Erlent

Prigoz­hin kominn á áfangastað

Árni Sæberg skrifar
Jevgení Prigozhin, eigandi Wagner-hópsins, í Rostov-on-Don á laugardag. 
Jevgení Prigozhin, eigandi Wagner-hópsins, í Rostov-on-Don á laugardag.  AP

Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina.

Málaliðaher Prigozhin gerði uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum um helgina en dró sig í hlé eftir að Prigozhin náði samkomulagi við stjórnvöld í Kreml fyrir milligöngu Aleksanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands. Hluti af samkomulaginu var að hvorki Prigozhin né málaliðar hans yrðu sóttir til saka fyrir uppreisnina.

AP-fréttaveitan hefur nú eftir Lúkasjenka að Prigozhin sé kominn til Belarús og að honum og málaliðum hans væri velkomið að vera um kyrrt í landinum einhvert skeið. Það yrði þó að vera á eigin kostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×