Haraldur ætlar að rampa upp Evrópu næst Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júní 2023 10:20 Haraldur fundaði með borgarstjórum Reykjavíkur og Parísar á Önnu Jónu í miðborg Reykjavíkur í gær vegna verkefnisins. Haraldur Ingi Þorleifsson Haraldur Ingi Þorleifsson, sem gjarnan er kenndur við Ueno, segist ætla að rampa upp Evrópu næst og verður fyrsti samstarfsaðilinn í því verkefni Parísarborg. Verður um að ræða samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Parísarborgar í framhaldsverkefni fyrri verkefna hans þar sem markmiðið hefur verið að bæta hjólastólaaðgengi. Haraldur tilkynnir þetta á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann birtir mynd af sér ásamt Anne Hidalgo, borgarstjóra Parísar og aðstoðarborgarstjóra Lamia El Aaraje ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur. Anne og Lamia eru staddar í heimsókn hérlendis og má sjá á myndinni að fjóreykið er statt á Önnu Jónu, kaffihúsi Haraldar. Eins og alþjóð veit hefur Haraldur áður fjármagnað uppsetningu hundruð rampa sem skilað hafa sér í stórbættu hjólastólaaðgengi víða á Íslandi síðastliðin tvö ár í gegnum verkefnin Römpum upp Reykjavík og Römpum upp Ísland. Haraldur var einmitt aðal styrktaraðili og frumkvöðull þeirra verkefna. Vísir hefur ekki náð tali af Haraldi vegna næsta áfanga verkefnisins. Á samfélagsmiðlum segir hann að útlit sé fyrir að fleiri borgir muni bætast í hóp Parísar og Reykjavíkur. Þá segist hann hlakka til að hefjast handa. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segist að sama skapi spenntur fyrir samstarfsverkefninu með París. This may seem a bit wild but: We're going to Ramp up Europe! Our first partner will be the wonderful city of Paris with more to come. Today I met with Paris Mayor @Anne_Hidalgo, Deputy Mayor @lamiaela and Reykjavik Mayor @Dagurb.Can t wait to bring this show on the road. pic.twitter.com/rpm5bdLr7u— Halli (@iamharaldur) June 27, 2023 Reykjavík Félagsmál Frakkland Borgarstjórn Tengdar fréttir Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári. 11. mars 2021 19:30 Ætla að rampa upp Ísland með eitt þúsund römpum Verkefnið Römpum upp Reykjavík hefur gengið vonum framar en átakið hefur skilað sér í eitt hundrað römpum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Nú hafa aðstandendur verkefnisins ýtt Römpum upp Ísland úr vör en því verkefni er ætlað að byggja eitt þúsund rampa um allt land. 20. september 2021 22:58 „Þetta er stórkostlegur staður en þetta getur orðið besti staður á jörðinni“ Hundrað og þrítugasti rampur verkefnisins Römpum upp Íslands var tekinn í notkun í dag við sumarbúðir fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal. Ramparnir sem áður voru við sumarbúðirnar voru komnir til ára sinna og því ljóst að þörf væri á breytingum. Foreldrar stefna á að bæta aðstöðuna enn frekar þar sem ramparnir eru aðeins fyrsta skrefið. 2. september 2022 22:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Haraldur tilkynnir þetta á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann birtir mynd af sér ásamt Anne Hidalgo, borgarstjóra Parísar og aðstoðarborgarstjóra Lamia El Aaraje ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur. Anne og Lamia eru staddar í heimsókn hérlendis og má sjá á myndinni að fjóreykið er statt á Önnu Jónu, kaffihúsi Haraldar. Eins og alþjóð veit hefur Haraldur áður fjármagnað uppsetningu hundruð rampa sem skilað hafa sér í stórbættu hjólastólaaðgengi víða á Íslandi síðastliðin tvö ár í gegnum verkefnin Römpum upp Reykjavík og Römpum upp Ísland. Haraldur var einmitt aðal styrktaraðili og frumkvöðull þeirra verkefna. Vísir hefur ekki náð tali af Haraldi vegna næsta áfanga verkefnisins. Á samfélagsmiðlum segir hann að útlit sé fyrir að fleiri borgir muni bætast í hóp Parísar og Reykjavíkur. Þá segist hann hlakka til að hefjast handa. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segist að sama skapi spenntur fyrir samstarfsverkefninu með París. This may seem a bit wild but: We're going to Ramp up Europe! Our first partner will be the wonderful city of Paris with more to come. Today I met with Paris Mayor @Anne_Hidalgo, Deputy Mayor @lamiaela and Reykjavik Mayor @Dagurb.Can t wait to bring this show on the road. pic.twitter.com/rpm5bdLr7u— Halli (@iamharaldur) June 27, 2023
Reykjavík Félagsmál Frakkland Borgarstjórn Tengdar fréttir Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári. 11. mars 2021 19:30 Ætla að rampa upp Ísland með eitt þúsund römpum Verkefnið Römpum upp Reykjavík hefur gengið vonum framar en átakið hefur skilað sér í eitt hundrað römpum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Nú hafa aðstandendur verkefnisins ýtt Römpum upp Ísland úr vör en því verkefni er ætlað að byggja eitt þúsund rampa um allt land. 20. september 2021 22:58 „Þetta er stórkostlegur staður en þetta getur orðið besti staður á jörðinni“ Hundrað og þrítugasti rampur verkefnisins Römpum upp Íslands var tekinn í notkun í dag við sumarbúðir fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal. Ramparnir sem áður voru við sumarbúðirnar voru komnir til ára sinna og því ljóst að þörf væri á breytingum. Foreldrar stefna á að bæta aðstöðuna enn frekar þar sem ramparnir eru aðeins fyrsta skrefið. 2. september 2022 22:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári. 11. mars 2021 19:30
Ætla að rampa upp Ísland með eitt þúsund römpum Verkefnið Römpum upp Reykjavík hefur gengið vonum framar en átakið hefur skilað sér í eitt hundrað römpum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Nú hafa aðstandendur verkefnisins ýtt Römpum upp Ísland úr vör en því verkefni er ætlað að byggja eitt þúsund rampa um allt land. 20. september 2021 22:58
„Þetta er stórkostlegur staður en þetta getur orðið besti staður á jörðinni“ Hundrað og þrítugasti rampur verkefnisins Römpum upp Íslands var tekinn í notkun í dag við sumarbúðir fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal. Ramparnir sem áður voru við sumarbúðirnar voru komnir til ára sinna og því ljóst að þörf væri á breytingum. Foreldrar stefna á að bæta aðstöðuna enn frekar þar sem ramparnir eru aðeins fyrsta skrefið. 2. september 2022 22:30