Innlent

Snarpur skjálfti við Kleifarvatn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Skjálftinn gæti verið aðlögun við Fagradalsfjall.
Skjálftinn gæti verið aðlögun við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti að stærð 3,2 reið yfir við á Reykjanesskaga klukkan 9:20 í morgun og fannst á höfuðborgarsvæði. Upptök skjálftans voru við Kleifarvatn.

Nokkrir eftirskjálftar urðu, allir frekar litlir og undir 1 að stærð.

Lovísa Mjöll Guðmundssdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að tilkynningar um skjálftann hafi borist frá íbúum í Hafnarfirði og í miðbæ Reykjavíkur. 

„Það er búið að vera aukin virkni á Reykjanesskaganum undanfarið. Það eru merki sem benda til þess að það sé aðlögun við Fagradalsfjall, en það þarf ekki að vera. Skjálftar á þessu svæði eru ansi algengir,“ segir Lovísa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×