðlunar hringdu 86 símtöl á útboðsdegi til viðskiptavina og hugsanlegra þátttakenda í útboðinu. Af þeim símtölum voru þrjú hljóðrituð. Starfsmenn Eignastýringar áttu 88 samskonar símtöl og voru 19 af þeim hljóðrituð. Þá átti Fyrirtækjaráðgjöf 10 símtöl af þessu tagi og var ekkert þeirra hljóðritað,“ segir í sáttinni. Það gerir aðeins 22 af 184 símtölum, sem voru hljóðrituð eða aðeins tólf prósent. Ekkert breyttist þrátt fyrir ítrekaðar aðfinnslur regluvarðar Í áfangaskýrslu innri endurskoðanda Íslandsbanka er fjallað um langvarandi vandamál hjá bankanum vegna skorts á hlítni við ákvæði laga og innri reglna um rekjanleika samskipta vegna viðskipta með fjármálagerninga. Í kafla viðauka við skýrsluna, þar sem fjallað er um vanrækslu starfsmanna verðbréfamiðlunar og eignastýringar á því að tryggja að símtöl við viðskiptavini í útboðinu séu tekin upp, kemur fram að regluvarsla hafi reglulega bent á þennan veikleika. Tekið er fram að ítrekaðar ábendingar og fræðsla af hálfu regluvörslu virðist ekki hafa dugað til að breyta starfsháttunum. Fjármálaeftirlitið skoðaði ársskýrslur regluvörslu fyrir árin 2019, 2020 og 2021 þar sem fram koma ítrekaðar athugasemdir og úrbótakröfur sem varða símanotkun og símtalsupptökur. Regluvörður Íslandsbanka þegar útboðið fór fram, Rut Gunnarsdóttir, sagði starfi sínu lausu í mars þessa árs.
Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Íslandsbanki Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira