Laxeldið First Water eykur hlutafé um ríflega tólf milljarða
![„Við erum með frábært verkefni í höndunum og það endurspeglast í því að við erum að ljúka vel heppnaðri hlutafjáraukningu, þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water.](https://www.visir.is/i/71E494E560412441A8A3886B6806FC3E3524DBC494E3BE1CB1358B1A4112B41B_713x0.jpg)
First Water, sem áður hét Landeldi og vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi í Þorlákshöfn, hefur lokið hlutafjáraukningu að andvirði 82 milljóna evra, eða um 12,3 milljarða króna. Fjárfestingarfélagið Stoðir er áfram stærsti hluthafi First Water eftir hlutafjáraukninguna.