Innlent

Stungu­á­rás á Austur­velli: Ungur á­rásar­maður „vistaður í við­eig­andi úr­ræði“

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin átti sér stað við hús á Austurvelli í gærkvöldi.
Árásin átti sér stað við hús á Austurvelli í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Líðan manns á þrítugsaldri sem varð fyrir stunguárás á bak við hús við Austurvöll í Reykjavík í gærkvöldi er eftir atvikum. Fjórir voru handteknir vegna málsins og hefur þremur þeirra nú verið sleppt. Einn, sem er ungur að árum, er vistaður í viðeigandi úrræði. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að til átaka hafi komið bakatil við hús við Austurvöll. 

„Maðurinn var fluttur á Landspítalann, gekkst þar undir aðgerð og er líðan hans eftir atvikum.

Tilkynning um málið barst lögreglu á ellefta tímanum og hélt hún þegar á vettvang, en fjórir voru handteknir í þágu málsins. Þremur þeirra var fljótlega sleppt úr haldi, en sá fjórði, sem er ungur að árum, er vistaður í viðeigandi úrræði.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni.

Greint var frá því í gærkvöldi að sá sem fyrir árásinni varð hafi hlaupið inn í mathöllina í Pósthússtræti þar sem hann hafi fengið fyrstu hjálp áður en lögregla og sjúkralið hafi komið á staðinn.

Rekstrarstjóri mathallarinnar sagði í samtali við fréttastofu maðurinn hafi verið nokkuð blóðugur þegar hann hafi komið á staðinn en allan tímann verið með meðvitund og sjálfur gengið út í sjúkrabílinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×