Innviðir eru ekki að springa vegna flóttafólks Marín Þórsdóttir skrifar 3. júlí 2023 10:01 Síðustu misseri hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum að innviðir íslensks samfélags séu sprungnir og því sé erfitt að þjónusta fólk sem fengið hefur alþjóðlega vernd hér á landi. Ísland hefur aldrei veitt jafn mörgum vernd og árið 2022 og má það einkum rekja til ákvörðunar stjórnvalda um að veita fólki frá Venesúela og Úkraínu vernd. Verndarveitingar til fólks af öðrum þjóðernum hafa nokkurn veginn staðið í stað síðustu ár og því mikilvægt að hafa í huga þegar þessi mál eru rædd. Umræðan síðustu vikur ýtir undir hræðslu og tortryggni um að íslenskt samfélag ráði ekki við að taka á móti þeim einstaklingum sem hafa þurft að flýja heimaríki sín og leita hér verndar. Horft er til þess kostnaðar sem hlýst af því að veita fólki lögboðna þjónustu fyrst eftir að það kemur til landsins, en ekki til þess ávinnings sem samfélagið hlýtur ef vel er staðið að móttöku flóttafólks og inngildingu þeirra í samfélaginu. Vissulega er kostnaður sem fylgir því að vanda vel til verka. En þegar vel tekst til er ávinningurinn mikill og allir græða, flóttafólk sem og íslenskt samfélag. Innviðir landsins og þolmörk þeirra eru mannanna verk. Ákvörðun um að fjárfesta í móttöku fólks á flótta og styrkja þannig innviði samfélagsins er því langtímafjárfesting sem lítið og vel efnað land hefur alþjóðlega skyldu til taka og þarf að sinna vel. Það er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þau sem fengu vernd á síðasta ári voru 3.455 talsins, en á sama tíma fluttu hingað til lands alls u.þ.b. 17 þúsund erlendir ríkisborgarar og 1,7 milljón ferðamenn heimsóttu landið. Það er því einföldun á málinu að halda því fram að minnsti hópurinn sé sá hópur sem ber alfarið ábyrgð á því að innviði landsins hafi sprungið. Höfundur er deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum að innviðir íslensks samfélags séu sprungnir og því sé erfitt að þjónusta fólk sem fengið hefur alþjóðlega vernd hér á landi. Ísland hefur aldrei veitt jafn mörgum vernd og árið 2022 og má það einkum rekja til ákvörðunar stjórnvalda um að veita fólki frá Venesúela og Úkraínu vernd. Verndarveitingar til fólks af öðrum þjóðernum hafa nokkurn veginn staðið í stað síðustu ár og því mikilvægt að hafa í huga þegar þessi mál eru rædd. Umræðan síðustu vikur ýtir undir hræðslu og tortryggni um að íslenskt samfélag ráði ekki við að taka á móti þeim einstaklingum sem hafa þurft að flýja heimaríki sín og leita hér verndar. Horft er til þess kostnaðar sem hlýst af því að veita fólki lögboðna þjónustu fyrst eftir að það kemur til landsins, en ekki til þess ávinnings sem samfélagið hlýtur ef vel er staðið að móttöku flóttafólks og inngildingu þeirra í samfélaginu. Vissulega er kostnaður sem fylgir því að vanda vel til verka. En þegar vel tekst til er ávinningurinn mikill og allir græða, flóttafólk sem og íslenskt samfélag. Innviðir landsins og þolmörk þeirra eru mannanna verk. Ákvörðun um að fjárfesta í móttöku fólks á flótta og styrkja þannig innviði samfélagsins er því langtímafjárfesting sem lítið og vel efnað land hefur alþjóðlega skyldu til taka og þarf að sinna vel. Það er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þau sem fengu vernd á síðasta ári voru 3.455 talsins, en á sama tíma fluttu hingað til lands alls u.þ.b. 17 þúsund erlendir ríkisborgarar og 1,7 milljón ferðamenn heimsóttu landið. Það er því einföldun á málinu að halda því fram að minnsti hópurinn sé sá hópur sem ber alfarið ábyrgð á því að innviði landsins hafi sprungið. Höfundur er deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar