Einstök og Thule fá ekki ný nöfn í bráð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2023 14:44 Anna Regína segir eðlilegt að sögusagnir fari á kreik þegar breytingar verða. Ekki er á döfinni hjá Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi að enska nöfn fleiri vörumerkja á vegum fyrirtækisins í bráð. Vörutegundir líkt og bjórtegundirnar Einstök og Thule munu áfram verða með sín nöfn. Þetta segir Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri CCEP á Íslandi í samtali við Vísi. Fyrirtækið tilkynnti í síðustu viku um nafnabreyting á sódavatninu sem hingað til hefur heitið Toppur. Það fær nú nafnið Bonaqua en verður að öðru leyti eins. Vísi barst til eyrna að fyrirhugaðar væru nafnabreytingar á öðrum vörmuerkjum CCEP líkt og bjórtegundunum Einstök og Thule. Anna Regína segir þær sögusagnir úr lausu lofti gripnar. Breytingarnar á nafni Topps vöktu töluverða athygli. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emiritus í íslenskri málfræði er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa nafnabreytinguna. Hefur hann sagt það miður að þarna sé verið að kasta íslensku nafni á sódavatnsdrykknum fyrir róða. Eiríkur ræddi málið meðal annars í Bítinu á Bylgjunni í síðustu viku. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Þá gagnrýndi Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins jafnframt breytingarnar. Björk hefur reglulega lagt orð í belg þegar kemur að notkun ensku í markaðssetningu á Íslandi líkt og í fyrra þegar umdeild útgáfa af haframjólkinni Oatly fór í loftið á ensku. Björk deilir viðtali mbl.is við Önnu og segist ekki sannfærð um að Anna Regína og félagar hjá CCEP deili áhyggjum af íslenska tungumálinu. Hún rifjar upp að CCEP hafi áður heitið Vífilfell og selt drykki með íslenskum nöfnum líkt og Topp, Trópí og Svala. Spyr hún hvort Einstök verði næstur til að hverfa. „Tungumálið er ekki bara til að hampa í bókum og á tyllidögum, það verður að vera lifandi í umhverfi okkar svo það eigi möguleika í nýjum heimi.“ Sögusagnir Anna Regína segir í samtali við Vísi ekkert hæft í sögusögnum um að Einstök og Thule muni brátt hljóta ný nöfn. Hún segir það skiljanlegt að slíkar sögusagnir fari á flug þegar stórar breytingar séu gerðar líkt og nú. „En það eru engar frekari breytingar í pípunum hjá okkur. Bæði Einstök og Thule eru sterk og góð vörumerki sem við erum ánægð með.“ Áður hefur Anna Regína sagt við mbl.is að hún skilji vel gagnrýnina á breytingarnar. Fyrirtækið taki undir sjónarmið um verndun íslenskrar tungu. Allt sé íslenskað sem hægt er að íslenska. „Varðandi vörumerkið sjálft þá er sú ákvörðun um að breyta nafninu á vörunni flókin og hluti af stærri mynd hvað varðar markaðsstarf, vöruþróun og aðra þætti í alþjóðlegu samhengi og varð þessi breyting að lokum lendingin,“ segir Anna. Drykkir Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Þetta segir Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri CCEP á Íslandi í samtali við Vísi. Fyrirtækið tilkynnti í síðustu viku um nafnabreyting á sódavatninu sem hingað til hefur heitið Toppur. Það fær nú nafnið Bonaqua en verður að öðru leyti eins. Vísi barst til eyrna að fyrirhugaðar væru nafnabreytingar á öðrum vörmuerkjum CCEP líkt og bjórtegundunum Einstök og Thule. Anna Regína segir þær sögusagnir úr lausu lofti gripnar. Breytingarnar á nafni Topps vöktu töluverða athygli. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emiritus í íslenskri málfræði er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa nafnabreytinguna. Hefur hann sagt það miður að þarna sé verið að kasta íslensku nafni á sódavatnsdrykknum fyrir róða. Eiríkur ræddi málið meðal annars í Bítinu á Bylgjunni í síðustu viku. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Þá gagnrýndi Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins jafnframt breytingarnar. Björk hefur reglulega lagt orð í belg þegar kemur að notkun ensku í markaðssetningu á Íslandi líkt og í fyrra þegar umdeild útgáfa af haframjólkinni Oatly fór í loftið á ensku. Björk deilir viðtali mbl.is við Önnu og segist ekki sannfærð um að Anna Regína og félagar hjá CCEP deili áhyggjum af íslenska tungumálinu. Hún rifjar upp að CCEP hafi áður heitið Vífilfell og selt drykki með íslenskum nöfnum líkt og Topp, Trópí og Svala. Spyr hún hvort Einstök verði næstur til að hverfa. „Tungumálið er ekki bara til að hampa í bókum og á tyllidögum, það verður að vera lifandi í umhverfi okkar svo það eigi möguleika í nýjum heimi.“ Sögusagnir Anna Regína segir í samtali við Vísi ekkert hæft í sögusögnum um að Einstök og Thule muni brátt hljóta ný nöfn. Hún segir það skiljanlegt að slíkar sögusagnir fari á flug þegar stórar breytingar séu gerðar líkt og nú. „En það eru engar frekari breytingar í pípunum hjá okkur. Bæði Einstök og Thule eru sterk og góð vörumerki sem við erum ánægð með.“ Áður hefur Anna Regína sagt við mbl.is að hún skilji vel gagnrýnina á breytingarnar. Fyrirtækið taki undir sjónarmið um verndun íslenskrar tungu. Allt sé íslenskað sem hægt er að íslenska. „Varðandi vörumerkið sjálft þá er sú ákvörðun um að breyta nafninu á vörunni flókin og hluti af stærri mynd hvað varðar markaðsstarf, vöruþróun og aðra þætti í alþjóðlegu samhengi og varð þessi breyting að lokum lendingin,“ segir Anna.
Drykkir Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira