„Mér er bara svo misboðið“ Máni Snær Þorláksson skrifar 28. júní 2023 10:05 Björn Leví, Vilhjálmur og Helga Vala eru á meðal þeirra sem tjá sig um málið. Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. Hinn 23 ára gamli Jakub Polkowski keypti lítið einbýlishús í Keflavík gegn staðgreiðslu árið 2018. Þá var Jakub nýorðinn átján ára gamall en hann keypti húsið fyrir bætur sem hann hlaut vega alvarlegra læknamistaka. Jakub borgaði ekki fasteignagjöld, vatnsgjöld eða tryggingar af eigninni og voru heildarskuldir komnar upp í tvær og hálfa milljón þegar farið var í innheimtu. Hann segist ekki hafa vitað af því að hann þyrfti að greiða slík gjöld þar sem hann staðgreiddi húsið. „Ég bara vissi ekki að maður þyrfti að borga af húsinu þegar maður er búinn að kaupa hús,“ útskýrir hann í samtali við RÚV sem fjallaði um málið í kvöldfréttum sínum í gær. Húsið var sett á nauðungaruppboð en Jakub vissi sjálfur ekki af uppboðinu. Aðeins eitt boð var í húsið og hljóðaði það einungis upp á þrjár milljónir. Þrátt fyrir að húsið sé verðmetið á 57 milljónir var því tilboði tekið og á nú að bera Jakub og fjölskyldu út næsta föstudag. Samkvæmt frétt RÚV kom tilboðið frá útgerðarmanni í Sandgerði. Þingmenn bregðast við Það er óhætt að segja að þetta mál hefur vakið töluverða athygli í samfélaginu. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem tjáir sig um málið. Í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni bendir hún á að það hvíli leiðbeiningarskylda á stjórnvöldum samkvæmt stjórnsýslulögum. Helga Vala furðar sig á því að aðstæðurnar hjá Jakub hafi ekki verið kannaðar betur.Vísir/Vilhelm „Nú er þetta ekki slíkt milljónasamfélag að ekki sé hægt að spyrjast fyrir um aðstæður. Hvernig geti til dæmis staðið á því að einstaklingur greiðir ekki orkureikninga og fasteignagjöld af skuldlausu húsi sínu og hvaða aðstæður valdi því að hann sinni í engu boðunum stjórnvalda. Hefði verið úr vegi að prófa að hringja? Spyrjast fyrir? Kanna hvort eitthvert bréfanna hefði borist? Hvort fólk væri yfirleitt búsett þarna eða mögulega ekki á lífi? Hvernig getur slíkt sinnuleysi átt sér stað í örsamfélagi?“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig einnig á málinu. „Þetta er fáránlegt,“ segir hann á Facebook. „Þetta er það sem lyklalögin eiga að snúast um, meðal annars. Að fólk glati aldrei sínum eignarhluta.“ Björn Leví segir að það séu lög sem eigi að sjá til þess að fólkl glati ekki sínum hluta.Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, segir að Hagsmunasamtök heimilanna fordæmi framgöngu alla hlutaðeigandi í málinu en hún er formaður samtakanna. Hún segir að ef rétt hefði verið staðið að málum hefði aldrei átt að þurfa að koma til þess að svona langt yrði gengið. Þá segir Ásthildur að samtökin hafi ítrekað skorað á stjórnvöld að endurskoða lög um nauðungarsölu frá árinu 1991, þau séu fyrir löngu orðin barn síns tíma. „Dæmi sem þessi sýna fram á nauðsyn þess og er krafa samtakanna um endurskoðun viðkomandi laga því hér með ítrekuð.“ Ásthildur Lóa segir Hagsmunasamtök heimilanna fordæma framgöngu allra sem eiga hlut að málinu.Vísir/Vilhelm Vill að málið sé rannsakað Illugi Jökulsson rithöfundur tjáir sig einnig um málið. Hann segir að framganga sýslumanns sé glæpsamleg og að það verði að vinda ofan af þessu strax. Þá vill hann að Ásdísi Ármannsdóttur, sýslumanni á Suðurnesjum, sé vikið frá á meðan málið er rannsakað. „Þessi ungi maður hefur greinilega takmarkaða getu til að gæta hagsmuna sinna. Það hefði Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður átt að gera en hún lætur líðast að útgerðarmaður kaupi skuldlaust 50 milljón króna hús á 3 milljónir. Rannsaka verður tengsl sýslumannsins og útgerðarmannsins.“ Þá vill hann að farið sé í að rannsaka þetta mál tafarlaust. „Ef ráðuneyti, saksóknarar og ríkislögreglustjóri hefja ekki tafarlausa (strax í dag) rannsókn á því hvernig og hvers vegna Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður og önnur máttarvöld á Suðurnesjum gátu níðst svo á unga manninum með húsið í þágu útgerðarmanns í Sandgerði, þá eru öll þau yfirvöld einskis virði.“ Illugi Jökulsson vill að málið sé rannsakað og það strax.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, leggur einnig orð í belg á sinni Facebook-síðu „Svona gera menn ekki, enda blasir það við að þessi einstaklingur þarf hjálp og það er ekkert annað að gera en vinda ofan af þessari vitleysu,“ segir hann. Þá segist Vilhjálmur ekki trúa því að sá sem keypti eignina á þrjár milljónir hafi samvisku til að taka við henni. „Ef hægt er að láta þennan gjörning ganga til baka þá er spurning að einhver í Reykjanesbæ fái uppgefið hvað þessi einstaklingur skuldar og hefja söfnun fyrir hann til að komast á núllið.“ Vilhjálmur Birgisson segir að sér sé misboðið.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur segir svo að félagsþjónusta Reykjanesbæjar eigi að hjálpa Jakub með sín fjármál. Mikilvægt sé að hann fái alla þá aðstoð sem hann þarf. „Mér er bara svo misboðið,“ segir hann að lokum. Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Reykjanesbær Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Jakub Polkowski keypti lítið einbýlishús í Keflavík gegn staðgreiðslu árið 2018. Þá var Jakub nýorðinn átján ára gamall en hann keypti húsið fyrir bætur sem hann hlaut vega alvarlegra læknamistaka. Jakub borgaði ekki fasteignagjöld, vatnsgjöld eða tryggingar af eigninni og voru heildarskuldir komnar upp í tvær og hálfa milljón þegar farið var í innheimtu. Hann segist ekki hafa vitað af því að hann þyrfti að greiða slík gjöld þar sem hann staðgreiddi húsið. „Ég bara vissi ekki að maður þyrfti að borga af húsinu þegar maður er búinn að kaupa hús,“ útskýrir hann í samtali við RÚV sem fjallaði um málið í kvöldfréttum sínum í gær. Húsið var sett á nauðungaruppboð en Jakub vissi sjálfur ekki af uppboðinu. Aðeins eitt boð var í húsið og hljóðaði það einungis upp á þrjár milljónir. Þrátt fyrir að húsið sé verðmetið á 57 milljónir var því tilboði tekið og á nú að bera Jakub og fjölskyldu út næsta föstudag. Samkvæmt frétt RÚV kom tilboðið frá útgerðarmanni í Sandgerði. Þingmenn bregðast við Það er óhætt að segja að þetta mál hefur vakið töluverða athygli í samfélaginu. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem tjáir sig um málið. Í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni bendir hún á að það hvíli leiðbeiningarskylda á stjórnvöldum samkvæmt stjórnsýslulögum. Helga Vala furðar sig á því að aðstæðurnar hjá Jakub hafi ekki verið kannaðar betur.Vísir/Vilhelm „Nú er þetta ekki slíkt milljónasamfélag að ekki sé hægt að spyrjast fyrir um aðstæður. Hvernig geti til dæmis staðið á því að einstaklingur greiðir ekki orkureikninga og fasteignagjöld af skuldlausu húsi sínu og hvaða aðstæður valdi því að hann sinni í engu boðunum stjórnvalda. Hefði verið úr vegi að prófa að hringja? Spyrjast fyrir? Kanna hvort eitthvert bréfanna hefði borist? Hvort fólk væri yfirleitt búsett þarna eða mögulega ekki á lífi? Hvernig getur slíkt sinnuleysi átt sér stað í örsamfélagi?“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig einnig á málinu. „Þetta er fáránlegt,“ segir hann á Facebook. „Þetta er það sem lyklalögin eiga að snúast um, meðal annars. Að fólk glati aldrei sínum eignarhluta.“ Björn Leví segir að það séu lög sem eigi að sjá til þess að fólkl glati ekki sínum hluta.Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, segir að Hagsmunasamtök heimilanna fordæmi framgöngu alla hlutaðeigandi í málinu en hún er formaður samtakanna. Hún segir að ef rétt hefði verið staðið að málum hefði aldrei átt að þurfa að koma til þess að svona langt yrði gengið. Þá segir Ásthildur að samtökin hafi ítrekað skorað á stjórnvöld að endurskoða lög um nauðungarsölu frá árinu 1991, þau séu fyrir löngu orðin barn síns tíma. „Dæmi sem þessi sýna fram á nauðsyn þess og er krafa samtakanna um endurskoðun viðkomandi laga því hér með ítrekuð.“ Ásthildur Lóa segir Hagsmunasamtök heimilanna fordæma framgöngu allra sem eiga hlut að málinu.Vísir/Vilhelm Vill að málið sé rannsakað Illugi Jökulsson rithöfundur tjáir sig einnig um málið. Hann segir að framganga sýslumanns sé glæpsamleg og að það verði að vinda ofan af þessu strax. Þá vill hann að Ásdísi Ármannsdóttur, sýslumanni á Suðurnesjum, sé vikið frá á meðan málið er rannsakað. „Þessi ungi maður hefur greinilega takmarkaða getu til að gæta hagsmuna sinna. Það hefði Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður átt að gera en hún lætur líðast að útgerðarmaður kaupi skuldlaust 50 milljón króna hús á 3 milljónir. Rannsaka verður tengsl sýslumannsins og útgerðarmannsins.“ Þá vill hann að farið sé í að rannsaka þetta mál tafarlaust. „Ef ráðuneyti, saksóknarar og ríkislögreglustjóri hefja ekki tafarlausa (strax í dag) rannsókn á því hvernig og hvers vegna Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður og önnur máttarvöld á Suðurnesjum gátu níðst svo á unga manninum með húsið í þágu útgerðarmanns í Sandgerði, þá eru öll þau yfirvöld einskis virði.“ Illugi Jökulsson vill að málið sé rannsakað og það strax.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, leggur einnig orð í belg á sinni Facebook-síðu „Svona gera menn ekki, enda blasir það við að þessi einstaklingur þarf hjálp og það er ekkert annað að gera en vinda ofan af þessari vitleysu,“ segir hann. Þá segist Vilhjálmur ekki trúa því að sá sem keypti eignina á þrjár milljónir hafi samvisku til að taka við henni. „Ef hægt er að láta þennan gjörning ganga til baka þá er spurning að einhver í Reykjanesbæ fái uppgefið hvað þessi einstaklingur skuldar og hefja söfnun fyrir hann til að komast á núllið.“ Vilhjálmur Birgisson segir að sér sé misboðið.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur segir svo að félagsþjónusta Reykjanesbæjar eigi að hjálpa Jakub með sín fjármál. Mikilvægt sé að hann fái alla þá aðstoð sem hann þarf. „Mér er bara svo misboðið,“ segir hann að lokum.
Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Reykjanesbær Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira