FÍH hafði betur gegn Rúv Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júní 2023 10:00 Félag íslenskra hljómlistarmanna hafði betur gegn Rúv í félagsdómi. Vísir/Vilhelm Félagsdómur staðfestir að óheimilt sé að sniðganga ákvæði kjarasamninga sem kveða á um lágmarkskjör í máli FÍH gegn Rúv. Dómurinn féll vegna samninga stofnunarinnar við hljómlistarmenn á Jazzhátíð Reykjavíkur og er fordæmisgefandi, sérstaklega í listgreinum. Nánar má lesa um málið á vef BHM. Félag íslenskra hljómlistarmanna fór með málið fyrir dóm á þeim forsendum að Ríkisútvarpinu bæri að greiða hljómlistarmönnunum sem spiluðu á Jazzhátíð Reykjavíkur samkvæmt kjarasamningi FÍH og Rúv. Rúv mótmælti því og vísaði til þess að ekkert ráðningarsamband hafi verið til staðar. Ríkisútvarpið vildi greiða tónlistarfólkinu með auglýsingum á miðlum Rúv og með greiðslu beint til Jazzhátíðar, sem svo skipti fjárhæðinni á milli hljóðfæðraleikaranna í samræmi við þátttöku. Fyrirkomulagið hafði áður verið á þann veg. Ekki hægt að víkja frá lágmarkskjörum Í dómi Félagsdóms er staðfest að kjarasamningur FÍH og Rúv gildir. Að mati dómsins er ekki hægt að víkja til hliðar ákvæðum kjarasamnings um lágmarkskjör. Þar vegi þungt að kjarasamningurinn geri ráð fyrir greiðslum til hljómlistarmanna að skilyrðum uppfylltum, óháð því hvort formlegt eða óformlegt ráðningarsamband sé til staðar. BHM bendir á líkindi dómsins við dóm Landsréttar sem féll ríflega ári fyrr í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Hann staðfesti með afgerandi hætti að beint ráðningarsamband er ekki forsenda skuldbindingargildis kjarasamnings sem fjallar um greiðslur vegna hljóðritana og/eða beinna útsendinga á tónlist. Dómurinn hafi því fordæmisgildi sem slíkur, sér í lagi í listageiranum þar sem kjarasamningar fjalla sérstaklega um greiðslur á ráðningarformi eða hvort ráðning sé til staðar. Þá staðfestir Félagsdómur að ákvæði kjarasamninga kveða á um lágmarkskjör sem óheimilt er að sniðganga. Breytir þar engu hvort framkvæmdin hafi áður verið önnur en kjarasamningur kveður á um. Dómsmál Kjaramál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Nánar má lesa um málið á vef BHM. Félag íslenskra hljómlistarmanna fór með málið fyrir dóm á þeim forsendum að Ríkisútvarpinu bæri að greiða hljómlistarmönnunum sem spiluðu á Jazzhátíð Reykjavíkur samkvæmt kjarasamningi FÍH og Rúv. Rúv mótmælti því og vísaði til þess að ekkert ráðningarsamband hafi verið til staðar. Ríkisútvarpið vildi greiða tónlistarfólkinu með auglýsingum á miðlum Rúv og með greiðslu beint til Jazzhátíðar, sem svo skipti fjárhæðinni á milli hljóðfæðraleikaranna í samræmi við þátttöku. Fyrirkomulagið hafði áður verið á þann veg. Ekki hægt að víkja frá lágmarkskjörum Í dómi Félagsdóms er staðfest að kjarasamningur FÍH og Rúv gildir. Að mati dómsins er ekki hægt að víkja til hliðar ákvæðum kjarasamnings um lágmarkskjör. Þar vegi þungt að kjarasamningurinn geri ráð fyrir greiðslum til hljómlistarmanna að skilyrðum uppfylltum, óháð því hvort formlegt eða óformlegt ráðningarsamband sé til staðar. BHM bendir á líkindi dómsins við dóm Landsréttar sem féll ríflega ári fyrr í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Hann staðfesti með afgerandi hætti að beint ráðningarsamband er ekki forsenda skuldbindingargildis kjarasamnings sem fjallar um greiðslur vegna hljóðritana og/eða beinna útsendinga á tónlist. Dómurinn hafi því fordæmisgildi sem slíkur, sér í lagi í listageiranum þar sem kjarasamningar fjalla sérstaklega um greiðslur á ráðningarformi eða hvort ráðning sé til staðar. Þá staðfestir Félagsdómur að ákvæði kjarasamninga kveða á um lágmarkskjör sem óheimilt er að sniðganga. Breytir þar engu hvort framkvæmdin hafi áður verið önnur en kjarasamningur kveður á um.
Dómsmál Kjaramál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24