Körfubolti

Dennis Rodman með sláandi yfirlýsingu um Larry Bird

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Larry Bird í leik með Boston Celtics á níunda áratugnum.
Larry Bird í leik með Boston Celtics á níunda áratugnum. Getty/Focus

Larry Bird er í margra augum besti hvíti leikmaðurinn sem hefur spilað í NBA deildinni í körfubolta frá upphafi og Bird er jafnan í hópi þeirra bestu sem hafa spilað í deildinni.

Bird var alhliða leikmaður, mikill leiðtogi, baráttuhundur og svakalegur skotmaður. Einn af þeim sem fékk oft það verkefni að dekka hann var Dennis Rodman þegar Rodman lék með Deroit Pistons.

Rodman var rómaður varnarmaður og fékk meðal annars tvisvar verðlaunin sem besti varnarmaður ársins. Rodman hefur hins vegar enga trú á því að Larry Bird gæti spilað í NBA deildinni í dag.

Hann lét hafa eftir sér að ef Bird væri að spila í dag þá hefði hann ekki komist að í NBA en væri þess í stað að spila í Evrópu.

Larry Bird náði því að vera kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar þrjú tímabili í röð (1984–1986), hann var níu sinnum valinn í lið ársins og varð þrisvar NBA-meistari með Boston Celtics, öll árin sem algjör lykilmaður.

Hann var með 24,3 stig, 10,0 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í leik á öllum ferlinum en skoraði mesta 29,9 stig í leik tímabilið 1987-88.

Það er óhætt að segja að þetta sé sláandi yfirlýsing hjá Dennis Rodman um Larry Bird en auðvitað var Bird ekki mesti íþróttamaðurinn í deildinni á sínum tíma og íþróttamennskan hefur aukist mikið síðan. Hann var hins vegar með hausinn í lagi og útsjónarsemin kom honum mjög langt.

Það fylgir sögunnni að Rodman sagði þetta þegar hann var spurðu af því hvort Bird gæti unnið LeBron James einn á einn. Það er hins vegar allt önnur spurning og kallar á allt annað svar en að henda goðsögninni út úr NBA.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×