Til hvers að nenna í rekstur? Stefanía K. Ásbjörnsdóttir skrifar 30. júní 2023 13:01 Flest kjósum við að ganga í hóp launafólks á lífsleiðinni, fæst kjósum við að hefja eigin rekstur og stofna fyrirtæki, þrátt fyrir að því fylgi fjölmargir kostir. Með öðrum orðum þá veljum við flest öryggi fram yfir áhættu. Það gætum við hins vegar ekki ef ekki væri fyrir þau fáu sem ákveða að demba sér í fyrirtækjarekstur. Að sama skapi er ómögulegt að reka fyrirtæki ef enginn hefur áhuga á að starfa þar. Hvers vegna kjósa ekki fleiri rekstur fram yfir örugga launatékka? Þó fólk sé eins misjafnt og það er margt þá er munurinn á fyrirtækjaeigendum og launafólki ekki mikill – allir vilja hafa í sig og á. Í tilfelli launafólks er iðulega samið um kaup og kjör sem greidd eru út við hver mánaðamót, hvort sem fyrirtækinu gengur vel eða illa, afkoma launafólks er þannig ekki háð afkomu fyrirtækisins nema að litlu leyti. Afkoma þess sem á og rekur fyrirtæki veltur aftur á móti fyllilega á afkomu þess. Reksturinn þarf að ganga vel, eða hafa gengið vel, svo hægt sé að greiða út arð til eigenda. Þetta er áhættan sem fyrirtækjaeigendur taka en launafólk ekki, og enn er ekki öll sagan sögð, að auki kostar að koma fyrirtæki á laggirnar. Einhver er iðulega startkostnaðurinn, peningur sem bundinn er í rekstri fyrirtækisins er peningur sem eigendur þess geta ekki nýtt til annarra verka. Eðli máls samkvæmt myndu fáir sætta sig við að leggja háa fjárhæð inn á bundna, lokaða, bankabók og fá af því enga vexti. Að sama skapi vænta eigendur fyrirtækja þess að sá peningur sem þeir binda í fyrirtækjum sínum ávaxtist. Til þess að svo sé þarf reksturinn að ganga vel og skila hagnaði. Þegar syrtir í álinn og efnahagsaðstæður versna reynir á í rekstri fyrirtækja, ekki síður en rekstri heimila. Meginhlutverk þeirra sem stýra fyrirtækjum er að standa vörð um reksturinn - starfsfólki og eigendum til hagsbóta – og reyna hvað þeir geta að halda honum réttu megin við núllið, annars er hættan auðvitað sú að fyrirtækið þurfi að leggja upp laupana. Á því græðir enginn. Kostnaðarhækkunum, eins og þeim sem dunið hafa á samfélaginu síðustu misseri, þurfa fyrirtæki því að mæta með hagræðingu, til dæmis með því að segja upp fólki, eða verðhækkunum. Hagræðingin hefur þó sín náttúrulegu takmörk. Þegar fyrirtæki sjá ekki lengur tækifæri til hagræðingar kemur að því að þau neyðast til að velta kostnaðarhækkunum, að minnsta kosti að hluta, út í verðlagið. Hagnaðurinn getur ekki tekið höggið endalaust. Halda þarf rekstrinum réttu megin við núllið. Undanfarið hefur farið mikið fyrir þeim sem vilja kenna fyrirtækjum alfarið um þá verðbólgu sem geisað hefur hér á landi um nokkurt skeið. Fyrirtæki hafi aukið hagnað sinn með því að hækka verð umfram kostnað og samhliða valdið samfélaginu gífurlegu tjóni í formi aukinnar verðbólgu. Eðli máls samkvæmt felur verðbólga það í sér að verð hafi hækkað en slíkt gerist ekki nema fyrirtæki hafi tekið ákvörðun um að hækka hafi þurft verð. Það er hins vegar ekki svo að fyrirtæki geti hækkað verð eins og þeim lystir, án afleiðinga, það er að segja, án þess að eftirspurn eftir vörum þeirra og þjónustu dragist saman. Fá, ef einhver, fyrirtæki búa svo vel. Illa ígrundaðar verðhækkanir geta leitt til þess að tekjur fyrirtækis dragast saman og hagnaðurinn samhliða, til dæmis vegna þess að neytendur leita í aðrar sambærilegar vörur. Gengur það þvert á meginmarkmið rekstrar. Fyrirtæki hækka því ekki verð að gamni sínu. Það er því ekki úr vegi að velta fyrir sér hvers vegna fyrirtæki hafa fundið sig knúin til að hækka verð að þessu sinni. Líkt og alþjóð veit truflaði heimsfaraldur bæði framleiðslu og flutninga víðsvegar um heiminn sem olli vöntun og verðhækkunum á ýmsum vörum. Stríðið í Úkraínu bætti síðan gráu ofan á svart. Eyðsluþorsti heimila og hins opinbera í kjölfar heimsfaraldurs og erfiðleikar fyrirtækja við að mæta þeirri auknu eftirspurn með auknu framboði hafa einnig gefið tilefni til verðhækkana. Þá eru ónefndar kostnaðarhækkanir sem íslensk fyrirtæki hafa borið í formi launahækkana undanfarin ár. Það má vera ljóst að gífurleg einföldun felst í þeirri staðhæfingu að fyrirtæki geti ein og óstudd borið ábyrgð á verðbólgu. Hér er engin þörf á að velta fyrir sér hvort hafi komið á undan, eggið eða hænan. Höfundur er hagfræðingur á efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Efnahagsmál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Flest kjósum við að ganga í hóp launafólks á lífsleiðinni, fæst kjósum við að hefja eigin rekstur og stofna fyrirtæki, þrátt fyrir að því fylgi fjölmargir kostir. Með öðrum orðum þá veljum við flest öryggi fram yfir áhættu. Það gætum við hins vegar ekki ef ekki væri fyrir þau fáu sem ákveða að demba sér í fyrirtækjarekstur. Að sama skapi er ómögulegt að reka fyrirtæki ef enginn hefur áhuga á að starfa þar. Hvers vegna kjósa ekki fleiri rekstur fram yfir örugga launatékka? Þó fólk sé eins misjafnt og það er margt þá er munurinn á fyrirtækjaeigendum og launafólki ekki mikill – allir vilja hafa í sig og á. Í tilfelli launafólks er iðulega samið um kaup og kjör sem greidd eru út við hver mánaðamót, hvort sem fyrirtækinu gengur vel eða illa, afkoma launafólks er þannig ekki háð afkomu fyrirtækisins nema að litlu leyti. Afkoma þess sem á og rekur fyrirtæki veltur aftur á móti fyllilega á afkomu þess. Reksturinn þarf að ganga vel, eða hafa gengið vel, svo hægt sé að greiða út arð til eigenda. Þetta er áhættan sem fyrirtækjaeigendur taka en launafólk ekki, og enn er ekki öll sagan sögð, að auki kostar að koma fyrirtæki á laggirnar. Einhver er iðulega startkostnaðurinn, peningur sem bundinn er í rekstri fyrirtækisins er peningur sem eigendur þess geta ekki nýtt til annarra verka. Eðli máls samkvæmt myndu fáir sætta sig við að leggja háa fjárhæð inn á bundna, lokaða, bankabók og fá af því enga vexti. Að sama skapi vænta eigendur fyrirtækja þess að sá peningur sem þeir binda í fyrirtækjum sínum ávaxtist. Til þess að svo sé þarf reksturinn að ganga vel og skila hagnaði. Þegar syrtir í álinn og efnahagsaðstæður versna reynir á í rekstri fyrirtækja, ekki síður en rekstri heimila. Meginhlutverk þeirra sem stýra fyrirtækjum er að standa vörð um reksturinn - starfsfólki og eigendum til hagsbóta – og reyna hvað þeir geta að halda honum réttu megin við núllið, annars er hættan auðvitað sú að fyrirtækið þurfi að leggja upp laupana. Á því græðir enginn. Kostnaðarhækkunum, eins og þeim sem dunið hafa á samfélaginu síðustu misseri, þurfa fyrirtæki því að mæta með hagræðingu, til dæmis með því að segja upp fólki, eða verðhækkunum. Hagræðingin hefur þó sín náttúrulegu takmörk. Þegar fyrirtæki sjá ekki lengur tækifæri til hagræðingar kemur að því að þau neyðast til að velta kostnaðarhækkunum, að minnsta kosti að hluta, út í verðlagið. Hagnaðurinn getur ekki tekið höggið endalaust. Halda þarf rekstrinum réttu megin við núllið. Undanfarið hefur farið mikið fyrir þeim sem vilja kenna fyrirtækjum alfarið um þá verðbólgu sem geisað hefur hér á landi um nokkurt skeið. Fyrirtæki hafi aukið hagnað sinn með því að hækka verð umfram kostnað og samhliða valdið samfélaginu gífurlegu tjóni í formi aukinnar verðbólgu. Eðli máls samkvæmt felur verðbólga það í sér að verð hafi hækkað en slíkt gerist ekki nema fyrirtæki hafi tekið ákvörðun um að hækka hafi þurft verð. Það er hins vegar ekki svo að fyrirtæki geti hækkað verð eins og þeim lystir, án afleiðinga, það er að segja, án þess að eftirspurn eftir vörum þeirra og þjónustu dragist saman. Fá, ef einhver, fyrirtæki búa svo vel. Illa ígrundaðar verðhækkanir geta leitt til þess að tekjur fyrirtækis dragast saman og hagnaðurinn samhliða, til dæmis vegna þess að neytendur leita í aðrar sambærilegar vörur. Gengur það þvert á meginmarkmið rekstrar. Fyrirtæki hækka því ekki verð að gamni sínu. Það er því ekki úr vegi að velta fyrir sér hvers vegna fyrirtæki hafa fundið sig knúin til að hækka verð að þessu sinni. Líkt og alþjóð veit truflaði heimsfaraldur bæði framleiðslu og flutninga víðsvegar um heiminn sem olli vöntun og verðhækkunum á ýmsum vörum. Stríðið í Úkraínu bætti síðan gráu ofan á svart. Eyðsluþorsti heimila og hins opinbera í kjölfar heimsfaraldurs og erfiðleikar fyrirtækja við að mæta þeirri auknu eftirspurn með auknu framboði hafa einnig gefið tilefni til verðhækkana. Þá eru ónefndar kostnaðarhækkanir sem íslensk fyrirtæki hafa borið í formi launahækkana undanfarin ár. Það má vera ljóst að gífurleg einföldun felst í þeirri staðhæfingu að fyrirtæki geti ein og óstudd borið ábyrgð á verðbólgu. Hér er engin þörf á að velta fyrir sér hvort hafi komið á undan, eggið eða hænan. Höfundur er hagfræðingur á efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar