Knattspyrnustjarna og rappari kaupa hverfisfélagið sitt í London Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2023 07:01 Wilfried Zaha og rapparinn Stormzy hafa fest kaup á knattspyrnufélaginu AFC Croydon. Vísir/Getty Knattspyrnuleikmaðurinn Wilfried Zaha og breski rapparinn Stormzy hafa fest kaup á knattspyrnufélaginu AFC Croydon Athletic og ætla að reka það í sameiningu. Það vakti mikla athygli þegar Hollywood-stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney festu kaup á knattspyrnufélaginu Wrexham árið 2020. Félagið vann sig upp í League 2 deildina nú í vor og batt þar með enda á fimmtán ára veru sína í ensku utandeildinni. Nú ætla fleiri þekktir aðilar að feta svipaðar slóðir. Knattspyrnuleikmaðurinn Wilfried Zaha, sem leikur með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni, og breski rapparinn Stormzy hafa ásamt félaga sínum Danny Young fest kaup á knattspyrnufélaginu AFC Croydon Athletic og ætla að reka það í sameiningu. Zaha og Stormzy ólust upp í Croydon-hverfinu í London og í yfirlýsingu félagsins segir að þeir félagar séu spenntir að búa til samfélagslega eign í hverfinu sem færði þeim sjálfur sín tækifæri. CLUB ANNOUNCEMENT We are delighted to embark on a new era at AFC Croydon Athletic, subject to final FA and league approval. This has been the culmination of many months of discussions.Further details to follow in due course. pic.twitter.com/zruFM751nf— The Rams (@AFCCroydonAth) June 27, 2023 „Þeir vonast til að taka samfélagið allt með í þetta spennandi ferðalag þeirra,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. AFC Croydon Athletic var stofnað árið 2012 af stuðningsmönnum FC Croydon Athletic sem stofnað var árið 1986 undir nafninu Wandsworth & Norwood. Nafninu var breytt í FC Croydon Athletic árið 1990 en félagið fór á hausinn árið 2012. Stuðningsmenn þess stofnuðu þá nýtt félag með nánast sama nafni. Félagið leikur í níundu efstu deild á Englandi. Framtíð Zaha í ensku úrvalsdeildinni er í óvissu en samkvæmt The Guardian er samningur á borðinu frá Crystal Palace sem myndi færa honum tæpar 35 milljónir króna í vikulaun. Stormzy er fyrst og fremst vinsæll á Bretlandseyjum en hann er með 9,3 milljónir hlustenda á mánuði á Spotify. Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar Hollywood-stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney festu kaup á knattspyrnufélaginu Wrexham árið 2020. Félagið vann sig upp í League 2 deildina nú í vor og batt þar með enda á fimmtán ára veru sína í ensku utandeildinni. Nú ætla fleiri þekktir aðilar að feta svipaðar slóðir. Knattspyrnuleikmaðurinn Wilfried Zaha, sem leikur með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni, og breski rapparinn Stormzy hafa ásamt félaga sínum Danny Young fest kaup á knattspyrnufélaginu AFC Croydon Athletic og ætla að reka það í sameiningu. Zaha og Stormzy ólust upp í Croydon-hverfinu í London og í yfirlýsingu félagsins segir að þeir félagar séu spenntir að búa til samfélagslega eign í hverfinu sem færði þeim sjálfur sín tækifæri. CLUB ANNOUNCEMENT We are delighted to embark on a new era at AFC Croydon Athletic, subject to final FA and league approval. This has been the culmination of many months of discussions.Further details to follow in due course. pic.twitter.com/zruFM751nf— The Rams (@AFCCroydonAth) June 27, 2023 „Þeir vonast til að taka samfélagið allt með í þetta spennandi ferðalag þeirra,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. AFC Croydon Athletic var stofnað árið 2012 af stuðningsmönnum FC Croydon Athletic sem stofnað var árið 1986 undir nafninu Wandsworth & Norwood. Nafninu var breytt í FC Croydon Athletic árið 1990 en félagið fór á hausinn árið 2012. Stuðningsmenn þess stofnuðu þá nýtt félag með nánast sama nafni. Félagið leikur í níundu efstu deild á Englandi. Framtíð Zaha í ensku úrvalsdeildinni er í óvissu en samkvæmt The Guardian er samningur á borðinu frá Crystal Palace sem myndi færa honum tæpar 35 milljónir króna í vikulaun. Stormzy er fyrst og fremst vinsæll á Bretlandseyjum en hann er með 9,3 milljónir hlustenda á mánuði á Spotify.
Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira