Umdeildi forsetinn sagður ráða því hvort Ísland fari á HM Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2023 12:30 Örlög stelpnanna okkar virðast vera í höndum Hassan Moustafa, forseta IHF. SAMSETT/HULDA MARGRÉT/Jan Woitas Þrátt fyrir að aðeins rétt rúm vika sé í að dregið verði í riðla fyrir heimsmeistaramót kvenna í handbolta þá hefur IHF, alþjóða handknattleikssambandið, ekki enn gefið út hvort að Ísland fái sæti á mótinu. Ísland er á meðal þeirra þjóða sem að sóst hafa eftir þeim tveimur boðsætum (e. Wild Card) sem enn eru laus á mótinu, sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð 29. nóvember til 17. desember. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ er reiknað með svari frá IHF í þessari viku, eða strax eftir helgi, enda verður dregið í riðla í Gautaborg á fimmtudaginn í næstu viku. RÚV fjallar um þetta mál á vef sínum í dag og segir að svo virðist sem að ákvörðunin um sætin tvö sé háð geðþótta Hassan Moustafa, forseta IHF. Hinn 78 ára gamli Moustafa hefur verið forseti IHF frá aldamótum og verið vægast sagt umdeildur, og skoraði sambandið ekki hátt í greiningu fyrir samtökin Play The Game, sem vinna að því að uppræta spillingu í íþróttum, varðandi gagnsæi, lýðræðislega ferla og fleira. Íslenska landsliðið tapaði í umspili um HM-sæti gegn Ungverjalandi, samtals 59-49, en aðeins Austurríki tapaði með minni mun í umspilinu. Í grein RÚV segir að engar upplýsingar hafi fengist frá IHF um það hvaða þjóðir fái boðskortin tvö og hvenær ákvörðun liggi fyrir. Sérstakt ráð innan sambandsins, IHF Council, eigi að taka ákvörðunina en að samkvæmt heimildum RÚV komi það ráð ekki saman næst fyrr en í ágúst. Moustafa muni í raun taka ákvörðunina og bera undir nefndarfólk til samþykktar, með tölvupóstsamskiptum. Þá hefur RÚV einnig heimildir fyrir því að forysta HSÍ hafi hitt Moustafa í Köln fyrr í þessum mánuði, þegar úrslitin réðust í Meistaradeild Evrópu, og ítrekað umsókn sína um að komast á HM. Íslenska kvennalandsliðið hefur einu sinni komist á HM en það var árið 2011 í Brasilíu, þar sem liðið hafnaði í 12. sæti. HM 2023 í handbolta Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
Ísland er á meðal þeirra þjóða sem að sóst hafa eftir þeim tveimur boðsætum (e. Wild Card) sem enn eru laus á mótinu, sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð 29. nóvember til 17. desember. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ er reiknað með svari frá IHF í þessari viku, eða strax eftir helgi, enda verður dregið í riðla í Gautaborg á fimmtudaginn í næstu viku. RÚV fjallar um þetta mál á vef sínum í dag og segir að svo virðist sem að ákvörðunin um sætin tvö sé háð geðþótta Hassan Moustafa, forseta IHF. Hinn 78 ára gamli Moustafa hefur verið forseti IHF frá aldamótum og verið vægast sagt umdeildur, og skoraði sambandið ekki hátt í greiningu fyrir samtökin Play The Game, sem vinna að því að uppræta spillingu í íþróttum, varðandi gagnsæi, lýðræðislega ferla og fleira. Íslenska landsliðið tapaði í umspili um HM-sæti gegn Ungverjalandi, samtals 59-49, en aðeins Austurríki tapaði með minni mun í umspilinu. Í grein RÚV segir að engar upplýsingar hafi fengist frá IHF um það hvaða þjóðir fái boðskortin tvö og hvenær ákvörðun liggi fyrir. Sérstakt ráð innan sambandsins, IHF Council, eigi að taka ákvörðunina en að samkvæmt heimildum RÚV komi það ráð ekki saman næst fyrr en í ágúst. Moustafa muni í raun taka ákvörðunina og bera undir nefndarfólk til samþykktar, með tölvupóstsamskiptum. Þá hefur RÚV einnig heimildir fyrir því að forysta HSÍ hafi hitt Moustafa í Köln fyrr í þessum mánuði, þegar úrslitin réðust í Meistaradeild Evrópu, og ítrekað umsókn sína um að komast á HM. Íslenska kvennalandsliðið hefur einu sinni komist á HM en það var árið 2011 í Brasilíu, þar sem liðið hafnaði í 12. sæti.
HM 2023 í handbolta Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira