Innlent

Níu stöðvaðir grunaðir um akstur undir á­hrifum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kúnninn var að gæða sér á mat fyrir utan sjoppuna þegar lögregla bar að garði. Myndin er úr safni.
Kúnninn var að gæða sér á mat fyrir utan sjoppuna þegar lögregla bar að garði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Níu ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Tveir þeirra reyndust án ökuréttinda.

Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.

Þar segir einnig að einn gisti fangageymslur fyrir að hafa brotið gegn nálgunarbanni.

Í miðborginni var tilkynnt um mann sem var að reyna að komast inn í bíla. Lögregla fann viðkomandi og hafði áður haft af honum afskipti. Hann reyndist ekki hafa neitt á sér og fór leiðar sinnar.

Í umdæminu Hafnarfjörður/Garðabær var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem bifreið hafði oltið. Fjórir voru í bílnum þegar atvikið átti sér stað en aðeins einn reyndist með áverka, sem voru minniháttar.

Í Kópavogi/Breiðholti var einnig tilkynnt um umferðaróhapp þar sem rafhlaupahjóli var ekið á gangandi vegfarenda. Minniháttar meiðsl urðu á viðkomandi. Þá var tilkynnt um mann sem var að brjóta rúður og er vitað hver gerandinn er.

Í Grafarvogi/Árbæ/Mosfellsbæ var tilkynnt um innbrot og skemmdarverk í skóla. Þar voru ólögráða einstaklingar að verki og hefur barnavernd verið tilkynnt um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×