Fótbolti

Sandra fékk á sig tvö en Grindvíkingar tóku stigin þrjú

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. Vísir/SJJ

Grindavík vann nauman 3-2 sigur er liðið tók á móti Augnabliki í níundu umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld.

Leikjahæsta kona efstu deildar á Íslandi frá upphafi og fyrrverandi landsliðskonan Sandra Sigurðardóttir lék sinn fyrsta leik á neyðarláni fyrir Grindavík í kvöld er liðið tók á móti botnliði Lengjudeildarinnar, Augnabliki.

Jasmine Aiyana Colbert kom Grindvíkingum yfir strax á sjöttu mínútu áður en Jada Lenise Colbert bætti öðru marki liðsins við tuttugu mínútum síðar. 

Ása Björg Einarsdóttir sá svo til þess að Grindavík fór með 2-0 forystu inn í hálfleikshléið.

Þrátt fyrir að vera þremur mörkum yfir í hálfleik var sigur Girndvíkinga ekki allt of öruggur því Edith Kristín Kristjánsdóttir minnkaði muninn fyrir Augnablik snemma í síðari hálfleik áður en Líf Joostdóttir van Bemmel skoraði annað mark gestanna í uppbótartíma.

Nær komust gestirnir þó ekki og niðurstaðan varð 3-2 sigur Grindavíkur. Grindavík situr nú í fimmta sæti deildarinnar með 15 stig efir níu leiki, en Augnablik rekur enn lestina með fjögur stig.

Á sama tíma vann Fram 2-0 útisigur gegn KR þar sem Breukelen Lachelle Woodard sá um markaskorun gestanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×