Manndráp aðfaranótt laugardags átti sér stað á Lúx Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2023 16:52 Líkamsárás sem leiddi til þess að litháískur maður á þrítugsaldri lést átti sér stað á skemmtistaðnum Lúx. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur staðfest að alvarleg líkamsárás sem leiddi til andláts litáísks manns á laugardagsnótt átti sér stað á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti. Gæsluvarðhald yfir hinum grunaða rennur út á fimmtudag. Lögreglu barst tilkynning um klukkan fjögur aðfaranótt laugardags um líkamsárás og þegar hún mætti á vettvang var maðurinn sem ráðist var á meðvitundarlaus. Hann var fluttur á sjúkrahús og lést þar samdægurs. Sá grunaði hafði flúið af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið en var handtekinn í nágrenninu. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtudagsins 29. júní. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða óvenjulegt manndrápsmál en gat ekki gefið upp frekar að hvaða leyti. Það myndi skýrast á næstu dögum. Lúx er ekki langt frá Austurvelli en þar lenti maður í stunguárás í gærkvöldi. Árið 2017 lést einnig maður eftir stunguárás sem átti sér stað á Austurvelli.Vísir/Vilhelm Skýrslutökur klárist væntanlega á morgun Þá sagði hann lögreglu vera að vinna úr myndbandsupptökum af Lúx þar sem líkamsárásin átti sér stað. Fjöldi fólks hafi orðið vitni að árásinni og því tæki skýrslutaka langan tíma. „Það kláruðust eiginlega allar skýrslu í dag, nema út úr þeim komu upplýsingar um önnur vitni sem við þurfum að tala við . Þannig við reiknum með að klára þau vitni á morgun þannig öllum skýrslutökum ljúki þá,“ sagði Eiríkur í samtali við Vísi í dag. Hins vegar væri búið að taka skýrslu af hinum grunaða og staða hans væri enn óbreytt. Þá sagði Eiríkur jafnframt að það væri hvorki komin bráðabirgðaniðurstaða né endanleg niðurstaða úr krufningu. Lögreglumál Reykjavík Látinn eftir líkamsárás á LÚX Tengdar fréttir Lögregla skoðar upptökur af árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú myndbandsupptökur skemmtistaðarins þar sem maður lést eftir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna. 25. júní 2023 16:33 Maðurinn sem lést var frá Litáen Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. 25. júní 2023 10:11 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um klukkan fjögur aðfaranótt laugardags um líkamsárás og þegar hún mætti á vettvang var maðurinn sem ráðist var á meðvitundarlaus. Hann var fluttur á sjúkrahús og lést þar samdægurs. Sá grunaði hafði flúið af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið en var handtekinn í nágrenninu. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtudagsins 29. júní. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða óvenjulegt manndrápsmál en gat ekki gefið upp frekar að hvaða leyti. Það myndi skýrast á næstu dögum. Lúx er ekki langt frá Austurvelli en þar lenti maður í stunguárás í gærkvöldi. Árið 2017 lést einnig maður eftir stunguárás sem átti sér stað á Austurvelli.Vísir/Vilhelm Skýrslutökur klárist væntanlega á morgun Þá sagði hann lögreglu vera að vinna úr myndbandsupptökum af Lúx þar sem líkamsárásin átti sér stað. Fjöldi fólks hafi orðið vitni að árásinni og því tæki skýrslutaka langan tíma. „Það kláruðust eiginlega allar skýrslu í dag, nema út úr þeim komu upplýsingar um önnur vitni sem við þurfum að tala við . Þannig við reiknum með að klára þau vitni á morgun þannig öllum skýrslutökum ljúki þá,“ sagði Eiríkur í samtali við Vísi í dag. Hins vegar væri búið að taka skýrslu af hinum grunaða og staða hans væri enn óbreytt. Þá sagði Eiríkur jafnframt að það væri hvorki komin bráðabirgðaniðurstaða né endanleg niðurstaða úr krufningu.
Lögreglumál Reykjavík Látinn eftir líkamsárás á LÚX Tengdar fréttir Lögregla skoðar upptökur af árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú myndbandsupptökur skemmtistaðarins þar sem maður lést eftir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna. 25. júní 2023 16:33 Maðurinn sem lést var frá Litáen Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. 25. júní 2023 10:11 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Lögregla skoðar upptökur af árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú myndbandsupptökur skemmtistaðarins þar sem maður lést eftir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna. 25. júní 2023 16:33
Maðurinn sem lést var frá Litáen Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. 25. júní 2023 10:11