Þakklát forseta Íslands fyrir bréf eftir andlát dóttur sinnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júní 2023 11:34 Móðir Sofiu er þakklát fyrir stuðninginn og þakkar sérstaklega forseta Íslands. Valda Anastasia Kolesnikova, móðir Sofiu Sarmite Kolesnikova sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann 27. apríl síðastliðinn, segist vera gríðarlega þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið eftir andlát dóttur sinnar. Hún þakkar Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sérstaklega fyrir handskrifað bréf sem hann skrifaði henni. Lögreglan á Suðurlandi hefur andlát Sofiu til rannsóknar og er karlmaður í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað henni. Valda segist þakklát öllum þeim sem hafi veitt henni styrk á þessum erfiðu tímum og þakkar sérstaklega börnum sínum og systkinum Sofiu. „Krakkarnir mínir hafa staðið sig eins og hetjur og ekki gefist upp, þau eru öll mætt til vinnu og hitta vini og fjölskyldu,“ skrifar Valda í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún þakkar sömuleiðis vinafólki sínu fyrir skilyrðislausa ást og stuðning. „Einnig langar mig að þakka forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni fyrir handskrifað bréf sem hann sendi og sýndi okkur stuðning á þessum erfiðu tímum og hans yndislegu eiginkonu Elizu Reid sem gerði það jafnframt og hefur boðið okkur að líta við.“ Í gæsluvarðhaldi í tvær vikur til viðbótar Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að maðurinn sem grunaður er um að hafa valdið Sofiu bana verði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur til viðbótar hið minnsta. Lögregla kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands fyrir tveimur vikum síðan til Landsréttar og fékk gæsluvarðhald yfir manninum því framlengt um fjórar vikur. Sveinn segir lögreglu hafa talið það nauðsynlegt vegna biðar eftir gögnum erlendis frá. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í tæplega níu vikur. Sveinn segir lögreglu enn bíða eftir lokaskýrslu úr krufningu en hann segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að Sofiu hafi verið ráðinn bani. Lögreglumál Grunur um manndráp á Selfossi Árborg Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur andlát Sofiu til rannsóknar og er karlmaður í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað henni. Valda segist þakklát öllum þeim sem hafi veitt henni styrk á þessum erfiðu tímum og þakkar sérstaklega börnum sínum og systkinum Sofiu. „Krakkarnir mínir hafa staðið sig eins og hetjur og ekki gefist upp, þau eru öll mætt til vinnu og hitta vini og fjölskyldu,“ skrifar Valda í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún þakkar sömuleiðis vinafólki sínu fyrir skilyrðislausa ást og stuðning. „Einnig langar mig að þakka forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni fyrir handskrifað bréf sem hann sendi og sýndi okkur stuðning á þessum erfiðu tímum og hans yndislegu eiginkonu Elizu Reid sem gerði það jafnframt og hefur boðið okkur að líta við.“ Í gæsluvarðhaldi í tvær vikur til viðbótar Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að maðurinn sem grunaður er um að hafa valdið Sofiu bana verði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur til viðbótar hið minnsta. Lögregla kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands fyrir tveimur vikum síðan til Landsréttar og fékk gæsluvarðhald yfir manninum því framlengt um fjórar vikur. Sveinn segir lögreglu hafa talið það nauðsynlegt vegna biðar eftir gögnum erlendis frá. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í tæplega níu vikur. Sveinn segir lögreglu enn bíða eftir lokaskýrslu úr krufningu en hann segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að Sofiu hafi verið ráðinn bani.
Lögreglumál Grunur um manndráp á Selfossi Árborg Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira