Úkraína án Rússlands: Fyrirheitna landið Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar 26. júní 2023 14:01 Eftir á að hyggja er grein Vladímír Pútín „Um sögulega einingu Rússa og Úkraínumanna“ (2021) ætlað að rökstyðja innrás í Úkraínu. Greinin er birt á vefsíðu Kremlar þann 12. júlí 2021 (klukkan 17:00). Innrás Rússa í Úkraínu hófst 24. febrúar 2022. Í neðangreindu máli skoða ég þá réttlætingu sem Pútín teflir fram fyrir hernaðaraðgerð gegn Úkraínu, til samanburðar réttlætingar arfleifðar Ísraelsmanna í Kanaanlandi, samkvæmt 1. Mósebók. Ég mun, vel að merkja, ekki beita orðalagi Kremlar um „sérstaka hernaðaraðgerð“, sem ætti öllu heldur að teljast allsherjar aðgerð. Raunar styður grein Pútín að efni til fremur hið síðarnefnda, þar eð röksemdir hennar virðast sniðnar til réttlætingar unnins lands. Hins vegar er hugtakið „sérstök hernaðaraðgerð“ ekki merkingarlaust innan ramma þessarar réttlætingar, en rök eru leidd að því að Rússar og Úkraínumenn séu bundnir böndum að þjóðerni og sögu. Hernaðaraðgerðin skyldi þá beinast að þeim sem hyggjast rjúfa þessi bönd, innan Úkraínu og utan. Grein Pútín er enn forvitnileg fyrir þær sakir að það form réttlætingar, sem fram kemur, vísar til órofins þjóðernis Rússa og Úkraínumanna. Þetta er form erfðakenningar eða réttlætingar á erfðafræðilegum grunni. Hvers konar sundrung kæmi til undan áhrifum utanaðkomandi afla, nefnilega Vesturlanda. Í þessu samhengi leggur Pútín (2021) ekki ýkja mikla áherslu á vöxt Atlantshafsbandalagsins heldur tilbúna gjá í annars samtvinnuðu þjóðerni Rússa og Úkraínumanna. Gjáin er sniðin af Vesturlöndum, þar sem þau nýta sér pólitískar aðstæður og söguleg afglöp rússneska ríkisins. Pútín (2021) gerir grein fyrir sameiginlegum þjóðaruppruna Rússa og Úkraínumanna, en, samkvæmt Pútín, eru Rússar og Úkraínumenn ,,ein þjóð“ sprottin undan menningarlegum og trúarlegum arfi rétttrúnaðarkirkjunnar. Hins vegur hefur Vesturlöndum orðið framgengt í að sundra þessari þjóð vegna ,,okkar eigin mistaka á mismunandi tímaskeiðum“ (Pútín 2021). Auk þess ver valdastéttin í Úkraínu sjálfstæði landsins í formi afneitunar þjóðararfs þess og sögulegrar endurskoðunar, þar sem Holodomór er til að mynda lýst sem þjóðarmorði (Pútín 2021). Söguskoðun Pútín (2021) kveður ríkt á um stjórnmálatengsl Kænugarðs og Moskvu, þó á þeim forsendum að Kænugarður hafi að endingu tilheyrt rússneska ríkinu. Í tilraun sinni til að sýna fram á sögulega einingu þjóða Rússlands og Úkraínu ræðir Pútín (2021) þá ákvörðun í Kænugarði, árið 988, að taka upp kristna trú innan rétttrúnaðarhefðar. Sem Pútín (2021) enn reifar rýmkaði umráðasvæði rússneska ríkisins á 17. og 18. öld, svo að svæðið þakti Kænugarð, úkraínsk landsvæði á vinstri bakka Dnípró-árinnar og að lokum Krímskaga. Stríðinu millum Moskvu og Pólsk-litháíska samveldisins lauk með Sáttmálanum um eilífan frið, árið 1686, þá er Moskva lagði undir sig Kænugarð og úkraínsk landsvæði, kennd við Litla Rússland. Krímskagi og landsvæði meðfram Svartahafi, kennd við Nýja Rússland, voru að síðustu innlimuð í Rússland í kjölfar stríðs millum Rússlands og Tyrkjaveldis. Til áréttingar söguskoðun sinni bendir Pútín (2021) á að fornrússneska hugtakið „okraina“ merkir „jaðar“ til vísunar landamæra. Heldur Pútín (2021) því fram að heitið „Úkraína“ sé dregið af þessu hugtaki. Þessi skilningur kann hins vegar að færa afleiðis orðsifjafræði hugtaksins „Úkraína“. Það er öllu heldur dregið af austurslavneska orðinu „ukraina“, sem vísar raunar til landamæra, en gefur til kynna ákveðið landsvæði. Eftir sem áður gefur grein Pútín tilefni til að ætla að „Úkraína“ feli í sér landamæri annars lands eða ríkis. Í þessu samhengi leggur Pútín (2021) áherslu á að þau skilyrði sem nú ríkja í stjórnmálum í Úkraínu ógni Rússlandi í tilvistarfræðilegum skilningi, að því er lýtur að rússnesku þjóðerni. Pólitískar aðstæður í Úkraínu krefjist þess að Rússar innan Úkraínu afneiti eigin sjálfsmynd og uppruna. Þar að auki neyðist þeir til að andmæla Rússlandi sem óvinaríki. Ef laga á rússneskt þjóðerni að fjandsamlegu ríki Úkraínu er sú aðgerð „sambærileg að afleiðingum notkun gereyðingarvopna gegn okkur“ (Pútín 2021). Fyrir vikið muni Rússum fækka jafnvel ,,um milljónir“. Þegar öllu er á botninn hvolft er hér grunnur lagður að réttlætingu hernaðaraðgerðar gegn Úkraínu með vísan til erfðafræðilegs uppruna og tilvistarfræðilegrar ógnar þar að lútandi. Stefna um „sérstaka hernaðaraðgerð“ innan Úkraínu bregst við tilbúinni sundrungu millum Rússa og Úkraínumanna, sem eiga rætur að rekja til sama stofns. Nú tiltekur réttlæting á erfðafræðilegum grunni rétt hóps af ákveðnum uppruna til arfleifðar og valds í því tilliti. Með tilliti til landvinninga er um að ræða rétt hóps af ákveðnum uppruna til beitingar valds fyrir sakir eigin varðveislu og öryggis til yfirráða svæðis annars hóps. Sú réttlæting, sem Pútín (2021) teflir fram, er af þessum toga, en hún er sérstök að því leyti að þeir hópar er um ræðir tilheyra sama stofni, eða þeir eru jafnvel sami hópurinn. Berum því saman tvenns konar erfðakenningar til réttlætingar landvinninga, annars vegar þá sem Pútín setur fram í Kremlar grein sinni og hins vegar þá sem fram kemur í 1. Mósebók fyrir Ísraelsmenn til að leggja undir sig Kanaanland. Þessar erfðakenningar eru reistar á gagnstæðum rökum, en þær ganga hvor um sig út frá varðveislu og öryggi þess hóps er um ræðir. Réttlæting landvinninga vísar til varðveislu og öryggis þess hóps sem leggur undir sig land í þeim tilgangi. Hinir buguðu kunna þá að vera greindir frá þeim sem leggja undir sig landið. Slík er réttlæting fyrir Ísraelsmenn, samkvæmt 1. Mósebók, til að leggja undir sig Kanaanland, þar sem arfleifð er fylgt til samræmis við ætterni Abrahams. Guð hét Abraham og niðjum hans það land ,,sem þú nú býr í sem útlendingur, allt Kanaanland til ævinlegrar eignar“ (1. Mós 17.8), en við þessa tilurð Ísrael var settur fyrirvari, það er að auka ekki kyn sitt meðal Kanaaníta. Eftir sáttmála Guðs við Abraham jók Ísak, sonur Abrahams, kyn sitt ekki meðal Kanaaníta. Abraham hafði fyrirskipað Elíeser, elsta þjóni sínum, að finna viðeigandi ráðahag til handa Ísak, en konan skyldi ekki vera af dætrum Kanaaníta (1. Mós. 24.3) heldur meðal ættfólks af föðurlandi Abrahams, Mesópótamíu. Þar uppgötvar Elíeser Rebekku, verðandi eiginkonu Ísaks, innan ættliðar Abrahams. Þegar Rebekka yfirgefur heimili sitt og hefur vegferð sína til Kanaanlands, þar sem Ísak dvelur í suðri, skilur fjölskylda hennar við hana og kveður: ,,[E]ignist niðjar þínir borgarhlið fjandmanna sinna!“ (1. Mós 24.60). Með sama hætti boðar Ísak Jakob á sinn fund og fyrirskipar syni sínum að taka sér ekki konu af Kanaans dætrum (1. Mós. 28.1). Þess í stað skal Jakob taka sér konu innan síns eigin ættliðar. Ísak fleytir þá Jakob og niðjum hans fram með blessun Abrahams, til þess „að þú megir eignast það land, er þú býr í sem útlendingur og Guð gaf Abraham“ (1. Mós. 28.4). Í riti sínu, Samræða heimspekings og nemaum ensk lög (1840), ræðir Hobbes náttúrurétt Ísraelsmanna til að leggja undir sig land Kanaaníta í þágu eigin varðveislu og öryggis. Ella hefðu Ísraelsmenn ekki geta þrifist sem slíkir. Varðveisla stofns Ísraelsmanna og öryggi leggur grunn að réttlætingu til að ganga á rétt Kanaaníta sem Ísraelsmenn óttast af réttmætu tilefni (Hobbes 1840:148). En réttlæting þess að sölsa undir sig land Kanaaníta er enn fremur reist á ætterni, nefnilega þeirri bölbæn sem Kanaan sjálfur, faðir Kanaaníta, mátti þola af hendi Nóa fyrir synd föður síns, Kam. Nú hafði Kam, sonur Nóa, orðið vitni að Nóa þar sem Nói lá í nekt sinni eftir víndrykkju og sagt bræðrum sínum málavöxtu. Kanaan var fyrir vikið merktur sem þræll bræðra sinna fyrir alla tíð (1. Mós 9.21-7). Réttlæting á grunni erfða fyrir Ísraelsmenn til að leggja undir sig land Kanaaníta er byggð á rökum um varðveislu og öryggi í samhengi ólíks ætternis, þar sem annar ættleggur nýtur forgangs. Í tilviki þeirrar réttlætingar sem Pútín (2021) setur fram fyrir hernaðaraðgerð Rússa í Úkraínu er einnig gengið út frá röksemdum um varðveislu og öryggi, en aftur á móti er þar ekki um að ræða ólíka hópa heldur einn og sama hópinn, eða í öllu falli hópa af sama þjóðerni. Með atlögu úkraínska ríkisins að rússnesku þjóðerni, þar sem íbúar Úkraínu eru greindir frá Rússum, kemur fram réttlæting á erfðafræðilegum forsendum til varðveislu og öryggis hins eiginlega þjóðernis, í skilningi Pútín (2021). Rússar og Úkraínumenn eru ekki aðskildir að stofni til, en þeir hafa verið sundraðir í pólitískum aðstæðum, sem óvinurinn hefur fært sér í nyt til að festa rætur þeirrar sundrungar sem hann sjálfur hefur stuðlað að. Fjandsamlegt ríki Úkraínu setur Rússa upp á móti Rússum. Til samanburðar erfðakenningar um rétt Ísraelsmanna til fótfestu í Kanaanlandi eru röksemdir þær sem Pútín kemur fram með öndverðar. Þær hvíla á samsemd, sem ber að varðveita. Hinir buguðu tilheyra sama landsvæði og stofni og þeir sem buga þá. Fær aðskilnaður þrifist bugast stofninn gervallur. Aftur á móti nægir í erfðakenningu um Kanaanland að vísa til varðveislu niðja Abrahams. Þrátt fyrir erfðakenningu Pútín um þjóðernislega einingu er ímynd Rússa og Úkraínumanna aðskilin í samhengi stríðsins. Zelensky hefur eftirminnilega tjáð hugmynd sína um úkraínska þjóð á forsendum aðskilnaðar. Í Telegram færslu (11. sept. 2022), þar sem Zelensky ávarpar Kreml, frábiður Zelensky sér þjóðareiningu. „Heldurðu enn að við séum „ein þjóð“? […] Án gass eða án þín? Án þín. Án ljóss eða án þín? Án þín. Án vatns eða án þín? Án þín. Án matar eða án þín? Án þín“. Í ljósi þessara orða Zelensky er úkraínsk þjóð óhjákvæmilega skilin frá Rússlandi. Hins vegar er ekki endilega svo að aðgreining þjóðanna sé afleiðing innrásar Rússa í Úkraínu. Innrásin kann þó að hafa leitt fyrir sjónir ástæður til að skilja í sundur rússneskt og úkraínskt þjóðerni umfram þá söguskoðun sem var við lýði fyrir stríð. Samkvæmt Zelensky virðist glötun æskilegri en samsemd með Rússum. Nú staðhæfir Pútín, undir lok greinar sinnar, að Rússland hafi aldrei og muni aldrei standa gegn Úkraínu, þar sem ímynd þjóðarinnar sé undir borgurum landsins komin. Hafa Úkraínumenn aftur á móti ákvarðað sem svo að þeir sjálfir séu Kanaanítar, gagnvart Rússum. Tákn þessa kemur berlega fram í eyðileggingu Nova Kakhovka stíflunnar í Kherson, en áréttaði stíflan áður efnisleg tengsl hinna slavnesku þjóða. Höfundur er heimspekingur og menntunarfræðingur. Heimildir: Biblían. Heilögritning. (1981). Reykjavík: Hið íslenska Biblíufélag. Hobbes, Thomas. (1840). The English Works of Thomas Hobbes of Malmesbury. A Dialogue between a Philosopher and a Student of the Common Laws of England. Bindi VI. London: John Bohn, Henrietta Street, Covent Garden. Pútín, Vladímír. (12. júlí, 2021). “On the Historical Unity of Russians and Ukrainians”. http://en.kremlin.ru/events/president/news/66181 Zelensky, Volodymyr. (11. sept., 2022). Telegram: https://t.me/V_Zelenskiy_official/3203 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Eftir á að hyggja er grein Vladímír Pútín „Um sögulega einingu Rússa og Úkraínumanna“ (2021) ætlað að rökstyðja innrás í Úkraínu. Greinin er birt á vefsíðu Kremlar þann 12. júlí 2021 (klukkan 17:00). Innrás Rússa í Úkraínu hófst 24. febrúar 2022. Í neðangreindu máli skoða ég þá réttlætingu sem Pútín teflir fram fyrir hernaðaraðgerð gegn Úkraínu, til samanburðar réttlætingar arfleifðar Ísraelsmanna í Kanaanlandi, samkvæmt 1. Mósebók. Ég mun, vel að merkja, ekki beita orðalagi Kremlar um „sérstaka hernaðaraðgerð“, sem ætti öllu heldur að teljast allsherjar aðgerð. Raunar styður grein Pútín að efni til fremur hið síðarnefnda, þar eð röksemdir hennar virðast sniðnar til réttlætingar unnins lands. Hins vegar er hugtakið „sérstök hernaðaraðgerð“ ekki merkingarlaust innan ramma þessarar réttlætingar, en rök eru leidd að því að Rússar og Úkraínumenn séu bundnir böndum að þjóðerni og sögu. Hernaðaraðgerðin skyldi þá beinast að þeim sem hyggjast rjúfa þessi bönd, innan Úkraínu og utan. Grein Pútín er enn forvitnileg fyrir þær sakir að það form réttlætingar, sem fram kemur, vísar til órofins þjóðernis Rússa og Úkraínumanna. Þetta er form erfðakenningar eða réttlætingar á erfðafræðilegum grunni. Hvers konar sundrung kæmi til undan áhrifum utanaðkomandi afla, nefnilega Vesturlanda. Í þessu samhengi leggur Pútín (2021) ekki ýkja mikla áherslu á vöxt Atlantshafsbandalagsins heldur tilbúna gjá í annars samtvinnuðu þjóðerni Rússa og Úkraínumanna. Gjáin er sniðin af Vesturlöndum, þar sem þau nýta sér pólitískar aðstæður og söguleg afglöp rússneska ríkisins. Pútín (2021) gerir grein fyrir sameiginlegum þjóðaruppruna Rússa og Úkraínumanna, en, samkvæmt Pútín, eru Rússar og Úkraínumenn ,,ein þjóð“ sprottin undan menningarlegum og trúarlegum arfi rétttrúnaðarkirkjunnar. Hins vegur hefur Vesturlöndum orðið framgengt í að sundra þessari þjóð vegna ,,okkar eigin mistaka á mismunandi tímaskeiðum“ (Pútín 2021). Auk þess ver valdastéttin í Úkraínu sjálfstæði landsins í formi afneitunar þjóðararfs þess og sögulegrar endurskoðunar, þar sem Holodomór er til að mynda lýst sem þjóðarmorði (Pútín 2021). Söguskoðun Pútín (2021) kveður ríkt á um stjórnmálatengsl Kænugarðs og Moskvu, þó á þeim forsendum að Kænugarður hafi að endingu tilheyrt rússneska ríkinu. Í tilraun sinni til að sýna fram á sögulega einingu þjóða Rússlands og Úkraínu ræðir Pútín (2021) þá ákvörðun í Kænugarði, árið 988, að taka upp kristna trú innan rétttrúnaðarhefðar. Sem Pútín (2021) enn reifar rýmkaði umráðasvæði rússneska ríkisins á 17. og 18. öld, svo að svæðið þakti Kænugarð, úkraínsk landsvæði á vinstri bakka Dnípró-árinnar og að lokum Krímskaga. Stríðinu millum Moskvu og Pólsk-litháíska samveldisins lauk með Sáttmálanum um eilífan frið, árið 1686, þá er Moskva lagði undir sig Kænugarð og úkraínsk landsvæði, kennd við Litla Rússland. Krímskagi og landsvæði meðfram Svartahafi, kennd við Nýja Rússland, voru að síðustu innlimuð í Rússland í kjölfar stríðs millum Rússlands og Tyrkjaveldis. Til áréttingar söguskoðun sinni bendir Pútín (2021) á að fornrússneska hugtakið „okraina“ merkir „jaðar“ til vísunar landamæra. Heldur Pútín (2021) því fram að heitið „Úkraína“ sé dregið af þessu hugtaki. Þessi skilningur kann hins vegar að færa afleiðis orðsifjafræði hugtaksins „Úkraína“. Það er öllu heldur dregið af austurslavneska orðinu „ukraina“, sem vísar raunar til landamæra, en gefur til kynna ákveðið landsvæði. Eftir sem áður gefur grein Pútín tilefni til að ætla að „Úkraína“ feli í sér landamæri annars lands eða ríkis. Í þessu samhengi leggur Pútín (2021) áherslu á að þau skilyrði sem nú ríkja í stjórnmálum í Úkraínu ógni Rússlandi í tilvistarfræðilegum skilningi, að því er lýtur að rússnesku þjóðerni. Pólitískar aðstæður í Úkraínu krefjist þess að Rússar innan Úkraínu afneiti eigin sjálfsmynd og uppruna. Þar að auki neyðist þeir til að andmæla Rússlandi sem óvinaríki. Ef laga á rússneskt þjóðerni að fjandsamlegu ríki Úkraínu er sú aðgerð „sambærileg að afleiðingum notkun gereyðingarvopna gegn okkur“ (Pútín 2021). Fyrir vikið muni Rússum fækka jafnvel ,,um milljónir“. Þegar öllu er á botninn hvolft er hér grunnur lagður að réttlætingu hernaðaraðgerðar gegn Úkraínu með vísan til erfðafræðilegs uppruna og tilvistarfræðilegrar ógnar þar að lútandi. Stefna um „sérstaka hernaðaraðgerð“ innan Úkraínu bregst við tilbúinni sundrungu millum Rússa og Úkraínumanna, sem eiga rætur að rekja til sama stofns. Nú tiltekur réttlæting á erfðafræðilegum grunni rétt hóps af ákveðnum uppruna til arfleifðar og valds í því tilliti. Með tilliti til landvinninga er um að ræða rétt hóps af ákveðnum uppruna til beitingar valds fyrir sakir eigin varðveislu og öryggis til yfirráða svæðis annars hóps. Sú réttlæting, sem Pútín (2021) teflir fram, er af þessum toga, en hún er sérstök að því leyti að þeir hópar er um ræðir tilheyra sama stofni, eða þeir eru jafnvel sami hópurinn. Berum því saman tvenns konar erfðakenningar til réttlætingar landvinninga, annars vegar þá sem Pútín setur fram í Kremlar grein sinni og hins vegar þá sem fram kemur í 1. Mósebók fyrir Ísraelsmenn til að leggja undir sig Kanaanland. Þessar erfðakenningar eru reistar á gagnstæðum rökum, en þær ganga hvor um sig út frá varðveislu og öryggi þess hóps er um ræðir. Réttlæting landvinninga vísar til varðveislu og öryggis þess hóps sem leggur undir sig land í þeim tilgangi. Hinir buguðu kunna þá að vera greindir frá þeim sem leggja undir sig landið. Slík er réttlæting fyrir Ísraelsmenn, samkvæmt 1. Mósebók, til að leggja undir sig Kanaanland, þar sem arfleifð er fylgt til samræmis við ætterni Abrahams. Guð hét Abraham og niðjum hans það land ,,sem þú nú býr í sem útlendingur, allt Kanaanland til ævinlegrar eignar“ (1. Mós 17.8), en við þessa tilurð Ísrael var settur fyrirvari, það er að auka ekki kyn sitt meðal Kanaaníta. Eftir sáttmála Guðs við Abraham jók Ísak, sonur Abrahams, kyn sitt ekki meðal Kanaaníta. Abraham hafði fyrirskipað Elíeser, elsta þjóni sínum, að finna viðeigandi ráðahag til handa Ísak, en konan skyldi ekki vera af dætrum Kanaaníta (1. Mós. 24.3) heldur meðal ættfólks af föðurlandi Abrahams, Mesópótamíu. Þar uppgötvar Elíeser Rebekku, verðandi eiginkonu Ísaks, innan ættliðar Abrahams. Þegar Rebekka yfirgefur heimili sitt og hefur vegferð sína til Kanaanlands, þar sem Ísak dvelur í suðri, skilur fjölskylda hennar við hana og kveður: ,,[E]ignist niðjar þínir borgarhlið fjandmanna sinna!“ (1. Mós 24.60). Með sama hætti boðar Ísak Jakob á sinn fund og fyrirskipar syni sínum að taka sér ekki konu af Kanaans dætrum (1. Mós. 28.1). Þess í stað skal Jakob taka sér konu innan síns eigin ættliðar. Ísak fleytir þá Jakob og niðjum hans fram með blessun Abrahams, til þess „að þú megir eignast það land, er þú býr í sem útlendingur og Guð gaf Abraham“ (1. Mós. 28.4). Í riti sínu, Samræða heimspekings og nemaum ensk lög (1840), ræðir Hobbes náttúrurétt Ísraelsmanna til að leggja undir sig land Kanaaníta í þágu eigin varðveislu og öryggis. Ella hefðu Ísraelsmenn ekki geta þrifist sem slíkir. Varðveisla stofns Ísraelsmanna og öryggi leggur grunn að réttlætingu til að ganga á rétt Kanaaníta sem Ísraelsmenn óttast af réttmætu tilefni (Hobbes 1840:148). En réttlæting þess að sölsa undir sig land Kanaaníta er enn fremur reist á ætterni, nefnilega þeirri bölbæn sem Kanaan sjálfur, faðir Kanaaníta, mátti þola af hendi Nóa fyrir synd föður síns, Kam. Nú hafði Kam, sonur Nóa, orðið vitni að Nóa þar sem Nói lá í nekt sinni eftir víndrykkju og sagt bræðrum sínum málavöxtu. Kanaan var fyrir vikið merktur sem þræll bræðra sinna fyrir alla tíð (1. Mós 9.21-7). Réttlæting á grunni erfða fyrir Ísraelsmenn til að leggja undir sig land Kanaaníta er byggð á rökum um varðveislu og öryggi í samhengi ólíks ætternis, þar sem annar ættleggur nýtur forgangs. Í tilviki þeirrar réttlætingar sem Pútín (2021) setur fram fyrir hernaðaraðgerð Rússa í Úkraínu er einnig gengið út frá röksemdum um varðveislu og öryggi, en aftur á móti er þar ekki um að ræða ólíka hópa heldur einn og sama hópinn, eða í öllu falli hópa af sama þjóðerni. Með atlögu úkraínska ríkisins að rússnesku þjóðerni, þar sem íbúar Úkraínu eru greindir frá Rússum, kemur fram réttlæting á erfðafræðilegum forsendum til varðveislu og öryggis hins eiginlega þjóðernis, í skilningi Pútín (2021). Rússar og Úkraínumenn eru ekki aðskildir að stofni til, en þeir hafa verið sundraðir í pólitískum aðstæðum, sem óvinurinn hefur fært sér í nyt til að festa rætur þeirrar sundrungar sem hann sjálfur hefur stuðlað að. Fjandsamlegt ríki Úkraínu setur Rússa upp á móti Rússum. Til samanburðar erfðakenningar um rétt Ísraelsmanna til fótfestu í Kanaanlandi eru röksemdir þær sem Pútín kemur fram með öndverðar. Þær hvíla á samsemd, sem ber að varðveita. Hinir buguðu tilheyra sama landsvæði og stofni og þeir sem buga þá. Fær aðskilnaður þrifist bugast stofninn gervallur. Aftur á móti nægir í erfðakenningu um Kanaanland að vísa til varðveislu niðja Abrahams. Þrátt fyrir erfðakenningu Pútín um þjóðernislega einingu er ímynd Rússa og Úkraínumanna aðskilin í samhengi stríðsins. Zelensky hefur eftirminnilega tjáð hugmynd sína um úkraínska þjóð á forsendum aðskilnaðar. Í Telegram færslu (11. sept. 2022), þar sem Zelensky ávarpar Kreml, frábiður Zelensky sér þjóðareiningu. „Heldurðu enn að við séum „ein þjóð“? […] Án gass eða án þín? Án þín. Án ljóss eða án þín? Án þín. Án vatns eða án þín? Án þín. Án matar eða án þín? Án þín“. Í ljósi þessara orða Zelensky er úkraínsk þjóð óhjákvæmilega skilin frá Rússlandi. Hins vegar er ekki endilega svo að aðgreining þjóðanna sé afleiðing innrásar Rússa í Úkraínu. Innrásin kann þó að hafa leitt fyrir sjónir ástæður til að skilja í sundur rússneskt og úkraínskt þjóðerni umfram þá söguskoðun sem var við lýði fyrir stríð. Samkvæmt Zelensky virðist glötun æskilegri en samsemd með Rússum. Nú staðhæfir Pútín, undir lok greinar sinnar, að Rússland hafi aldrei og muni aldrei standa gegn Úkraínu, þar sem ímynd þjóðarinnar sé undir borgurum landsins komin. Hafa Úkraínumenn aftur á móti ákvarðað sem svo að þeir sjálfir séu Kanaanítar, gagnvart Rússum. Tákn þessa kemur berlega fram í eyðileggingu Nova Kakhovka stíflunnar í Kherson, en áréttaði stíflan áður efnisleg tengsl hinna slavnesku þjóða. Höfundur er heimspekingur og menntunarfræðingur. Heimildir: Biblían. Heilögritning. (1981). Reykjavík: Hið íslenska Biblíufélag. Hobbes, Thomas. (1840). The English Works of Thomas Hobbes of Malmesbury. A Dialogue between a Philosopher and a Student of the Common Laws of England. Bindi VI. London: John Bohn, Henrietta Street, Covent Garden. Pútín, Vladímír. (12. júlí, 2021). “On the Historical Unity of Russians and Ukrainians”. http://en.kremlin.ru/events/president/news/66181 Zelensky, Volodymyr. (11. sept., 2022). Telegram: https://t.me/V_Zelenskiy_official/3203
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun