Gerla hefur gegnt félagsstörfum og fjölda trúnaðarstarfa. Hún var ein af stofnendum Sambands Íslenskra Myndlistarmanna og árið 1982 var hún ein þeirra sem stóð að stofnun Kvennaframboðsins, tók þátt í borgarmálapólítíkinni í um aldfjórðung og sat meðal annars í stjórn Kjarvalsstaða, Ásmundarsafns og í Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar.
Gerla hefur víðtæka menntun á sviði myndlistar en meðal annars hefur hún hefur próf í listrænum textíl og leikmynda og búningahönnun frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam. Hún er menntuð myndlistarkennari, með masterspróf í menningarmiðlun og listfræði frá Háskóla Íslands.