„Við þurfum að setja upp fötlunargleraugun“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 2. júlí 2023 16:30 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir mál Önnu Kristínar Jensdóttur ekki einsdæmi. Vísir/Vilhelm Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir mál hreyfihamlaðrar konu sem hefur ítrekað verið hafnað um atvinnutækifæri á grundvelli fötlunar hennar ekki vera einsdæmi. Fordómar ríki í samfélaginu sem þurfi að uppræta. Greint var frá máli þrjátíu eins árs gamallar konu með hreyfihömlun í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær. Hún hefur verið atvinnulaus í tæpt ár og sótt um fjölda starfa en hefur ítrekað verið hafnað á grundvelli fötlunar sinnar. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir málið ekki einsdæmi. „Því miður hef ég átt samtöl við fatlað fólk sem lýsir svipuðu eða sama viðmóti þegar það sækir um starf. Það verður að viðurkennast að þetta eru einhvers konar fordómar sem eru ríkjandi í samfélaginu sem við verðum að komast fram hjá,“ segir Þuríður Harpa. Breyta þurfi viðhorfi til fatlaðs fólks. „Það er búið að vera vilji stjórnvalda í mörg ár að hið opinbera og sveitarfélög gangi á undan með góðu fordæmi og ráði til sín fatlað fólk til starfa,“ segir Þuríður Harpa. Verið sé að vinna að breytingu í almannatryggingakerfinu þar sem lögð sé áhersla á að fatlað fólk hafi meiri og jafnari aðgang að störfum. Auk þess sé verið að innleiða samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk í lög. „Það er heilmikið í farvatninu til að gera breytingar og við kunnum þetta. Við höfum gert þetta allt saman áður til dæmis í jafnréttismálum og við setjum stanslaust upp jafnréttisgleraugun og við þurfum að gera það sama gagnvart fötluðu fólki. Við þurfum að setja upp fötlunargleraugun og gera því kleift að vera á jafnréttisgrundvelli í samfélaginu og það þýðir að fatlað fólk þarf og á að hafa aðgang að atvinnu,“ segir Þuríður Harpa. Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Greint var frá máli þrjátíu eins árs gamallar konu með hreyfihömlun í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær. Hún hefur verið atvinnulaus í tæpt ár og sótt um fjölda starfa en hefur ítrekað verið hafnað á grundvelli fötlunar sinnar. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir málið ekki einsdæmi. „Því miður hef ég átt samtöl við fatlað fólk sem lýsir svipuðu eða sama viðmóti þegar það sækir um starf. Það verður að viðurkennast að þetta eru einhvers konar fordómar sem eru ríkjandi í samfélaginu sem við verðum að komast fram hjá,“ segir Þuríður Harpa. Breyta þurfi viðhorfi til fatlaðs fólks. „Það er búið að vera vilji stjórnvalda í mörg ár að hið opinbera og sveitarfélög gangi á undan með góðu fordæmi og ráði til sín fatlað fólk til starfa,“ segir Þuríður Harpa. Verið sé að vinna að breytingu í almannatryggingakerfinu þar sem lögð sé áhersla á að fatlað fólk hafi meiri og jafnari aðgang að störfum. Auk þess sé verið að innleiða samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk í lög. „Það er heilmikið í farvatninu til að gera breytingar og við kunnum þetta. Við höfum gert þetta allt saman áður til dæmis í jafnréttismálum og við setjum stanslaust upp jafnréttisgleraugun og við þurfum að gera það sama gagnvart fötluðu fólki. Við þurfum að setja upp fötlunargleraugun og gera því kleift að vera á jafnréttisgrundvelli í samfélaginu og það þýðir að fatlað fólk þarf og á að hafa aðgang að atvinnu,“ segir Þuríður Harpa.
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira