Fótbolti

Breið­hyltingar skildu Njarð­vík eftir í fall­sæti

Smári Jökull Jónsson skrifar
Róbert Hauksson skoraði tvö mörk fyrir Leikni í kvöld.
Róbert Hauksson skoraði tvö mörk fyrir Leikni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Leiknir úr Breiðaholti lyfti sér úr fallsæti Lengjudeildar karla eftir sigur á Njarðvík á heimavelli í dag. Með sigrinum fara Breiðhyltingar upp fyrir Njarðvík í töflunni.

Fyrir leikinn í dag voru liðin í fallbaráttu í Lengjudeildinni en aðeins Ægir frá Þorlákshöfn var neðar í töflunni. Ægir vann sigur á Ísafirði í dag og þar með munaði aðeins einu stigi á þeim og Leikni og þrjú stig voru upp til Njarðvíkur.

Fyrri hálfleikur í dag var markalaus en þegar skammt var í að flautað yrði til hálfleiks fékk Robert Blakala, markvörður Njarðvíkur, rautt fyrir að brjóta á Leiknismanni sem kominn var einn í gegnum vörnina. Brotið var fyrir utan teig en samkvæmt lýsingu Fótbolti.net var um að ræða rangan dóm.

Leiknismenn nýttu sér heldur betur liðsmuninn í síðari hálfleik. Hjalti Sigurðsson kom liðinu í 1-0 á 48. mínútu og Róbert Hauksson bætti við tveimur mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 3-0 og Leiknir er því með 8 stig í þriðja neðsta sæti, stigi meira en Njarðvík sem er í fallsæti ásamt Ægi.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af Fótbolti.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×