Enski boltinn

Finnur United eftir­mann De Gea í Hollandi?

Smári Jökull Jónsson skrifar
Justin Bijlow í leik Hollands og Ítalíu í Þjóðadeildinni þann 18. júní síðastliðinn.
Justin Bijlow í leik Hollands og Ítalíu í Þjóðadeildinni þann 18. júní síðastliðinn. Vísir/Getty

Samningaviðræður Manchester United og David De Gea eru í biðstöðu. Byrjað er að orða félagið við aðra markmenn og nú virðist sem félagið sé farið að horfa til Hollands í leit sinni.

David De Gea varð samningslaus í gær en hann og Manchester United hafa verið í viðræðum um nýjan samning síðustu mánuði. Fyrir helgina bárust fréttir af því að De Gea hefði samþykkt tilboð félagsins en það síðan dregið það til baka.

Spánverjinn er nú í sumarfríi og var að gifta sig í gær og viðræður aðilanna því settar á ís í bili. United hefur verið orðað við Andre Onana, markvörðu Inter, síðustu vikur en finnst 51 milljón punda verðmiði ítalska félagsins full hár.

Í dag greinir De Telegraaf frá því að United sé að íhuga að gera tilboð í Justin Bijlow markvörð Feyenoord og hollenska landsliðsins. Hann er mun ódýrari kostur en Onana en Feyeenoord eru tregir til að sleppa honum. Annar kostur í stöðunni fyrir United er að kaupa Kevin Trapp frá Frankfurt sem einnig yrði ódýrari en Onana.

Erik Ten Hag er með takmarkað fjármagn til að eyða í leikmenn í sumar þar sem United þarf að versla innan ramma fjárhagsreglna UEFA. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×