Ósanngjarnar samkomulagsbætur tryggingafélaga Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. júlí 2023 06:00 Í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni hringdi nýlega inn hlustandi sem taldi sig hlunnfarinn af tryggingarfélagi sínu[1]. Hann hafði lent í tjóni á vinnubíl sínum en var í rétti og átti því að fá fullar bætur, en raunin var svo að tryggingarfélagið hans ætlaði ekki að bæta honum fyrir þann virðisaukaskatt sem þurfti að greiða vegna viðgerðarinnar. Næsta dag var svo viðtal við skattalögfræðing í Bítinu sem útskýrði að þarna væri allt með felldu[2]. Raunin væri einfaldlega að um virðisaukaskattskylda atvinnustarfssemi væri að ræða þannig að greiddi virðisaukaskatturinn vegna viðgerðanna kæmi á móti innheimtum virðisaukaskatti af starfssemi mannsins á vinnubílnum og því félli engin auka kostnaður á manninn. Heildarniðurstaðan væri rétt, hann fengi tjón sitt akkurat bætt að fullu. En þýðir það að tryggingarfélögin geri alltaf rétt upp við tjónþola í málum sem þessum? Virðisaukaskattur og launatengd gjöld – Að hagnast af tjóni Ef umræddur tjónþoli að ofan hefði ekki verið í virðisaukaskattskyldum rekstri, þ.e. hann væri bara venjulegur einstaklingur að lenda í tjóni á bílnum sínum, hefði tryggingarfélaginu hans borið að greiða honum allan kostnað vegna viðgerðanna með virðisaukaskatti inniföldum. Um það er engin vafi, enda hefur Ríkisskattstjóri sagt það skýrum orðum í ákvörðunarbréfi 786/97[3]. En engu að síður hefur borið á því að tryggingarfélög bjóði tjónþolum samkomulagsbætur sem oft eru aðeins 20-30% af hinum fullu bótum sem tjónþoli á rétt á. Til að rökstyðja þessar skertu bætur vísa tryggingafélögin gjarnan til þess að ef greiddar eru bætur fyrir tjón[4] þá sé engin vinna unnin og þar af leiðandi ber að draga virðisaukaskatt og launatengd gjöld frá bótafjárhæðinni. Vitanlega halda þessi rök engu vatni. Samkvæmt meginreglu skaðabótaréttar á tjónþoli rétt á fullum bótum fyrir fjártjón sitt. Lög númer 30/2004 um vátryggingastarfsemi segja jafnframt að tjónþoli eigi rétt á fullum bótum óháð því hvort hann láti gera við tjónið eða ekki[5]. Augljóst er því að fái tjónþoli ekki bætt sem nemur virðisaukaskatti eða öðrum gjöldum er verið að fara á svig við lög. Tjónþolinn getur einfaldlega ekki notað bótaupphæðina til þess að láta gera við tjónið. Virði eigna hans hefur minnkað og tryggingarfélagið hefur hagnast á hans hlut. Þegar að tryggingarfélög bjóða tjónþolum lægri samkomulagsbætur en duga til þess að bæta tjón tjónþolans að fullu er verið að nýta sér aðstöðumun aðilanna. Tryggingarfélagið veðjar þannig vísvitandi á að tjónþoli þekki ekki lögin fyllilega til þess að átta sig á því að hann sé ekki að fá fullar bætur. Ég hef t.d. tilfelli á borðinu hjá mér þar sem tryggingarfélag notaði ofantalin rök fyrir að bjóða samkomulagsbætur upp á 80.000kr þrátt fyrir að tjón væri metið upp á 300-350.000kr af óháðu réttingarverkstæði. Tryggingarfélagið stóð fast á sínu boði og sagði að samkvæmt meginreglu skaðabótaréttar eigi tjónþoli ekki að hagnast á tjóni. Þá var athugavert að í útreikningum tryggingafélagsins fylgdi jafnframt að sjálfsábyrgð tjónvalds var 80.000kr. Tryggingarfélagið ætlaði sem sagt að hagnast sjálft um öll iðgjöld sem það innheimtir frá tjónvaldinum en að láta hann sjálfan greiða allan sinn kostnað af tjóninu í gegnum sjálfsábyrgð sína, og á sama tíma að fá tjónþola til þess að tapa mismuninum af raun tapinu sem hann varð fyrir og brotinu sem hann fengi bætt! Ótrúleg ósvífni að detta svo til hugar að ýja að því að það sé tjónþoli sem sé að reyna koma út í plús! Þegar gildi samninga er skoðað með hliðsjón af ógildingarástæðum samningaréttar er stöðu samningsaðila gefið mikið vægi, en ljóst er að mikill munur er á fjárhagsstöðu, stærð og þekkingu á tryggingarmálum þegar tryggingarfélög og hefðbundnir einstaklingar semja. Það er því mjög áhugaverð spurning hversu margir hafa fallið í þessa gildru og hversu margir gætu gert kröfu um hærri bætur afturvirkt með dráttarvöxtum? Þá er ágætt að hafa í huga að þessi háttsemi nær vafalaust til fleiri sviða en eingöngu tjóna á bifreiðum einstaklinga. T.a.m. féll hæstarréttardómur í brunabótamáli fyrir um ári þar sem tryggingarfélagi var gert að greiða 120% hærri bætur en það hafði upprunalega ætlað sér, en tryggingarfélagið hafði m.a. notað þau rök að ekki bæri að greiða bætur sem jafngiltu hlutfalli virðisaukaskatts sem var svo rekið ofan í það[6]. Höfundur er doktorsnemi í Hagfræði [1] Hefst á mínútu 58, má nálgast hér: https://www.visir.is/k/8fecf3bf-f7ad-41fe-bbd9-8cca0680384f-1687428008813 [2] Má nálgast hér : https://www.visir.is/k/810ea0f2-3099-421c-b142-61772a7da226-1687513473951 [3] Má t.d. nálgast hér : http://haraldsson.is/virdisaukaskattur-greidsla-skadabota-vegna-bifreidatjons/ [4] Tjónþoli fær sem sagt greidda fjárhæð í stað þess að bíll hans sé lagfærður. [5] Sjá fyrstu og aðra málsgrein 35. greinar laga 30/2004 auk greinargerðar með frumvarpi sömu laga. [6] Hér má sjá stutta umfjöllun um málið frá lögmannstofunni sem rak málið frá Héraðsdómi til Hæstaréttar : https://www.landslog.is/domur-haestarettar-um-rett-vatryggds-til-brunabota/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Tryggingar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni hringdi nýlega inn hlustandi sem taldi sig hlunnfarinn af tryggingarfélagi sínu[1]. Hann hafði lent í tjóni á vinnubíl sínum en var í rétti og átti því að fá fullar bætur, en raunin var svo að tryggingarfélagið hans ætlaði ekki að bæta honum fyrir þann virðisaukaskatt sem þurfti að greiða vegna viðgerðarinnar. Næsta dag var svo viðtal við skattalögfræðing í Bítinu sem útskýrði að þarna væri allt með felldu[2]. Raunin væri einfaldlega að um virðisaukaskattskylda atvinnustarfssemi væri að ræða þannig að greiddi virðisaukaskatturinn vegna viðgerðanna kæmi á móti innheimtum virðisaukaskatti af starfssemi mannsins á vinnubílnum og því félli engin auka kostnaður á manninn. Heildarniðurstaðan væri rétt, hann fengi tjón sitt akkurat bætt að fullu. En þýðir það að tryggingarfélögin geri alltaf rétt upp við tjónþola í málum sem þessum? Virðisaukaskattur og launatengd gjöld – Að hagnast af tjóni Ef umræddur tjónþoli að ofan hefði ekki verið í virðisaukaskattskyldum rekstri, þ.e. hann væri bara venjulegur einstaklingur að lenda í tjóni á bílnum sínum, hefði tryggingarfélaginu hans borið að greiða honum allan kostnað vegna viðgerðanna með virðisaukaskatti inniföldum. Um það er engin vafi, enda hefur Ríkisskattstjóri sagt það skýrum orðum í ákvörðunarbréfi 786/97[3]. En engu að síður hefur borið á því að tryggingarfélög bjóði tjónþolum samkomulagsbætur sem oft eru aðeins 20-30% af hinum fullu bótum sem tjónþoli á rétt á. Til að rökstyðja þessar skertu bætur vísa tryggingafélögin gjarnan til þess að ef greiddar eru bætur fyrir tjón[4] þá sé engin vinna unnin og þar af leiðandi ber að draga virðisaukaskatt og launatengd gjöld frá bótafjárhæðinni. Vitanlega halda þessi rök engu vatni. Samkvæmt meginreglu skaðabótaréttar á tjónþoli rétt á fullum bótum fyrir fjártjón sitt. Lög númer 30/2004 um vátryggingastarfsemi segja jafnframt að tjónþoli eigi rétt á fullum bótum óháð því hvort hann láti gera við tjónið eða ekki[5]. Augljóst er því að fái tjónþoli ekki bætt sem nemur virðisaukaskatti eða öðrum gjöldum er verið að fara á svig við lög. Tjónþolinn getur einfaldlega ekki notað bótaupphæðina til þess að láta gera við tjónið. Virði eigna hans hefur minnkað og tryggingarfélagið hefur hagnast á hans hlut. Þegar að tryggingarfélög bjóða tjónþolum lægri samkomulagsbætur en duga til þess að bæta tjón tjónþolans að fullu er verið að nýta sér aðstöðumun aðilanna. Tryggingarfélagið veðjar þannig vísvitandi á að tjónþoli þekki ekki lögin fyllilega til þess að átta sig á því að hann sé ekki að fá fullar bætur. Ég hef t.d. tilfelli á borðinu hjá mér þar sem tryggingarfélag notaði ofantalin rök fyrir að bjóða samkomulagsbætur upp á 80.000kr þrátt fyrir að tjón væri metið upp á 300-350.000kr af óháðu réttingarverkstæði. Tryggingarfélagið stóð fast á sínu boði og sagði að samkvæmt meginreglu skaðabótaréttar eigi tjónþoli ekki að hagnast á tjóni. Þá var athugavert að í útreikningum tryggingafélagsins fylgdi jafnframt að sjálfsábyrgð tjónvalds var 80.000kr. Tryggingarfélagið ætlaði sem sagt að hagnast sjálft um öll iðgjöld sem það innheimtir frá tjónvaldinum en að láta hann sjálfan greiða allan sinn kostnað af tjóninu í gegnum sjálfsábyrgð sína, og á sama tíma að fá tjónþola til þess að tapa mismuninum af raun tapinu sem hann varð fyrir og brotinu sem hann fengi bætt! Ótrúleg ósvífni að detta svo til hugar að ýja að því að það sé tjónþoli sem sé að reyna koma út í plús! Þegar gildi samninga er skoðað með hliðsjón af ógildingarástæðum samningaréttar er stöðu samningsaðila gefið mikið vægi, en ljóst er að mikill munur er á fjárhagsstöðu, stærð og þekkingu á tryggingarmálum þegar tryggingarfélög og hefðbundnir einstaklingar semja. Það er því mjög áhugaverð spurning hversu margir hafa fallið í þessa gildru og hversu margir gætu gert kröfu um hærri bætur afturvirkt með dráttarvöxtum? Þá er ágætt að hafa í huga að þessi háttsemi nær vafalaust til fleiri sviða en eingöngu tjóna á bifreiðum einstaklinga. T.a.m. féll hæstarréttardómur í brunabótamáli fyrir um ári þar sem tryggingarfélagi var gert að greiða 120% hærri bætur en það hafði upprunalega ætlað sér, en tryggingarfélagið hafði m.a. notað þau rök að ekki bæri að greiða bætur sem jafngiltu hlutfalli virðisaukaskatts sem var svo rekið ofan í það[6]. Höfundur er doktorsnemi í Hagfræði [1] Hefst á mínútu 58, má nálgast hér: https://www.visir.is/k/8fecf3bf-f7ad-41fe-bbd9-8cca0680384f-1687428008813 [2] Má nálgast hér : https://www.visir.is/k/810ea0f2-3099-421c-b142-61772a7da226-1687513473951 [3] Má t.d. nálgast hér : http://haraldsson.is/virdisaukaskattur-greidsla-skadabota-vegna-bifreidatjons/ [4] Tjónþoli fær sem sagt greidda fjárhæð í stað þess að bíll hans sé lagfærður. [5] Sjá fyrstu og aðra málsgrein 35. greinar laga 30/2004 auk greinargerðar með frumvarpi sömu laga. [6] Hér má sjá stutta umfjöllun um málið frá lögmannstofunni sem rak málið frá Héraðsdómi til Hæstaréttar : https://www.landslog.is/domur-haestarettar-um-rett-vatryggds-til-brunabota/
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun