Tólf ára Íslandsmeistari í tennis | Öruggt hjá Rafni Kumar Smári Jökull Jónsson skrifar 2. júlí 2023 19:46 Rafn Kumar Bonifacius og Garima Nitinkumar Kalugade. Tennissamband Íslands Hin tólf ára Garima Nitinkumar gerði sér lítið fyrir í dag og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í tennis utanhúss þegar hún lagði Sofiu Sóley Jónasdóttur í úrslitaleik. Þær Garima og Sofia Sóley tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með sigrum á Önnu Soffíu Grönholm og Eygló Dís Ármannsdóttur í undanúrslitum í gær en úrslitaleikurinn í dag var sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sofia Sóley vann 6-2 sigur í fyrsta settinu en Garima jafnaði með því að vinna annað settið sömuleiðis 6-2. Í úrslitasettinu náði hin unga Garima 5-2 forystu en Sofiu Sóley tókst að minnka muninn með sigri í næstu lotu. Garima tryggði sér hins vegar Íslandsmeistaratiilinn í næstu lotu, vann þriðja settið 6-3 og leikinn 2-1. Andri Már Eggertsson hitti Garimu að máli eftir leik sem var vitaskuld sátt með titilinn. „Þetta er mjög gaman. Sofia og Anna Soffía eru fyrirmyndir fyrir mér. Sofia spilaði mjög vel í dag og sérstaklega í fyrsta settinu,“ sagði Garima. „Mér fannst ég gefa góðar uppgjafir, eins og alltaf,“ bætti hún við þegar Andri Már spurði hana hvað hefði gengið vel í dag. Hún segist stefna á toppinn. „Mig langar á toppinn, ég og systir mín,“ sagði nýkrýndur Íslandsmeistari í tennis en Garima varð einnig Íslandsmeistari innanhúss í vetur. Vann pabba sinn í úrslitum Rafn Kumar Bonificius varð Íslandsmeistari í karlaflokki í dag eftir öruggan sigur á föður sínum Raj Bonificius í tveimursettum. Rafn Kumar vann 6-2 í fyrsta setti og 6-1 í öðru og þar með leikinn 2-0. „Það er kannski aðeins öðruvísi þegar maður er að spila við pabba sinn, en það er alltaf gott að vinna,“ sagði Rafn Kumar í samtali við Andra Má eftir leikinn í dag, aðspurður hvort það væri alltaf jafn sætt að vinna. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er það ekkert sérstaklega skemmtilegt, þetta er aðeins of nálægt manni. Auðvitað er þetta alveg gaman en þetta var skemmtilegra fyrir tólf árum þegar hann var um fertugt og ég yngri en tvítugt. Þetta lítur kannski svolítið skringilega út í dag.“ Hann segist hafa átt von á öruggum sigri. „Ég bjóst alveg við því. Hann spilaði aðeins betur en ég hafði ímyndað mér,“ sagði Rafn Kumar sem sagðist gera ráð fyrir að pabbi hans væri þreyttari aðilinn eftir leikinn. Tennis Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sjá meira
Þær Garima og Sofia Sóley tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með sigrum á Önnu Soffíu Grönholm og Eygló Dís Ármannsdóttur í undanúrslitum í gær en úrslitaleikurinn í dag var sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sofia Sóley vann 6-2 sigur í fyrsta settinu en Garima jafnaði með því að vinna annað settið sömuleiðis 6-2. Í úrslitasettinu náði hin unga Garima 5-2 forystu en Sofiu Sóley tókst að minnka muninn með sigri í næstu lotu. Garima tryggði sér hins vegar Íslandsmeistaratiilinn í næstu lotu, vann þriðja settið 6-3 og leikinn 2-1. Andri Már Eggertsson hitti Garimu að máli eftir leik sem var vitaskuld sátt með titilinn. „Þetta er mjög gaman. Sofia og Anna Soffía eru fyrirmyndir fyrir mér. Sofia spilaði mjög vel í dag og sérstaklega í fyrsta settinu,“ sagði Garima. „Mér fannst ég gefa góðar uppgjafir, eins og alltaf,“ bætti hún við þegar Andri Már spurði hana hvað hefði gengið vel í dag. Hún segist stefna á toppinn. „Mig langar á toppinn, ég og systir mín,“ sagði nýkrýndur Íslandsmeistari í tennis en Garima varð einnig Íslandsmeistari innanhúss í vetur. Vann pabba sinn í úrslitum Rafn Kumar Bonificius varð Íslandsmeistari í karlaflokki í dag eftir öruggan sigur á föður sínum Raj Bonificius í tveimursettum. Rafn Kumar vann 6-2 í fyrsta setti og 6-1 í öðru og þar með leikinn 2-0. „Það er kannski aðeins öðruvísi þegar maður er að spila við pabba sinn, en það er alltaf gott að vinna,“ sagði Rafn Kumar í samtali við Andra Má eftir leikinn í dag, aðspurður hvort það væri alltaf jafn sætt að vinna. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er það ekkert sérstaklega skemmtilegt, þetta er aðeins of nálægt manni. Auðvitað er þetta alveg gaman en þetta var skemmtilegra fyrir tólf árum þegar hann var um fertugt og ég yngri en tvítugt. Þetta lítur kannski svolítið skringilega út í dag.“ Hann segist hafa átt von á öruggum sigri. „Ég bjóst alveg við því. Hann spilaði aðeins betur en ég hafði ímyndað mér,“ sagði Rafn Kumar sem sagðist gera ráð fyrir að pabbi hans væri þreyttari aðilinn eftir leikinn.
Tennis Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sjá meira