„Á að vera leyfilegt að mótmæla en þetta er ótrúlegt lélegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júlí 2023 07:00 Heims- og ólympíumeistarinn Karsten Warholm rétt slapp áður en mótmælendurnir hlupu inn á hlaupabrautina. Vísir/EPA Umhverfissinnar hlupu inn á hlaupabrautina við lok 400 metra grindahlaupsins á Demantamótinu í Stokkhólmi í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Svíar lenda í vandræðum vegna svipaðra mótmæla á stórviðburðum. Dementamótaröðin í frjálsum íþróttum er í fullum gangi þessar vikurnar og í gær fór mót fram í Stokkhólmi þar sem margar af stærstu stjörnum frjálsíþróttaheimsins voru samankomnar. Norðmaðurinn Karsten Warholm kom fyrstur í mark í 400 metra hlaupi karla en minnstu munaði að heims- og ólympíumeistarinn gæti ekki klárað hlaupið. Í þann mund sem hann hljóp yfir marklínuna fóru mótmælendur inn á hlaupabrautina og stilltu sér upp fyrir þeim keppendur sem áttu eftir að hlaupa í mark. „Ég varð reiður. Þetta er kjánalegt og forkastanlegt,“ sagði Warholm í samtali við sænska ríkissjónvarpið SVT eftir hlaupið. „Það á að vera leyfilegt að mótmæla en þetta er ótrúlega lélegt. Þetta er ekki rétta aðferðin, sama um hvað málið snýst.“ Protestors disrupt the conclusion of the 400m hurdles at tonight's Diamond League event in Stockholmpic.twitter.com/OMGxXo6G0k— Balls.ie (@ballsdotie) July 2, 2023 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Svíar lenda í vandræðum á stórviðburðum vegna mótmæla umhverfissinna. Þegar Loreen söng á úrslitakvöldi Melodifestivalen var hún trufluð af mótmælendum og þurfti að endurtaka atriði sitt. Þá hafa mótmælendur hlaupið inn á völlinn í miðjum bikarúrslitaleik í knattspyrnu, truflað úrslitaþátt Idol og fleiri stóra viðburði. „Ótrúlega leiðinlegt að þetta hafi gerst, að þeir ráðist inn á okkar viðburð. Hlaupararnir voru næstum því keyrðir niður,“ sagði Jan Kowalski sem var framkvæmdastjóri Demantamótsins í gær. „Við höfum séð þetta gerast á öðrum viðburðum og vorum tilbúin. Við vissum hvað við ættum að gera ef þetta myndi gerast, að sama skapi getum við ekki sett óeirðagirðingu í kringum allan völlinn á svona viðburði. Við gerðum það sem við gátum og vorum fljót að bregðast við.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira
Dementamótaröðin í frjálsum íþróttum er í fullum gangi þessar vikurnar og í gær fór mót fram í Stokkhólmi þar sem margar af stærstu stjörnum frjálsíþróttaheimsins voru samankomnar. Norðmaðurinn Karsten Warholm kom fyrstur í mark í 400 metra hlaupi karla en minnstu munaði að heims- og ólympíumeistarinn gæti ekki klárað hlaupið. Í þann mund sem hann hljóp yfir marklínuna fóru mótmælendur inn á hlaupabrautina og stilltu sér upp fyrir þeim keppendur sem áttu eftir að hlaupa í mark. „Ég varð reiður. Þetta er kjánalegt og forkastanlegt,“ sagði Warholm í samtali við sænska ríkissjónvarpið SVT eftir hlaupið. „Það á að vera leyfilegt að mótmæla en þetta er ótrúlega lélegt. Þetta er ekki rétta aðferðin, sama um hvað málið snýst.“ Protestors disrupt the conclusion of the 400m hurdles at tonight's Diamond League event in Stockholmpic.twitter.com/OMGxXo6G0k— Balls.ie (@ballsdotie) July 2, 2023 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Svíar lenda í vandræðum á stórviðburðum vegna mótmæla umhverfissinna. Þegar Loreen söng á úrslitakvöldi Melodifestivalen var hún trufluð af mótmælendum og þurfti að endurtaka atriði sitt. Þá hafa mótmælendur hlaupið inn á völlinn í miðjum bikarúrslitaleik í knattspyrnu, truflað úrslitaþátt Idol og fleiri stóra viðburði. „Ótrúlega leiðinlegt að þetta hafi gerst, að þeir ráðist inn á okkar viðburð. Hlaupararnir voru næstum því keyrðir niður,“ sagði Jan Kowalski sem var framkvæmdastjóri Demantamótsins í gær. „Við höfum séð þetta gerast á öðrum viðburðum og vorum tilbúin. Við vissum hvað við ættum að gera ef þetta myndi gerast, að sama skapi getum við ekki sett óeirðagirðingu í kringum allan völlinn á svona viðburði. Við gerðum það sem við gátum og vorum fljót að bregðast við.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira