Stjórnvaldssektin með þeim hærri í sögu Persónuverndar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júlí 2023 14:52 Alma Möller landlæknir segir starfsfólk embættisins hafi komið fram af heilindum og hafnar því að það hafi gefið misvísandi upplýsingar við vinnslu málsins. Það hafi gefið bestu mögulegu upplýsingar sem tiltækar voru á hverjum tíma. Landlæknisembættinu hefur verið gert að greiða um tólf milljónir króna í sekt fyrir að hafa ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga á hluta vefsvæðis Heilsuveru með fullnægjandi hætti. Úrskurður Persónuverndar var birtur í dag en málið sjálft er um þriggja ára gamalt. Í tilkynningu frá Persónuvernd segir að Embætti landlæknis hefði tilkynnt um öryggisbrest þegar tveir einstaklingar náðu að sjá sögn sem þeim voru óviðkomandi. Annars vegar var það vegna veikleika í skilaboðahluta Heilsuveru sem fól í sér að með breytingu á tengistreng gat innskráður notandi nálgast óviðkomandi skilaboð sem gátu verið persónugreinanleg. Hins vegar var það vegna veikleika sem gerði innskráðum notendum í mæðraverndarhluta Heilsuveru, sem fengið höfðu aðgang að sónarmynd úr sjúkraskrárkerfi annarrar af tveimur heilbrigðisstofnunum, kleift að sjá viðhengi annarra einstaklinga í sjúkraskrárkerfi viðkomandi stofnunar með breytingu á vefslóð. „Það er óumdeilt að það var til staðar öryggisveikleiki í afmörkuðum hlutum Heilsuveru. Við lítum það auðvitað alvarlegum augum og hörmum það en á það ber að líta að það var strax brugðist við og það var búið að lagfæra þennan veikleika og yfirfara hann af öryggisaðila fimm klukkutímum eftir að hann uppgötvaðist,“ segir Alma Möller landlæknir. Viss atriði voru metin til málsbóta, þar á meðal þær öryggisráðstafanir sem viðhafðar eru í Heilsuveru almennt en í úrskurði segir að í ljósi viðkvæms eðlis upplýsinganna hafi ákvörðun um sektarálagningu verið tekin. „Það fóru engar persónuupplýsingar til óviðkomandi aðila. Þetta voru vinveittir aðilar, ef svo má segja, sem uppgötvuðu þennan öryggisbrest og tilkynntu hann. Þannig að það hlaust enginn skaði af, sem betur fer.“ Þá segir í úrskurði að starfsfólk Landlæknisembættisins hafi gefið Persónuvernd misvísandi og efnislega ranga skýringu við rannsókn málsins. Því hafnar embættið. „Málið, það lá ekkert ljóst fyrir frá fyrstu byrjun. Þetta eru náttúrulega rúm þrjú ár síðan og svo komu atriði í ljós við síðari rannsókn þannig að við vorum alltaf að gefa upplýsingar miðað við þær forsendur sem við höfðum á hverjum tíma og að sjálfsögðu hefur embættið ekki reynt að villa um fyrir persónuvernd með nokkrum hætti,“ segir Alma. Alma kvaðst ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort embættið muni leita til dómstóla vegna málsins en að á næstu dögum muni embættið fara ítarlega yfir forsendur og niðurstöðu ákvörðunarinnar. Alma fullyrðir að heilsufarsupplýsingar landsmanna á heilsuveru séu nú eins öruggar og mögulegt sé. Upphæð stjórnvaldssektarinnar er fremur há en Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri eftirlits hjá Persónuvernd, segir það vera í ljósi þess hversu viðkvæmar persónuupplýsingarnar eru sem undir eru í málinu. „Þessi sekt er vissulega há í samanburði við fyrri sektir Persónuverndar,“ segir Helga og bætir við. „Við ákvörðun fjárhæðarinnar var horft bæði í þá þætti sem voru íþyngjandi og líka þau atriði sem metin voru til málsbóta, en sem dæmi um hið síðarnefnda má nefna að embætti landlæknis brást hratt við þegar veikleikinn uppgötvaðist og svo var litið til þeirra öryggisráðstafana sem almennt eru viðhafðar í Heilsuveru. Á hinn bóginn vegur þungt í þessu tilviki að hér var um að ræða bæði víðtækar og viðkvæmar persónuupplýsingar sem náðu til mikils fjölda einstaklinga yfir langt tímabil, og þær voru ekki nægilega vel varðar fyrir aðgangi óviðkomandi aðila. Persónuvernd ber einnig að líta til umfangs samvinnu við stofnunina við álagningu sekta og þar höfðu jafnframt áhrif misvísandi og efnislega rangar skýringar sem bárust Persónuvernd á meðan á rannsókninni stóð, eins og nánar er rakið í ákvörðuninni,“ segir Helga. Persónuvernd Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir sektaður vegna öryggisbrests í Heilsuveru Embætti landlæknis harmar að alvarlegur öryggisveikleiki hafi verið til staðar í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is. Embættið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem staðhæfingum Persónuverndar um að embættið hafi gefið misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins er hafnað. Embættið er sektað um tólf milljónir króna vegna málsins. 3. júlí 2023 10:13 Landlæknir tryggði ekki öryggi upplýsinga í lyfjagátt Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að embætti landlæknis hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt með viðeigandi hætti. Byggðist það á skorti á rekjanleika uppflettinga í gáttinni. Þrátt fyrir ábyrgð lyfjabúða er sjálfstæð skylda talin hvíla á embættinu sem rekur gáttina. 30. júní 2023 12:06 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Í tilkynningu frá Persónuvernd segir að Embætti landlæknis hefði tilkynnt um öryggisbrest þegar tveir einstaklingar náðu að sjá sögn sem þeim voru óviðkomandi. Annars vegar var það vegna veikleika í skilaboðahluta Heilsuveru sem fól í sér að með breytingu á tengistreng gat innskráður notandi nálgast óviðkomandi skilaboð sem gátu verið persónugreinanleg. Hins vegar var það vegna veikleika sem gerði innskráðum notendum í mæðraverndarhluta Heilsuveru, sem fengið höfðu aðgang að sónarmynd úr sjúkraskrárkerfi annarrar af tveimur heilbrigðisstofnunum, kleift að sjá viðhengi annarra einstaklinga í sjúkraskrárkerfi viðkomandi stofnunar með breytingu á vefslóð. „Það er óumdeilt að það var til staðar öryggisveikleiki í afmörkuðum hlutum Heilsuveru. Við lítum það auðvitað alvarlegum augum og hörmum það en á það ber að líta að það var strax brugðist við og það var búið að lagfæra þennan veikleika og yfirfara hann af öryggisaðila fimm klukkutímum eftir að hann uppgötvaðist,“ segir Alma Möller landlæknir. Viss atriði voru metin til málsbóta, þar á meðal þær öryggisráðstafanir sem viðhafðar eru í Heilsuveru almennt en í úrskurði segir að í ljósi viðkvæms eðlis upplýsinganna hafi ákvörðun um sektarálagningu verið tekin. „Það fóru engar persónuupplýsingar til óviðkomandi aðila. Þetta voru vinveittir aðilar, ef svo má segja, sem uppgötvuðu þennan öryggisbrest og tilkynntu hann. Þannig að það hlaust enginn skaði af, sem betur fer.“ Þá segir í úrskurði að starfsfólk Landlæknisembættisins hafi gefið Persónuvernd misvísandi og efnislega ranga skýringu við rannsókn málsins. Því hafnar embættið. „Málið, það lá ekkert ljóst fyrir frá fyrstu byrjun. Þetta eru náttúrulega rúm þrjú ár síðan og svo komu atriði í ljós við síðari rannsókn þannig að við vorum alltaf að gefa upplýsingar miðað við þær forsendur sem við höfðum á hverjum tíma og að sjálfsögðu hefur embættið ekki reynt að villa um fyrir persónuvernd með nokkrum hætti,“ segir Alma. Alma kvaðst ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort embættið muni leita til dómstóla vegna málsins en að á næstu dögum muni embættið fara ítarlega yfir forsendur og niðurstöðu ákvörðunarinnar. Alma fullyrðir að heilsufarsupplýsingar landsmanna á heilsuveru séu nú eins öruggar og mögulegt sé. Upphæð stjórnvaldssektarinnar er fremur há en Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri eftirlits hjá Persónuvernd, segir það vera í ljósi þess hversu viðkvæmar persónuupplýsingarnar eru sem undir eru í málinu. „Þessi sekt er vissulega há í samanburði við fyrri sektir Persónuverndar,“ segir Helga og bætir við. „Við ákvörðun fjárhæðarinnar var horft bæði í þá þætti sem voru íþyngjandi og líka þau atriði sem metin voru til málsbóta, en sem dæmi um hið síðarnefnda má nefna að embætti landlæknis brást hratt við þegar veikleikinn uppgötvaðist og svo var litið til þeirra öryggisráðstafana sem almennt eru viðhafðar í Heilsuveru. Á hinn bóginn vegur þungt í þessu tilviki að hér var um að ræða bæði víðtækar og viðkvæmar persónuupplýsingar sem náðu til mikils fjölda einstaklinga yfir langt tímabil, og þær voru ekki nægilega vel varðar fyrir aðgangi óviðkomandi aðila. Persónuvernd ber einnig að líta til umfangs samvinnu við stofnunina við álagningu sekta og þar höfðu jafnframt áhrif misvísandi og efnislega rangar skýringar sem bárust Persónuvernd á meðan á rannsókninni stóð, eins og nánar er rakið í ákvörðuninni,“ segir Helga.
Persónuvernd Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir sektaður vegna öryggisbrests í Heilsuveru Embætti landlæknis harmar að alvarlegur öryggisveikleiki hafi verið til staðar í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is. Embættið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem staðhæfingum Persónuverndar um að embættið hafi gefið misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins er hafnað. Embættið er sektað um tólf milljónir króna vegna málsins. 3. júlí 2023 10:13 Landlæknir tryggði ekki öryggi upplýsinga í lyfjagátt Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að embætti landlæknis hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt með viðeigandi hætti. Byggðist það á skorti á rekjanleika uppflettinga í gáttinni. Þrátt fyrir ábyrgð lyfjabúða er sjálfstæð skylda talin hvíla á embættinu sem rekur gáttina. 30. júní 2023 12:06 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Landlæknir sektaður vegna öryggisbrests í Heilsuveru Embætti landlæknis harmar að alvarlegur öryggisveikleiki hafi verið til staðar í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is. Embættið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem staðhæfingum Persónuverndar um að embættið hafi gefið misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins er hafnað. Embættið er sektað um tólf milljónir króna vegna málsins. 3. júlí 2023 10:13
Landlæknir tryggði ekki öryggi upplýsinga í lyfjagátt Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að embætti landlæknis hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt með viðeigandi hætti. Byggðist það á skorti á rekjanleika uppflettinga í gáttinni. Þrátt fyrir ábyrgð lyfjabúða er sjálfstæð skylda talin hvíla á embættinu sem rekur gáttina. 30. júní 2023 12:06