Sami skíturinn í aðeins fínni skál Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 28. júní 2023 12:01 Við sem höfum barist frá hruni gegn spillingunni og fyrir réttlæti fyrir heimilin og fólkið í landinu, höfum oft verið ásökuð um að dvelja í fortíðinni. Það hefur ítrekað verið fullyrt við okkur að nú sé búið að bæta regluverkið svo mikið að einhvers konar siðbót hafi átt sér stað hjá bönkum og í viðskiptalífinu. Þetta hefur gengið það langt að núna, í þeirri grófu aðför sem Seðlabankinn og ríkisstjórnin standa fyrir gegn heimilum landsins, reyna þessir sömu aðilar að telja okkur trú um að bankarnir munu að lokum bjarga okkur úr klípunni sem þau eru sjálf að koma okkur í. Að mikilvægt sé fyrir okkur að treysta stjórnmálunum, bönkunum og markaðnum til að leysa úr þeim gríðarlega vanda sem við stöndum frammi fyrir. Hvað hafa bankarnir og viðskiptalífið gert til að ávinna sér þetta blinda traust ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans, á velvild þeirra gagnvart almenningi í landinu? Svarið er: Ekkert. Og talandi um traust! Nú keppast viðmælendur úr viðskiptalífinu við að segja að traust hafi tapast, eða verið ógnað, á markaðnum og títtnefndu viðskiptalífi. Staðreyndin er sú að til þess að geta tapað trausti þarf það að vera til staðar og ef þetta ágæta, en að sama skapi veruleikafirrta fólk, heldur að eitthvað traust hafi áunnist á fjármálakerfinu og viðskiptalífinu eftir hrun þá þurfa þeir sömu að líta sér nær. Þú getur ekki tapað því sem ekkert er. Innan bankanna hefur ekkert breyst, en þeir hafa lagt mikið á sig til að fegra ytra byrðið með því að ráða til sín færar auglýsingastofur og ímyndarsérfræðinga, á meðan þeir fara sínu fram á sama hátt og áður gagnvart varnarlausu fólki. Ef lögbrot Íslandsbanka sýna fram á eitthvað er það að stjórnendum bankanna er nákvæmlega sama um einhver lög og regluverk, þeir gera bara það sem þeim nákvæmlega sýnist. Í nóvember 2016 sagði Steindór Pálsson upp störfum hjá Landsbankanum vegna sölu bankans á Borgun á undirverði og skilaði tilteknum hópi gríðarlegum fjármunum á kostnað almennings. Bankastjórinn var verðlaunaður með starfslokasamningi sem námu fullum launum í heilt ár. Í apríl árið 2019 sagði Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka upp störfum, eftir „Vel heppnað“ hlutafjárútboð bankans þar sem vogunarsjóðir í skattaskjólum spiluðu stórt hlutverk. Bankinn hafði tekið á sig þrjá skelli á þessum tíma með gjaldþrotum kísilversins United Silicon, flugfélagsins Primera Air og WOW. Einnig var bankinn gagnrýndur harðlega fyrir að selja hlut sinn í Bakkavör árið 2016 á undirverði rétt fyrir skráningu félagsins í Bretlandi. Ríkissjóður og lífeyrissjóðir urðu af tugum milljarða króna vegna málsins. Guðrún Johnsen varaformaður stjórnar Arion banka var vikið úr stjórn bankans daginn eftir að hún lagði fram tillögu um að rannsaka söluna. Fyrir störf sín fékk bankastjórinn Höskuldur 150 milljónir króna í starfslokagreiðslu. Það muna flestir eftir Skeljungs fléttunni í Íslandsbanka. Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Íslandsbanka og höfuðpaurinn í því máli, efnaðist gríðarlega á skömmum tíma eftir söluna og er nafn hans víða að finna innan viðskiptalífsins algjörlega óáreittur af eftirlitsaðilum. Svona gætum við haldið endalaust áfram og GjAMMAð um Upphaf, Símann sem skrældur var að innan, Ölmu, Lindarvatn, Lindarhvol, íslenska orkumiðlun, fjárfestingarleið Seðlabankans, skattaskjólin, upprisu útrásarvíkinganna, útgerðarmafíuna, múturnar, fiskeldisleyfin, kaupréttina og bónusa. Óteljandi samkeppnislagabrot og sektir stórfyrirtækja sem svindlað hafa miskunnarlaust á neytendum, almenningi í landinu, eins og ekkert sé sjálfsagðara því gróðinn er miklu meiri en sektin og brotin aldrei refsiverð nema með sektum á fyrirtækin sjálf, sektum sem neytendur borga svo á endanum. Þessi dæmi eru aðeins örfá, aðeins toppurinn af borgarísjaka spillingar sem þrífst í okkar samfélagi. Svo eru lobbíistar spillingarinnar að telja okkur trú um að eitthvað hafi áunnist í trausti eftir bankahrunið. Þvílík ósvífni að bera slíkt á borð. Traust eru orð sem formenn ríkisstjórnarflokkanna, viðskiptalífið og fjármálakerfið hafa engan skilning á og hafa engan rétt eða innistæðu til að fara með og leggja í eyru þjóðarinnar. Styrmir Gunnarsson heitinn lýsir þessu vel, og hann gerir það líklega best því hann var innsti koppur í búri pólitískrar spillingar og frændhyggli stjórnmálamenningarinnar á Íslandi um áratuga skeið. Styrmir sagði, „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Aftur hefur skíturinn flotið upp á yfirborðið Skaðinn af lögbrotum Íslandsbanka er þegar skeður og ávinningurinn kominn í réttar hendur þeirra „vina og vandamanna“ sem ætlunin var að fengju hann. Alveg eins og kaupin ganga á eyrinni í fjármálakerfinu og í viðskiptalífinu. Bankastjóri segir upp störfum, og tekur „ábyrgð“, en svo tekur sá næsti við sem passar betur upp á að sturta niður á eftir sér, hversdagsleikinn og lífið á litla gjörspillta Íslandi gengur sinn vanagang, alveg þangað til að næsti skítur flýtur að yfirborðinu og einhver verður hans var. Það breyttist ekkert eftir hrun og það mun ekkert breytast eftir Íslandsbankamálið. Það mun í það minnsta ekkert breytast fyrr en lögbrotin verða refsiverð fyrir þau sem raunverulega bera ábyrgð á þeim. Að hvítflibbaglæpir fái ekki skjól á bakvið kennitölur hlutafélaga. Og stjórnendur lífeyrissjóða láta af stjórnlausri meðvirkni sinni með þessu ástandi. Við hin sitjum hins vegar eftir, alltaf jafn gapandi hissa yfir því algjöra skeytingarleysi sem lykilfólkið telur sjálfsagt að sýna þeim lögum sem þau eiga að fara eftir. Það hafa þau gert og munu áfram gera. Söluferlið á hlut ríkisins í Íslandsbanka var stórmál sem fylgst var náið með frá upphafi til enda. Reyndar augljóslega ekki af fjármálaráðuneytinu eða Bankasýslunni, en það var rætt í þingnefndum og á þingfundum auk þess sem fjölmiðlar beindu kastljósum sínu að því. Ef eitthvað var „high profile“ mál, þá var það salan á Íslandsbanka og allt sem henni tengdist. Samt sýndu starfsmenn bankans vítavert skeytingarleysi gagnvart lögum og regluverkinu öllu. Ef starfsmenn banka hunsa lög og reglur í málum sem þessum, hvað ætli þeir leyfi sér þá í öðrum málum sem ekki eru undir kastljósi líðandi stundar, eða málefnum einstaklinga eða lítilla fyrirtækja, sem hafa ekkert roð í það veldi sem bankarnir eru? Við sem þetta ritum höfum vitneskju um þúsundir mála þar sem spilling og réttindi neytenda eru fyrir borð borin án nokkurra afleiðinga fyrir bankana en oftast skelfilegar fyrir einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Þetta er vert að muna þegar bönkum er hampað fyrir hagnað sinn. Hann kemur ekki til vegna viðskiptasnilldar þeirra, heldur vegna þess að þeir geta gert það sem þeir vilja og, eins við horfum t.d. upp á í dag, er þeim hreinlega afhent fé landsmanna á færibandi af fólkinu sem ber lagaleg skylda að verja hagsmuni almennings. Í umræðunni um hrunið og bankana er oft látið sem það hafi allt gengið yfir á skömmum tíma. En svo var alls ekki. Aðför bankanna gegn varnarlausum heimilum stóð í mörg ár, og stendur jafnvel enn. Við höfum staðfest dæmi um fjölmörg mál sem ekki lauk fyrr en 2019 og 2020, auk þess sem afleiðingar þess að missa heimili sitt eða vera sett í skuldaspennitreyju fyrir aðstæður sem skuldarinn ber enga ábyrgð á, vara í ár og áratugi. Á þessum árum, á sama tíma og starfsfólk bankanna gekk miskunnarlaust fram gegn hverju heimilinu á fætur öðru, var verið að herða lög og regluverkið, en það hefur bara aldrei neinn fylgt því eftir að bankarnir færu eftir því. Munurinn þá og núna, er að allt í einu flaut skíturinn upp á yfirborðið og sást áður en þeim tókst að sturta honum niður. Hefur eitthvað breyst frá hruni? Staðreyndin er sú að brot Íslandsbanka er bara toppurinn á ísjakanum. Allt þetta klúður er bara birtingamynd þess raunveruleika sem blasir við á hverjum degi, ekki bara í bönkunum, heldur í íslensku viðskiptalífi. Sama hvert litið er, sömu nöfnin poppa upp aftur og aftur og eru að sölsa undir sig allt sem einhvers virði er á Íslandi. Inn í þær fléttur allar blandast að sjálfsögðu bæði bankar og lífeyrissjóðir, ýmist með beinni þátttöku, fjármögnun eða því að vera „þöglir hluthafar“. Þegar fólk hefur réttar tengingar er ekki svo erfitt að sölsa undir sig því sem þau vilja. Þau hafa greiðan aðgang að lánsfé og ná sér í hlut í fyrirtækjum sem þau vilja. Þá er mjög gott að lífeyrissjóðir eigi stóra hluti, því lífeyrissjóðir hafa þá stefnu að vera „þöglir hluthafar“ í þeim fyrirtækjum sem þeir eiga. Það þýðir að ef lífeyrissjóðir eiga kannski 60% hlutafjár, þá geta vel tengdir aðilar yfirtekið félög og fyrirtæki, með því að eiga 10% hlut í fyrirtækinu, fengið nokkra „óvirka“ hluthafa á sitt band, og gert það sem þeir vilja. Þannig var t.d. grunnkerfi samskipta, Míla, selt undan okkur haustið 2021. Við verðum að vakna og rísa upp! Það er erfitt og lýjandi að standa í stanslausri baráttu. Hún er endalaus og oft væri svo gott að snúa sér á hina hliðina, breiða yfir haus og láta eins og ekkert sé. Sætta sig bara við þetta því svona hefur þetta alltaf verið. „Ertu hissa? Þetta hefur alltaf verið svona“ er stundum sagt við okkur, oft með ákveðinni lítilsvirðingu, eins og við séum að tala um þessa hluti af því þeir komi okkur algjörlega í opna skjöldu. En svo er ekki. Við sem þetta ritum erum löngu hætt að vera hissa á spillingunni sem vellur upp. Við höfum fylgst náið með málum frá hruni og fengið dýpri innsýn en margur í spillinguna vegna starfa okkar. Hún er til, hún er raunveruleg, hún er ill og gjörsamlega skeytingarlaus um allt nema eigin hag. Hún er miklu verri en okkur hafði órað fyrir. Ef við veljum að líta í hina áttina þá mun hún gleypa okkur algjörlega. Við verðum að berjast gegn þessu með öllum tiltækum ráðum og uppgjöf er ekki valkostur. Við getum ekki leyft okkur að vera sú kynslóð sem gafst upp, lýtur í lægra haldi fyrir fámennum en valdamiklum hópi fólks sem þrífst á andvaraleysi og meðvirkni heillar þjóðar. Lögbrotin í kringum sölu Íslandsbanka eru ekki einangrað tilvik. Skeytingarleysi starfsmanna bankans á lögum og reglum, varð ekki til í einhverju tómarúmi. Þetta er kúltúr og birtingarmynd rótgróinnar (ó)menningar sem hefur fest rætur meðal þeirra „stóru“ í íslensku viðskiptalífi áratugum saman. Við sem þjóð verðum að fara horfa á þessi mál í samhengi. Það er verið að ræna eignum okkar, undir nefinu á okkur, með blessun stjórnvalda og fyrr eða síðar munum við, eða a.m.k. börnin okkar, súpa seyðið af því. Árið 2008 hrundi allt. Heimilin voru afhent bönkunum sem hafa hagnast gríðarlega á lögbrotum sínum alla tíð síðan þá. Og núna, er verið að endurtaka þann ljóta leik með öðru áhlaupi á heimilin, sem enn og aftur eiga að bera kostnaðinn af mistökum, eða meðvituðum aðgerðum, ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans í efnahagsmálum, og stórfelldri peningaprentun bankanna. Bankarnir prenta enn peninga með útlánum eins og engin sé morgundagurinn og fyrirtækin og bankarnir hagnast ævintýralega, á meðan heimilin eru að sligast undan vaxtagreiðslum, húsaleigu og dýrtíð. Um er að ræða eina mestu fjármagns og eignatilfærslu síðari ár. Og það stefnir í að hún verði meiri og alvarlegri en í bankahruninu 2008. Þetta er gert með stuðningi stjórnvalda og Seðlabankans. Uppsögn bankastjóra Íslandsbanka breytir engu þar um. Verði þessu haldið áfram munu þúsundir missa heimili sín á næstu árum. Sú staðreynd blasir við og ekkert annað en blekkingar að halda öðru fram. Þegar þar að kemur verður ekki hægt að treysta á miskunn bankanna frekar enn fyrri daginn, því innan þeirra hefur ekkert breyst í raun. Og það sama á við um Ísland. Spillingin er sú sama og fátt hefur breyst. Það eina sem hefur breyst er að spillingin grefur sig dýpra og aðlagar sig breytingum, finnur sér nýjan farveg eins og vatnið, hún hefur lært að dylja hagnað sinn og sjálftöku í stað þess að flagga honum að hætti gömlu útrásarvíkinganna. Nýjir sökudólgar verða fundnir. Innflytjendur, hófstilltir kjarasamningar og utanlandsferðir landsmanna koma í staðinn fyrir flatskjái þegar allt um þrýtur. Og forgangsröðun stjórnvalda er sú sama og í eftirmálum hrunsins, að koma áfengi í verslanir og hlífa breiðu bökunum. Það er bara verið að bera fram sama skítinn í örlítið fínni skál. Rísum upp! Höfundar eru Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Við sem höfum barist frá hruni gegn spillingunni og fyrir réttlæti fyrir heimilin og fólkið í landinu, höfum oft verið ásökuð um að dvelja í fortíðinni. Það hefur ítrekað verið fullyrt við okkur að nú sé búið að bæta regluverkið svo mikið að einhvers konar siðbót hafi átt sér stað hjá bönkum og í viðskiptalífinu. Þetta hefur gengið það langt að núna, í þeirri grófu aðför sem Seðlabankinn og ríkisstjórnin standa fyrir gegn heimilum landsins, reyna þessir sömu aðilar að telja okkur trú um að bankarnir munu að lokum bjarga okkur úr klípunni sem þau eru sjálf að koma okkur í. Að mikilvægt sé fyrir okkur að treysta stjórnmálunum, bönkunum og markaðnum til að leysa úr þeim gríðarlega vanda sem við stöndum frammi fyrir. Hvað hafa bankarnir og viðskiptalífið gert til að ávinna sér þetta blinda traust ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans, á velvild þeirra gagnvart almenningi í landinu? Svarið er: Ekkert. Og talandi um traust! Nú keppast viðmælendur úr viðskiptalífinu við að segja að traust hafi tapast, eða verið ógnað, á markaðnum og títtnefndu viðskiptalífi. Staðreyndin er sú að til þess að geta tapað trausti þarf það að vera til staðar og ef þetta ágæta, en að sama skapi veruleikafirrta fólk, heldur að eitthvað traust hafi áunnist á fjármálakerfinu og viðskiptalífinu eftir hrun þá þurfa þeir sömu að líta sér nær. Þú getur ekki tapað því sem ekkert er. Innan bankanna hefur ekkert breyst, en þeir hafa lagt mikið á sig til að fegra ytra byrðið með því að ráða til sín færar auglýsingastofur og ímyndarsérfræðinga, á meðan þeir fara sínu fram á sama hátt og áður gagnvart varnarlausu fólki. Ef lögbrot Íslandsbanka sýna fram á eitthvað er það að stjórnendum bankanna er nákvæmlega sama um einhver lög og regluverk, þeir gera bara það sem þeim nákvæmlega sýnist. Í nóvember 2016 sagði Steindór Pálsson upp störfum hjá Landsbankanum vegna sölu bankans á Borgun á undirverði og skilaði tilteknum hópi gríðarlegum fjármunum á kostnað almennings. Bankastjórinn var verðlaunaður með starfslokasamningi sem námu fullum launum í heilt ár. Í apríl árið 2019 sagði Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka upp störfum, eftir „Vel heppnað“ hlutafjárútboð bankans þar sem vogunarsjóðir í skattaskjólum spiluðu stórt hlutverk. Bankinn hafði tekið á sig þrjá skelli á þessum tíma með gjaldþrotum kísilversins United Silicon, flugfélagsins Primera Air og WOW. Einnig var bankinn gagnrýndur harðlega fyrir að selja hlut sinn í Bakkavör árið 2016 á undirverði rétt fyrir skráningu félagsins í Bretlandi. Ríkissjóður og lífeyrissjóðir urðu af tugum milljarða króna vegna málsins. Guðrún Johnsen varaformaður stjórnar Arion banka var vikið úr stjórn bankans daginn eftir að hún lagði fram tillögu um að rannsaka söluna. Fyrir störf sín fékk bankastjórinn Höskuldur 150 milljónir króna í starfslokagreiðslu. Það muna flestir eftir Skeljungs fléttunni í Íslandsbanka. Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Íslandsbanka og höfuðpaurinn í því máli, efnaðist gríðarlega á skömmum tíma eftir söluna og er nafn hans víða að finna innan viðskiptalífsins algjörlega óáreittur af eftirlitsaðilum. Svona gætum við haldið endalaust áfram og GjAMMAð um Upphaf, Símann sem skrældur var að innan, Ölmu, Lindarvatn, Lindarhvol, íslenska orkumiðlun, fjárfestingarleið Seðlabankans, skattaskjólin, upprisu útrásarvíkinganna, útgerðarmafíuna, múturnar, fiskeldisleyfin, kaupréttina og bónusa. Óteljandi samkeppnislagabrot og sektir stórfyrirtækja sem svindlað hafa miskunnarlaust á neytendum, almenningi í landinu, eins og ekkert sé sjálfsagðara því gróðinn er miklu meiri en sektin og brotin aldrei refsiverð nema með sektum á fyrirtækin sjálf, sektum sem neytendur borga svo á endanum. Þessi dæmi eru aðeins örfá, aðeins toppurinn af borgarísjaka spillingar sem þrífst í okkar samfélagi. Svo eru lobbíistar spillingarinnar að telja okkur trú um að eitthvað hafi áunnist í trausti eftir bankahrunið. Þvílík ósvífni að bera slíkt á borð. Traust eru orð sem formenn ríkisstjórnarflokkanna, viðskiptalífið og fjármálakerfið hafa engan skilning á og hafa engan rétt eða innistæðu til að fara með og leggja í eyru þjóðarinnar. Styrmir Gunnarsson heitinn lýsir þessu vel, og hann gerir það líklega best því hann var innsti koppur í búri pólitískrar spillingar og frændhyggli stjórnmálamenningarinnar á Íslandi um áratuga skeið. Styrmir sagði, „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Aftur hefur skíturinn flotið upp á yfirborðið Skaðinn af lögbrotum Íslandsbanka er þegar skeður og ávinningurinn kominn í réttar hendur þeirra „vina og vandamanna“ sem ætlunin var að fengju hann. Alveg eins og kaupin ganga á eyrinni í fjármálakerfinu og í viðskiptalífinu. Bankastjóri segir upp störfum, og tekur „ábyrgð“, en svo tekur sá næsti við sem passar betur upp á að sturta niður á eftir sér, hversdagsleikinn og lífið á litla gjörspillta Íslandi gengur sinn vanagang, alveg þangað til að næsti skítur flýtur að yfirborðinu og einhver verður hans var. Það breyttist ekkert eftir hrun og það mun ekkert breytast eftir Íslandsbankamálið. Það mun í það minnsta ekkert breytast fyrr en lögbrotin verða refsiverð fyrir þau sem raunverulega bera ábyrgð á þeim. Að hvítflibbaglæpir fái ekki skjól á bakvið kennitölur hlutafélaga. Og stjórnendur lífeyrissjóða láta af stjórnlausri meðvirkni sinni með þessu ástandi. Við hin sitjum hins vegar eftir, alltaf jafn gapandi hissa yfir því algjöra skeytingarleysi sem lykilfólkið telur sjálfsagt að sýna þeim lögum sem þau eiga að fara eftir. Það hafa þau gert og munu áfram gera. Söluferlið á hlut ríkisins í Íslandsbanka var stórmál sem fylgst var náið með frá upphafi til enda. Reyndar augljóslega ekki af fjármálaráðuneytinu eða Bankasýslunni, en það var rætt í þingnefndum og á þingfundum auk þess sem fjölmiðlar beindu kastljósum sínu að því. Ef eitthvað var „high profile“ mál, þá var það salan á Íslandsbanka og allt sem henni tengdist. Samt sýndu starfsmenn bankans vítavert skeytingarleysi gagnvart lögum og regluverkinu öllu. Ef starfsmenn banka hunsa lög og reglur í málum sem þessum, hvað ætli þeir leyfi sér þá í öðrum málum sem ekki eru undir kastljósi líðandi stundar, eða málefnum einstaklinga eða lítilla fyrirtækja, sem hafa ekkert roð í það veldi sem bankarnir eru? Við sem þetta ritum höfum vitneskju um þúsundir mála þar sem spilling og réttindi neytenda eru fyrir borð borin án nokkurra afleiðinga fyrir bankana en oftast skelfilegar fyrir einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Þetta er vert að muna þegar bönkum er hampað fyrir hagnað sinn. Hann kemur ekki til vegna viðskiptasnilldar þeirra, heldur vegna þess að þeir geta gert það sem þeir vilja og, eins við horfum t.d. upp á í dag, er þeim hreinlega afhent fé landsmanna á færibandi af fólkinu sem ber lagaleg skylda að verja hagsmuni almennings. Í umræðunni um hrunið og bankana er oft látið sem það hafi allt gengið yfir á skömmum tíma. En svo var alls ekki. Aðför bankanna gegn varnarlausum heimilum stóð í mörg ár, og stendur jafnvel enn. Við höfum staðfest dæmi um fjölmörg mál sem ekki lauk fyrr en 2019 og 2020, auk þess sem afleiðingar þess að missa heimili sitt eða vera sett í skuldaspennitreyju fyrir aðstæður sem skuldarinn ber enga ábyrgð á, vara í ár og áratugi. Á þessum árum, á sama tíma og starfsfólk bankanna gekk miskunnarlaust fram gegn hverju heimilinu á fætur öðru, var verið að herða lög og regluverkið, en það hefur bara aldrei neinn fylgt því eftir að bankarnir færu eftir því. Munurinn þá og núna, er að allt í einu flaut skíturinn upp á yfirborðið og sást áður en þeim tókst að sturta honum niður. Hefur eitthvað breyst frá hruni? Staðreyndin er sú að brot Íslandsbanka er bara toppurinn á ísjakanum. Allt þetta klúður er bara birtingamynd þess raunveruleika sem blasir við á hverjum degi, ekki bara í bönkunum, heldur í íslensku viðskiptalífi. Sama hvert litið er, sömu nöfnin poppa upp aftur og aftur og eru að sölsa undir sig allt sem einhvers virði er á Íslandi. Inn í þær fléttur allar blandast að sjálfsögðu bæði bankar og lífeyrissjóðir, ýmist með beinni þátttöku, fjármögnun eða því að vera „þöglir hluthafar“. Þegar fólk hefur réttar tengingar er ekki svo erfitt að sölsa undir sig því sem þau vilja. Þau hafa greiðan aðgang að lánsfé og ná sér í hlut í fyrirtækjum sem þau vilja. Þá er mjög gott að lífeyrissjóðir eigi stóra hluti, því lífeyrissjóðir hafa þá stefnu að vera „þöglir hluthafar“ í þeim fyrirtækjum sem þeir eiga. Það þýðir að ef lífeyrissjóðir eiga kannski 60% hlutafjár, þá geta vel tengdir aðilar yfirtekið félög og fyrirtæki, með því að eiga 10% hlut í fyrirtækinu, fengið nokkra „óvirka“ hluthafa á sitt band, og gert það sem þeir vilja. Þannig var t.d. grunnkerfi samskipta, Míla, selt undan okkur haustið 2021. Við verðum að vakna og rísa upp! Það er erfitt og lýjandi að standa í stanslausri baráttu. Hún er endalaus og oft væri svo gott að snúa sér á hina hliðina, breiða yfir haus og láta eins og ekkert sé. Sætta sig bara við þetta því svona hefur þetta alltaf verið. „Ertu hissa? Þetta hefur alltaf verið svona“ er stundum sagt við okkur, oft með ákveðinni lítilsvirðingu, eins og við séum að tala um þessa hluti af því þeir komi okkur algjörlega í opna skjöldu. En svo er ekki. Við sem þetta ritum erum löngu hætt að vera hissa á spillingunni sem vellur upp. Við höfum fylgst náið með málum frá hruni og fengið dýpri innsýn en margur í spillinguna vegna starfa okkar. Hún er til, hún er raunveruleg, hún er ill og gjörsamlega skeytingarlaus um allt nema eigin hag. Hún er miklu verri en okkur hafði órað fyrir. Ef við veljum að líta í hina áttina þá mun hún gleypa okkur algjörlega. Við verðum að berjast gegn þessu með öllum tiltækum ráðum og uppgjöf er ekki valkostur. Við getum ekki leyft okkur að vera sú kynslóð sem gafst upp, lýtur í lægra haldi fyrir fámennum en valdamiklum hópi fólks sem þrífst á andvaraleysi og meðvirkni heillar þjóðar. Lögbrotin í kringum sölu Íslandsbanka eru ekki einangrað tilvik. Skeytingarleysi starfsmanna bankans á lögum og reglum, varð ekki til í einhverju tómarúmi. Þetta er kúltúr og birtingarmynd rótgróinnar (ó)menningar sem hefur fest rætur meðal þeirra „stóru“ í íslensku viðskiptalífi áratugum saman. Við sem þjóð verðum að fara horfa á þessi mál í samhengi. Það er verið að ræna eignum okkar, undir nefinu á okkur, með blessun stjórnvalda og fyrr eða síðar munum við, eða a.m.k. börnin okkar, súpa seyðið af því. Árið 2008 hrundi allt. Heimilin voru afhent bönkunum sem hafa hagnast gríðarlega á lögbrotum sínum alla tíð síðan þá. Og núna, er verið að endurtaka þann ljóta leik með öðru áhlaupi á heimilin, sem enn og aftur eiga að bera kostnaðinn af mistökum, eða meðvituðum aðgerðum, ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans í efnahagsmálum, og stórfelldri peningaprentun bankanna. Bankarnir prenta enn peninga með útlánum eins og engin sé morgundagurinn og fyrirtækin og bankarnir hagnast ævintýralega, á meðan heimilin eru að sligast undan vaxtagreiðslum, húsaleigu og dýrtíð. Um er að ræða eina mestu fjármagns og eignatilfærslu síðari ár. Og það stefnir í að hún verði meiri og alvarlegri en í bankahruninu 2008. Þetta er gert með stuðningi stjórnvalda og Seðlabankans. Uppsögn bankastjóra Íslandsbanka breytir engu þar um. Verði þessu haldið áfram munu þúsundir missa heimili sín á næstu árum. Sú staðreynd blasir við og ekkert annað en blekkingar að halda öðru fram. Þegar þar að kemur verður ekki hægt að treysta á miskunn bankanna frekar enn fyrri daginn, því innan þeirra hefur ekkert breyst í raun. Og það sama á við um Ísland. Spillingin er sú sama og fátt hefur breyst. Það eina sem hefur breyst er að spillingin grefur sig dýpra og aðlagar sig breytingum, finnur sér nýjan farveg eins og vatnið, hún hefur lært að dylja hagnað sinn og sjálftöku í stað þess að flagga honum að hætti gömlu útrásarvíkinganna. Nýjir sökudólgar verða fundnir. Innflytjendur, hófstilltir kjarasamningar og utanlandsferðir landsmanna koma í staðinn fyrir flatskjái þegar allt um þrýtur. Og forgangsröðun stjórnvalda er sú sama og í eftirmálum hrunsins, að koma áfengi í verslanir og hlífa breiðu bökunum. Það er bara verið að bera fram sama skítinn í örlítið fínni skál. Rísum upp! Höfundar eru Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun