Innlent

Nafn mannsins sem lést á Lúx

Árni Sæberg skrifar
Karolis var 25 ára þegar hann lést.
Karolis var 25 ára þegar hann lést. Getty

Maðurinn sem lést eftir líkamsárás á skemmtistaðnum Lúx á dögunum hét Karolis Zelenkauskas og var 25 ára gamall litáískur ríkisborgari, sem búsettur hafði verið hér á landi um nokkurra mánaða skeið.

Nafn hans kemur fram í upplýsingum um söfnun, sem efnt hefur verið til í þeim tilgangi að fjármagna flutning jarðneskra leyfa Karolis til heimalandsins Litáen. Þar segir að aðstandendur hans í Litáen séu í molum vegna andláts hans og að móðir hans vilji koma líki hans heim.

Í frétt DV, sem greindi fyrst frá nafni Karolis, segir að kærasta hans Monika hafi hafi flutt til hans á Íslandi aðeins tveimur vikum fyrir andlát hans.

Sá grunaði laus úr haldi

Í fyrradag var greint frá því að karl­maður sem hand­tekinn var vegna líkams­á­rásar og and­láts Karolis síðustu helgi sé laus úr gæslu­varð­haldi.

Heimildir Vísis herma að sá grunaði sé íslenskur karlmaður á þrítugsaldri sem æfir hnefaleika og keppir í íþróttinni. Sjónarvottar hafa sagt Karolis hafa látist eftir aðeins eitt höfuðhögg, en lögregla hefur ekki getað staðfest það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×