Suðurnesjalína 1 í jörð með langþráðu samkomulagi Eiður Þór Árnason skrifar 30. júní 2023 12:30 Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, undirrituðu samkomulagið. Vísir Landsnet og Sveitarfélagið Vogar undirrituðu í dag samkomulag um lagningu Suðurnesjalínu 2 og breytingar á Suðurnesjalínu 1. Deilt hefur verið um Suðurnesjalínu 2 í hátt í tvo áratugi en henni er ætlað að tryggja afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum. Með samkomulaginu er loks útlit fyrir að framkvæmdir við línuna geti hafist en það felur í sér að hin eldri Suðurnesjalína 1 verði lögð í jörðu innan sveitarfélagamarka Voga. Vonast er til að framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 geti hafist á næsta ári og þeim verði lokið um næstu áramót. „Þetta er býsna stór dagur, hér liggur nú fyrir samkomulag sem tryggir að framkvæmd við Suðurnesjalínu 2 getur hafðist vonandi innan skamms. Samkomulagið er afrakstur góðrar samvinnu og samtals sem hefur átt sér stað milli bæjaryfirvalda í Vogum og starfsmanna Landsnets á undanförnum vikum þar sem leitast var við að finna lausn á þessu stóra máli,“ sagði Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga við undirritunina. Með samkomulaginu verður Suðurnesjalína 1 að hluta til lögð í jörðu strax eftir að framkvæmdum á Suðurnesjalínu 2 er lokið. Til framtíðar litið er svo stefnt að því að línan verði lögð sem jarðstrengur innan sveitarfélagamarka Voga. Klippa: Blaðamannafundur vegna Suðurnesjalínu 2 Framkvæmdir hefjist á næsta ári Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets sagði þetta stóran dag fyrir fyrirtækið og stórt mál að hafa gengið frá þessu máli. Jafnhliða framkvæmdum á Suðurnesjalínu 2 verður hafist handa við að taka niður Suðurnesjalínu 1 að hluta til og leggja jarðstreng innan Voga á fimm kílómetra kafla sem verður fyrsti áfanginn í því að tengja sveitarfélagið betur við meginraforkukerfið. „Það er afskaplega mikilvægt fyrir okkur í þessu vandasama máli að hafa haldið góðu samtali allan tímann og við erum sérstaklega ánægð með að hafa fundið lausn sem allir geta vel við unað. Auðvitað er þetta stór dagur fyrir svæðið hérna að tryggja öryggið og komast í þessar mikilvægu framkvæmdir. Hvað okkur varðar er ekki síður mikilvægt að við sáum þarna leið sem hjálpar Sveitarfélaginu Vogum að byggja upp atvinnustarfsemi ef áhugi verður til, þannig að þetta er góður dagur,“ sagði Guðmundur við undirritunina í dag. Suðurnesjalína 1 er eina raforkutengingin á Suðurnes.vísir/egill Löng bið eftir Suðurnesjalínu 2 Um er að ræða langþráða sátt um lagningu Suðurnesjalínu 2, annarrar flutningsleiðar raforku á Suðurnes, en viðræður um verkefnið hafa staðið yfir í hátt í tvo áratugi. Hefur það einkum strandað á afstöðu Voga sem hefur farið fram á að nýjar háspennulínur sem lagðar verði í gegnum sveitarfélagið fari í jörðu og mætt andstöðu Landsnets. Önnur sveitarfélög sem koma að málinu, þar er Reykjanesbær, Grindavík og Hafnarfjörður hafa áður veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Línunni er ætlað að tryggja betur afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi en Suðurnesjalína 1 er í dag eina raforkutengingin inn á Suðurnes. Hefur þetta leitt af sér víðtækt rafmagnsleysi þegar bilun kemur upp í línunni eða tengivirkjum. Skipulagsnefnd og bæjarstjórn Voga hafa samþykkt að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 á þeim forsendum sem fram koma í samkomulaginu. Fréttin hefur verið uppfærð. Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Tengdar fréttir „Það er ekkert hlustað“ Bæjarstjóri Voga er ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins varðandi lagningu Suðurnesjalínu tvö. Hann átti fund með innviðarráðherra í dag um málið. 8. mars 2023 20:19 „Fáránlegt árið 2023 að við séum ekki með einhverja varaleið“ Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Rof á símasambandi er áhyggjuefni og kalla íbúar eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð meðal annars en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Þó þau vilji jarðtengingu hafi þau aldrei staðið í vegi fyrir að línan yrði lögð. 17. janúar 2023 20:30 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Landsnet kærir úrskurð Landsnet hefur kært til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafnaði aðfararbeiðnum fyrirtækisins um eignarnám á landhluta úr fjórum jörðum á Reykjanesi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. 12. mars 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Með samkomulaginu er loks útlit fyrir að framkvæmdir við línuna geti hafist en það felur í sér að hin eldri Suðurnesjalína 1 verði lögð í jörðu innan sveitarfélagamarka Voga. Vonast er til að framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 geti hafist á næsta ári og þeim verði lokið um næstu áramót. „Þetta er býsna stór dagur, hér liggur nú fyrir samkomulag sem tryggir að framkvæmd við Suðurnesjalínu 2 getur hafðist vonandi innan skamms. Samkomulagið er afrakstur góðrar samvinnu og samtals sem hefur átt sér stað milli bæjaryfirvalda í Vogum og starfsmanna Landsnets á undanförnum vikum þar sem leitast var við að finna lausn á þessu stóra máli,“ sagði Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga við undirritunina. Með samkomulaginu verður Suðurnesjalína 1 að hluta til lögð í jörðu strax eftir að framkvæmdum á Suðurnesjalínu 2 er lokið. Til framtíðar litið er svo stefnt að því að línan verði lögð sem jarðstrengur innan sveitarfélagamarka Voga. Klippa: Blaðamannafundur vegna Suðurnesjalínu 2 Framkvæmdir hefjist á næsta ári Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets sagði þetta stóran dag fyrir fyrirtækið og stórt mál að hafa gengið frá þessu máli. Jafnhliða framkvæmdum á Suðurnesjalínu 2 verður hafist handa við að taka niður Suðurnesjalínu 1 að hluta til og leggja jarðstreng innan Voga á fimm kílómetra kafla sem verður fyrsti áfanginn í því að tengja sveitarfélagið betur við meginraforkukerfið. „Það er afskaplega mikilvægt fyrir okkur í þessu vandasama máli að hafa haldið góðu samtali allan tímann og við erum sérstaklega ánægð með að hafa fundið lausn sem allir geta vel við unað. Auðvitað er þetta stór dagur fyrir svæðið hérna að tryggja öryggið og komast í þessar mikilvægu framkvæmdir. Hvað okkur varðar er ekki síður mikilvægt að við sáum þarna leið sem hjálpar Sveitarfélaginu Vogum að byggja upp atvinnustarfsemi ef áhugi verður til, þannig að þetta er góður dagur,“ sagði Guðmundur við undirritunina í dag. Suðurnesjalína 1 er eina raforkutengingin á Suðurnes.vísir/egill Löng bið eftir Suðurnesjalínu 2 Um er að ræða langþráða sátt um lagningu Suðurnesjalínu 2, annarrar flutningsleiðar raforku á Suðurnes, en viðræður um verkefnið hafa staðið yfir í hátt í tvo áratugi. Hefur það einkum strandað á afstöðu Voga sem hefur farið fram á að nýjar háspennulínur sem lagðar verði í gegnum sveitarfélagið fari í jörðu og mætt andstöðu Landsnets. Önnur sveitarfélög sem koma að málinu, þar er Reykjanesbær, Grindavík og Hafnarfjörður hafa áður veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Línunni er ætlað að tryggja betur afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi en Suðurnesjalína 1 er í dag eina raforkutengingin inn á Suðurnes. Hefur þetta leitt af sér víðtækt rafmagnsleysi þegar bilun kemur upp í línunni eða tengivirkjum. Skipulagsnefnd og bæjarstjórn Voga hafa samþykkt að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 á þeim forsendum sem fram koma í samkomulaginu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Tengdar fréttir „Það er ekkert hlustað“ Bæjarstjóri Voga er ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins varðandi lagningu Suðurnesjalínu tvö. Hann átti fund með innviðarráðherra í dag um málið. 8. mars 2023 20:19 „Fáránlegt árið 2023 að við séum ekki með einhverja varaleið“ Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Rof á símasambandi er áhyggjuefni og kalla íbúar eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð meðal annars en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Þó þau vilji jarðtengingu hafi þau aldrei staðið í vegi fyrir að línan yrði lögð. 17. janúar 2023 20:30 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Landsnet kærir úrskurð Landsnet hefur kært til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafnaði aðfararbeiðnum fyrirtækisins um eignarnám á landhluta úr fjórum jörðum á Reykjanesi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. 12. mars 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
„Það er ekkert hlustað“ Bæjarstjóri Voga er ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins varðandi lagningu Suðurnesjalínu tvö. Hann átti fund með innviðarráðherra í dag um málið. 8. mars 2023 20:19
„Fáránlegt árið 2023 að við séum ekki með einhverja varaleið“ Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Rof á símasambandi er áhyggjuefni og kalla íbúar eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð meðal annars en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Þó þau vilji jarðtengingu hafi þau aldrei staðið í vegi fyrir að línan yrði lögð. 17. janúar 2023 20:30
Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16
Landsnet kærir úrskurð Landsnet hefur kært til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafnaði aðfararbeiðnum fyrirtækisins um eignarnám á landhluta úr fjórum jörðum á Reykjanesi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. 12. mars 2016 07:00