Hopp leitar eftir fjármögnun til að stækka úr 50 mörkuðum í 500
![Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopps, segir að félagið vilji ekki einblína á eitt tiltekið farartæki heldur hjálpa fólki að komast á milli staða á hagkvæman og umhverfisvænan máta. Það sé óskilvirkt að flestir nýti einkabíl til að aka til dæmis eins og hálfs kílómetraleið til vinnu.](https://www.visir.is/i/5C2CB8073AC0EA58C27156224F182FA7C9C0824616E688E19AD99083BBDDAB13_713x0.jpg)
Hopp stefnir á að afla átta milljóna Bandaríkjadala í fjármögnun, jafnvirði ríflega milljarðs króna. Fundir með fjárfestum munu hefjast eftir um mánuð. Nýta á fjármunina til að stækka fyrirtækið sem nú starfar á um það bil 50 mörkuðum og á að sækja fram á 500 markaði. Fjármögnuninni verður því að mestu varið í sölu- og markaðsstarf en einnig í vöruþróun, að sögn framkvæmdastjóra Hopps.