Viðskipti innlent

Verð­bólgan undir níu prósent í fyrsta sinn í heilt ár

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Búist er við því að verðbólga fari lækkandi en verði áfram langt yfir markmiðum Seðlabanka.
Búist er við því að verðbólga fari lækkandi en verði áfram langt yfir markmiðum Seðlabanka. Vísir/Vilhelm

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,85 prósent milli mánaða og mældist 595,6 stig í júní. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 491,1 stig og hefur hækkað um 0,68 prósent frá því í maí.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands.

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um 1,6 prósent og verð á þjónustu hótela og veitingastaða um 2,7 prósent.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,9 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,9 prósent.

Íslandsbanki hafði spáð því að ársverðbólga myndi mælast 8,7 prósent í júní en hún hefur ekki mælst undir níu prósentum í heilt ár. Bankinn spáir því að ársverðbólga muni mælast 8,1 prósent í september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×