Innlent

Sleppt að lokinni yfir­heyrslu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Árásin átti sér stað á Austurvelli.
Árásin átti sér stað á Austurvelli. Vísir/Vilhelm

Sextán ára dreng, sem grunaður er um hnífstunguárás á Austurvelli seint á mánudagskvöld, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu að lokinni yfirheyrslu.

Þetta staðfestir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, í samtali við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá.

Að sögn Eiríks var drengnum komið fyrir í úrræði hjá Barnavernd.

„Við erum enn að fara yfir upptökur og erum með nokkuð skýra mynd. Það voru nokkur vitni að árásinni og við erum enn þá að klára að ræða við vitni. Yfirheyrslum yfir brotaþola og hinum grunaða er lokið,“ segir Eiríkur.

Líðan þess sem varð fyrir árásinni er ágæt, segir Eiríkur, en hann hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Sá er erlendur ríkisborgari, en hefur búið hér á landi um nokkurt skeið. Hann gekkst undir aðgerð á Landspítala eftir árásina.

Greint var frá því að maðurinn hafi hlaupið inn í mathöllina á Pósthússtræti þar sem hann fékk fyrstu hjálp áður en lögregla mætti á staðinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×