Lífið

Ní­tján ára dóttur­sonur Roberts De Niro látinn

Eiður Þór Árnason skrifar
Robert De Niro við sýningu á Killers of the Flower Moon á Kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí síðastliðnum.
Robert De Niro við sýningu á Killers of the Flower Moon á Kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí síðastliðnum. EPA/Guillaume Horcajuelo

Leandro De Niro Rodriguez, barnabarn Óskarsverðlaunaleikarans Roberts De Niro er látinn, nítján ára að aldri. Móðir hans Drena De Niro greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í gær og minnist sonar síns.

„Þú hefur verið gleði mín, hjarta og allt það sem var nokkurn tímann tært og raunverulegt í mínu lífi. Ég vildi óska þess að ég væri hjá þér einmitt núna,“ skrifar hún undir ljósmynd af honum sem hún birti á Instagram. „Ég veit ekki hvernig ég mun fara að því að lifa án þín en ég mun reyna að halda áfram og dreifa þeirri ást og ljósi sem þú veittir mér.“

„Hvíldu í friði og eilífri paradís elsku drengurinn minn,“ skrifaði hún að lokum. Fjölskyldan hefur ekki greint frá dánarorsök en Leandro De Niro Rodriguez stundaði leiklistina líkt og móðir hans og afi. Hann kom meðal annars fram í stórmyndinni A Star Is Born árið 2018 ásamt móður sinni, Bradley Cooper og Lady Gaga. Þá hefur hann leikið í kvikmyndunum The Collection og Cabaret Maxime.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×