„Hver mánuður sem einstaklingur þarf að bíða eftir að fá að hefja sitt líf er mjög alvarlegt mál“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. júní 2023 13:01 Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mikið vanti upp á til að þessir fimmtíu samningar náist. Hátt í fimmtíu nýja NPA samninga vantar á þessu ári til að ríkið fylgi skuldbindingum sínum sem kveðið er á um í lögum. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir fjölmarga fatlaða einstaklinga þurfa að bíða mánuðum saman eftir að hefja sjálfstætt líf. Tilkynnt var um stóraukin fjárframlög vegna NPA, eða notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar við fatlað fólk, í lok síðasta árs. NPA-samningar eru fyrir fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi og er ætlað að veita því tækifæri til að lifa virku og sjálfstæðu lífi. NPA var lögfest 2018 en fjöldi samninga hefur nánast staðið í stað síðan árið 2019. Þá voru NPA samningar 90 talsins en voru eingöngu orðnir um 95 í fyrra. Samkvæmt lögum eiga NPA samningar að vera orðnir 145 talsins samkvæmt nýrri löggjöf sem samþykkt var í lok síðasta árs. Til að það náist vantar um 50 samninga en það eru einmitt um 50 manns á biðlista eftir þjónustunni. Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mikið vanti upp á til að þessir 50 samningar náist. „Við höfum ekki fengið miklar haldbærar skýringar á hvers vegna það hefur dregist svona lengi að úthluta fjármagni sem var samþykkt fyrir að verða ári síðan,“ segir Rúnar. „Þessir fimmtíu einstaklingar eru margir búnir að bíða í ansi mörg ár eftir því að fá að lifa sjálfstæðu lífi en þessi þjónusta er mjög mikilvæg í innleiðingu samningssamvinnu um réttindi fatlaðs fólks.“ Meirihluti NPA notenda sækir skóla eða vinnu Í rannsóknarskýrslu sem framkvæmd var fyrir heilbrigðisráðuneytið árið 2016 kom fram mikill meirihluti fatlaðara sem nýtir þjónustu NPA sæki skóla eða vinnu. „Það segir okkur að fatlað fólk sem bíður eftir þessari þjónustu er ekki að komast mögulega inn í skóla eða á vinnumarkaðinn. Það er í raun að bíða eftir að fá að hefja sitt sjálfstæða líf. Hver mánuður sem einstaklingur þarf að bíða eftir að fá að hefja sitt líf er mjög alvarlegt mál,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Tilkynnt var um stóraukin fjárframlög vegna NPA, eða notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar við fatlað fólk, í lok síðasta árs. NPA-samningar eru fyrir fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi og er ætlað að veita því tækifæri til að lifa virku og sjálfstæðu lífi. NPA var lögfest 2018 en fjöldi samninga hefur nánast staðið í stað síðan árið 2019. Þá voru NPA samningar 90 talsins en voru eingöngu orðnir um 95 í fyrra. Samkvæmt lögum eiga NPA samningar að vera orðnir 145 talsins samkvæmt nýrri löggjöf sem samþykkt var í lok síðasta árs. Til að það náist vantar um 50 samninga en það eru einmitt um 50 manns á biðlista eftir þjónustunni. Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mikið vanti upp á til að þessir 50 samningar náist. „Við höfum ekki fengið miklar haldbærar skýringar á hvers vegna það hefur dregist svona lengi að úthluta fjármagni sem var samþykkt fyrir að verða ári síðan,“ segir Rúnar. „Þessir fimmtíu einstaklingar eru margir búnir að bíða í ansi mörg ár eftir því að fá að lifa sjálfstæðu lífi en þessi þjónusta er mjög mikilvæg í innleiðingu samningssamvinnu um réttindi fatlaðs fólks.“ Meirihluti NPA notenda sækir skóla eða vinnu Í rannsóknarskýrslu sem framkvæmd var fyrir heilbrigðisráðuneytið árið 2016 kom fram mikill meirihluti fatlaðara sem nýtir þjónustu NPA sæki skóla eða vinnu. „Það segir okkur að fatlað fólk sem bíður eftir þessari þjónustu er ekki að komast mögulega inn í skóla eða á vinnumarkaðinn. Það er í raun að bíða eftir að fá að hefja sitt sjálfstæða líf. Hver mánuður sem einstaklingur þarf að bíða eftir að fá að hefja sitt líf er mjög alvarlegt mál,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar.
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira