Innlent

Fimm ára samningur við sérgreinalækna í höfn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá undirritun samningsins síðan í hádeginu.
Frá undirritun samningsins síðan í hádeginu. Stöð 2/Einar

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti nýjan fimm ára samning sérgreinalækna við Sjúkratrygginar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Samningurinn var undirritaður í dag.

Þetta kom fram í máli Willums að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Sérgreinalæknar hafa verið án samnings í á fimmta ár. Á meðan hafa töluverðar verðhækkanir orðið hjá sérgreinalæknum.

„Þetta eru mikil tímamót. Þetta er mjög stórt samfélagspólitískt mál. Þetta er auðvitað í stjórnarsáttamála, áform um að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þetta er stór liður í því.“

Ráðherra sagði í nóvember mikilvægt að ná samningum sem fyrst. Samningurinn var staðfestur með undirritun klukkan 12:15.


Tengdar fréttir

Mikilvægt að ná samningum sem fyrst

Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná samningum við sérgreinalækna sem fyrst en sumir þeirra hafa hækkað verðskrár sínar vegna skorts á samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Það sé vont að vita til þess að það eigi að rukka allt að tvö hundruð þúsund krónur fyrir aðgerðir sem áður kostuðu mun minna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×